Fjármálaeftirlitið framfylgir ákvæðum laga um kaupauka Unnur Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2017 07:00 Nokkuð ítarleg grein birtist í Markaði Fréttablaðsins hinn 11. október sem vísað er til á forsíðu með yfirskriftinni „Smærri fyrirtækjum settur stóllinn fyrir dyrnar“. Þar segir einnig að ströng túlkun Fjármálaeftirlitsins á reglum um kaupaukagreiðslur hafi það í för með sér að fjármálafyrirtæki eigi þess ekki lengur kost að umbuna starfsfólki með greiðslu arðs af B-hlutabréfum. Í tilefni greinarinnar langar mig að koma á framfæri nokkrum atriðum til að skýra afstöðu Fjármálaeftirlitsins varðandi eftirlit með kaupaukum. Fyrst af öllu vil ég benda á að það er hlutverk Fjármálaeftirlitsins að framfylgja lögum um fjármálafyrirtæki sem Alþingi hefur sett, þ. á m. ákvæðum þeirra er varða kaupauka. Ákvæði um hámark kaupauka og bann við að greiða vissum starfsmönnum fjármálafyrirtækja kaupauka er að finna í 57. gr. laga um fjármálafyrirtæki, auk þess sem ákvæðið skyldar einnig Fjármálaeftirlitið til að setja reglur um frestun kaupauka. Þá vil ég benda á að smæstu fjármálafyrirtækin (verðbréfafyrirtæki sem bera takmarkaðar starfsskyldur) eru nú þegar undanþegin takmörkunum á kaupaukum og kaupaukakerfum, sbr. e-lið 4. mgr. 25. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Enn fremur vil ég undirstrika að Fjármálaeftirlitið hefur ekki bannað að hlutafé fjármálafyrirtækja sé skipt í flokka eða að starfsmenn eigi hluti í fjármálafyrirtækjum. Telji Fjármálaeftirlitið hins vegar að með slíkri skiptingu sé verið að komast undan ákvæðum laga og reglna um kaupauka og kaupaukakerfi mun eftirlitið bregðast við. Að því er varðar málið sem vísað er til í grein Markaðarins, og tengist Arctica Finance hf., þá var Fjármálaeftirlitinu ekki kunnugt um það fyrr en nýlega að starfsmenn hefðu fengið að kaupa B, C og D bréf á nafnverði (þ.e. þeir greiddu samtals 200 þúsund krónur fyrir hlutina) en fengið á sex ára tímabili 668 milljónir króna í arð vegna sömu bréfa. Þetta taldi Fjármálaeftirlitið ástæðu til að rannsaka og í kjölfarið að bregðast við með stjórnvaldssekt og úrbótakröfu. Ítarlegan rökstuðning fyrir þessari ákvörðun er að finna í gagnsæistilkynningu sem Fjármálaeftirlitið gaf út á vef sínum hinn 5. október síðastliðinn.Höfundur er forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nokkuð ítarleg grein birtist í Markaði Fréttablaðsins hinn 11. október sem vísað er til á forsíðu með yfirskriftinni „Smærri fyrirtækjum settur stóllinn fyrir dyrnar“. Þar segir einnig að ströng túlkun Fjármálaeftirlitsins á reglum um kaupaukagreiðslur hafi það í för með sér að fjármálafyrirtæki eigi þess ekki lengur kost að umbuna starfsfólki með greiðslu arðs af B-hlutabréfum. Í tilefni greinarinnar langar mig að koma á framfæri nokkrum atriðum til að skýra afstöðu Fjármálaeftirlitsins varðandi eftirlit með kaupaukum. Fyrst af öllu vil ég benda á að það er hlutverk Fjármálaeftirlitsins að framfylgja lögum um fjármálafyrirtæki sem Alþingi hefur sett, þ. á m. ákvæðum þeirra er varða kaupauka. Ákvæði um hámark kaupauka og bann við að greiða vissum starfsmönnum fjármálafyrirtækja kaupauka er að finna í 57. gr. laga um fjármálafyrirtæki, auk þess sem ákvæðið skyldar einnig Fjármálaeftirlitið til að setja reglur um frestun kaupauka. Þá vil ég benda á að smæstu fjármálafyrirtækin (verðbréfafyrirtæki sem bera takmarkaðar starfsskyldur) eru nú þegar undanþegin takmörkunum á kaupaukum og kaupaukakerfum, sbr. e-lið 4. mgr. 25. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Enn fremur vil ég undirstrika að Fjármálaeftirlitið hefur ekki bannað að hlutafé fjármálafyrirtækja sé skipt í flokka eða að starfsmenn eigi hluti í fjármálafyrirtækjum. Telji Fjármálaeftirlitið hins vegar að með slíkri skiptingu sé verið að komast undan ákvæðum laga og reglna um kaupauka og kaupaukakerfi mun eftirlitið bregðast við. Að því er varðar málið sem vísað er til í grein Markaðarins, og tengist Arctica Finance hf., þá var Fjármálaeftirlitinu ekki kunnugt um það fyrr en nýlega að starfsmenn hefðu fengið að kaupa B, C og D bréf á nafnverði (þ.e. þeir greiddu samtals 200 þúsund krónur fyrir hlutina) en fengið á sex ára tímabili 668 milljónir króna í arð vegna sömu bréfa. Þetta taldi Fjármálaeftirlitið ástæðu til að rannsaka og í kjölfarið að bregðast við með stjórnvaldssekt og úrbótakröfu. Ítarlegan rökstuðning fyrir þessari ákvörðun er að finna í gagnsæistilkynningu sem Fjármálaeftirlitið gaf út á vef sínum hinn 5. október síðastliðinn.Höfundur er forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun