Fjármálaeftirlitið framfylgir ákvæðum laga um kaupauka Unnur Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2017 07:00 Nokkuð ítarleg grein birtist í Markaði Fréttablaðsins hinn 11. október sem vísað er til á forsíðu með yfirskriftinni „Smærri fyrirtækjum settur stóllinn fyrir dyrnar“. Þar segir einnig að ströng túlkun Fjármálaeftirlitsins á reglum um kaupaukagreiðslur hafi það í för með sér að fjármálafyrirtæki eigi þess ekki lengur kost að umbuna starfsfólki með greiðslu arðs af B-hlutabréfum. Í tilefni greinarinnar langar mig að koma á framfæri nokkrum atriðum til að skýra afstöðu Fjármálaeftirlitsins varðandi eftirlit með kaupaukum. Fyrst af öllu vil ég benda á að það er hlutverk Fjármálaeftirlitsins að framfylgja lögum um fjármálafyrirtæki sem Alþingi hefur sett, þ. á m. ákvæðum þeirra er varða kaupauka. Ákvæði um hámark kaupauka og bann við að greiða vissum starfsmönnum fjármálafyrirtækja kaupauka er að finna í 57. gr. laga um fjármálafyrirtæki, auk þess sem ákvæðið skyldar einnig Fjármálaeftirlitið til að setja reglur um frestun kaupauka. Þá vil ég benda á að smæstu fjármálafyrirtækin (verðbréfafyrirtæki sem bera takmarkaðar starfsskyldur) eru nú þegar undanþegin takmörkunum á kaupaukum og kaupaukakerfum, sbr. e-lið 4. mgr. 25. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Enn fremur vil ég undirstrika að Fjármálaeftirlitið hefur ekki bannað að hlutafé fjármálafyrirtækja sé skipt í flokka eða að starfsmenn eigi hluti í fjármálafyrirtækjum. Telji Fjármálaeftirlitið hins vegar að með slíkri skiptingu sé verið að komast undan ákvæðum laga og reglna um kaupauka og kaupaukakerfi mun eftirlitið bregðast við. Að því er varðar málið sem vísað er til í grein Markaðarins, og tengist Arctica Finance hf., þá var Fjármálaeftirlitinu ekki kunnugt um það fyrr en nýlega að starfsmenn hefðu fengið að kaupa B, C og D bréf á nafnverði (þ.e. þeir greiddu samtals 200 þúsund krónur fyrir hlutina) en fengið á sex ára tímabili 668 milljónir króna í arð vegna sömu bréfa. Þetta taldi Fjármálaeftirlitið ástæðu til að rannsaka og í kjölfarið að bregðast við með stjórnvaldssekt og úrbótakröfu. Ítarlegan rökstuðning fyrir þessari ákvörðun er að finna í gagnsæistilkynningu sem Fjármálaeftirlitið gaf út á vef sínum hinn 5. október síðastliðinn.Höfundur er forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Nokkuð ítarleg grein birtist í Markaði Fréttablaðsins hinn 11. október sem vísað er til á forsíðu með yfirskriftinni „Smærri fyrirtækjum settur stóllinn fyrir dyrnar“. Þar segir einnig að ströng túlkun Fjármálaeftirlitsins á reglum um kaupaukagreiðslur hafi það í för með sér að fjármálafyrirtæki eigi þess ekki lengur kost að umbuna starfsfólki með greiðslu arðs af B-hlutabréfum. Í tilefni greinarinnar langar mig að koma á framfæri nokkrum atriðum til að skýra afstöðu Fjármálaeftirlitsins varðandi eftirlit með kaupaukum. Fyrst af öllu vil ég benda á að það er hlutverk Fjármálaeftirlitsins að framfylgja lögum um fjármálafyrirtæki sem Alþingi hefur sett, þ. á m. ákvæðum þeirra er varða kaupauka. Ákvæði um hámark kaupauka og bann við að greiða vissum starfsmönnum fjármálafyrirtækja kaupauka er að finna í 57. gr. laga um fjármálafyrirtæki, auk þess sem ákvæðið skyldar einnig Fjármálaeftirlitið til að setja reglur um frestun kaupauka. Þá vil ég benda á að smæstu fjármálafyrirtækin (verðbréfafyrirtæki sem bera takmarkaðar starfsskyldur) eru nú þegar undanþegin takmörkunum á kaupaukum og kaupaukakerfum, sbr. e-lið 4. mgr. 25. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Enn fremur vil ég undirstrika að Fjármálaeftirlitið hefur ekki bannað að hlutafé fjármálafyrirtækja sé skipt í flokka eða að starfsmenn eigi hluti í fjármálafyrirtækjum. Telji Fjármálaeftirlitið hins vegar að með slíkri skiptingu sé verið að komast undan ákvæðum laga og reglna um kaupauka og kaupaukakerfi mun eftirlitið bregðast við. Að því er varðar málið sem vísað er til í grein Markaðarins, og tengist Arctica Finance hf., þá var Fjármálaeftirlitinu ekki kunnugt um það fyrr en nýlega að starfsmenn hefðu fengið að kaupa B, C og D bréf á nafnverði (þ.e. þeir greiddu samtals 200 þúsund krónur fyrir hlutina) en fengið á sex ára tímabili 668 milljónir króna í arð vegna sömu bréfa. Þetta taldi Fjármálaeftirlitið ástæðu til að rannsaka og í kjölfarið að bregðast við með stjórnvaldssekt og úrbótakröfu. Ítarlegan rökstuðning fyrir þessari ákvörðun er að finna í gagnsæistilkynningu sem Fjármálaeftirlitið gaf út á vef sínum hinn 5. október síðastliðinn.Höfundur er forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar