Sýslumaðurinn ber fullt traust til lögfræðinga sinna Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2017 19:26 Vísir/Andri Sýslumaðurinn í Reykjavík segist bera fullt traust til lögfræðinga sinna. Lögfræðingar á Fullnustusviði embættisins hafi verkefni eins lögbannið gagnvart umfjöllun Stundarinnar um gögn frá Glitni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórólfi Halldórssyni, sýslumanni Reykjavíkur. Í tilkynningunni segir að lögbann vera bráðabirgðaúrræði og dómstólar muni leysa málið til fullnustu. „Eðli málsins samkvæmt þarf að taka skjóta ákvörðun í slíkum málum og úrræðið gerir aðeins að takmörkuðu leyti ráð fyrir að farið sé djúpt í efnisatriði máls. Það mat fer fram hjá dómstólum í staðfestingarmáli sem höfða þarf innan viku, að öðrum kosti fellur lögbannið niður,“ segir í tilkynningunni. „Má þannig segja að með því að fallast á lögbannskröfu sé embættið að frysta tiltekið ástand meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum.“ Undanfarnar vikur hefur Stundin, ásamt Reykjavík Media og breska miðlinum The Guardian fjallað með ítarlegum hætti um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og venslamanna hans dagana fyrir hrun. Fréttirnar eiga rætur að rekja til gagna frá Glitni sem lekið var til blaðamanna. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, segir að umfjöllun miðilsins hafi ekki verið lokið. Líklegast náist ekki að birta frekari fréttir fyrir kosningar. „Við höfðum ekki lokið okkar umfjöllun um þessi mál og teljum að fleiri um þau eigi erindi til almennings,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið.Í tilkynningu Sýslumanns segir að embættið telji að útskýra þurfi lagalegu hlið málsins og að hún hafi litla umfjöllun fengið. Vísað er til 58. greinar laga um fjármálafyrirtæki þar sem fram komi að í raun séu allir bundnir trúnaði varðandi gögn sem um ræðir. Ekki bara starfsmenn fjármálafyrirtækja. „Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. málsgrein er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir,“ segir í lögunum. Þá hafa forsvarsmenn Glitnir HoldCO hafi farið fram á lögbann þar sem þeir telji gögnin sem ritstjórn Stundarinnar sé með innihaldi viðskiptaupplýsingar um þúsundir viðskiptavina bankans. Tengdar fréttir „Ég bað ekki um þetta lögbann“ Bjarni Benediktsson segir út í hött að það hafi verið skrúfað fyrir fjölmiðlaumfjöllun. 17. október 2017 16:25 Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Ýmis félagasamtök fordæma lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media Lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á frekari fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum frá Glitni hefur vakið mikla athygli síðan það var samþykkt fyrir um sólarhring. 17. október 2017 16:01 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Sýslumaðurinn í Reykjavík segist bera fullt traust til lögfræðinga sinna. Lögfræðingar á Fullnustusviði embættisins hafi verkefni eins lögbannið gagnvart umfjöllun Stundarinnar um gögn frá Glitni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórólfi Halldórssyni, sýslumanni Reykjavíkur. Í tilkynningunni segir að lögbann vera bráðabirgðaúrræði og dómstólar muni leysa málið til fullnustu. „Eðli málsins samkvæmt þarf að taka skjóta ákvörðun í slíkum málum og úrræðið gerir aðeins að takmörkuðu leyti ráð fyrir að farið sé djúpt í efnisatriði máls. Það mat fer fram hjá dómstólum í staðfestingarmáli sem höfða þarf innan viku, að öðrum kosti fellur lögbannið niður,“ segir í tilkynningunni. „Má þannig segja að með því að fallast á lögbannskröfu sé embættið að frysta tiltekið ástand meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum.“ Undanfarnar vikur hefur Stundin, ásamt Reykjavík Media og breska miðlinum The Guardian fjallað með ítarlegum hætti um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og venslamanna hans dagana fyrir hrun. Fréttirnar eiga rætur að rekja til gagna frá Glitni sem lekið var til blaðamanna. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, segir að umfjöllun miðilsins hafi ekki verið lokið. Líklegast náist ekki að birta frekari fréttir fyrir kosningar. „Við höfðum ekki lokið okkar umfjöllun um þessi mál og teljum að fleiri um þau eigi erindi til almennings,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið.Í tilkynningu Sýslumanns segir að embættið telji að útskýra þurfi lagalegu hlið málsins og að hún hafi litla umfjöllun fengið. Vísað er til 58. greinar laga um fjármálafyrirtæki þar sem fram komi að í raun séu allir bundnir trúnaði varðandi gögn sem um ræðir. Ekki bara starfsmenn fjármálafyrirtækja. „Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. málsgrein er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir,“ segir í lögunum. Þá hafa forsvarsmenn Glitnir HoldCO hafi farið fram á lögbann þar sem þeir telji gögnin sem ritstjórn Stundarinnar sé með innihaldi viðskiptaupplýsingar um þúsundir viðskiptavina bankans.
Tengdar fréttir „Ég bað ekki um þetta lögbann“ Bjarni Benediktsson segir út í hött að það hafi verið skrúfað fyrir fjölmiðlaumfjöllun. 17. október 2017 16:25 Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Ýmis félagasamtök fordæma lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media Lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á frekari fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum frá Glitni hefur vakið mikla athygli síðan það var samþykkt fyrir um sólarhring. 17. október 2017 16:01 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
„Ég bað ekki um þetta lögbann“ Bjarni Benediktsson segir út í hött að það hafi verið skrúfað fyrir fjölmiðlaumfjöllun. 17. október 2017 16:25
Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19
Ýmis félagasamtök fordæma lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media Lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á frekari fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum frá Glitni hefur vakið mikla athygli síðan það var samþykkt fyrir um sólarhring. 17. október 2017 16:01
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39