Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. október 2017 19:30 Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. Ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík um að verða að hluta við kröfu Glitnis Holdco ehf. um lögbann á fréttaumfjöllun Stundarinnar er umdeild. Í lögbannsbeiðninni er vísað til ákvæðis um bankaleynd í lögum um fjármálafyrirtæki og er vísað til þess að Stundin hafi boðað frekari umfjöllun byggt á stolnum gögnum sem enginn vafi leiki á að komi frá Glitni. Stjórnendur Glitnis Holdco báðust undan viðtali en sögðu að megintilgangur lögbannsins hafi verið að verja hagsmuni þúsunda viðskiptavina gamla Glitnis. Í málinu vegast á hagsmunir Glitnis Holdco og þeirra sem upplýsingarnar ná til og hins vegar réttar Stundarinnar til að segja fréttir og þar með réttur almennings til að fá þessar fréttir. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur margsinnis komist að þeirri niðurstöðu í dómum fjölmiðlar gegni hlutverki varðhunda almennings (e. public watchdog) og að einungis sé hægt að takmarka tjáningarfrelsi fjölmiðla ef takmörkunin sé nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Hæstiréttur Íslands virðist hafa reynt á síðustu árum að innleiða aðferðafræði réttarins í dómum sínum enda hefur íslenska ríkið margsinnis fengið á sig áfellisdóma í Strassborg vegna brota á 10. gr. mannréttindasáttmálans vegna skerðingar á tjáningarfrelsi fjölmiðla. Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild HÍ segir að líkur séu á því að brotið sé gegn 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu í ljósi þess að lagt sé algjört fyrirfram bann við frekari umfjöllun um fjármál forsætisráðherra með úrskurði Sýslumannsins í Reykjavík um lögbann.Vísir/Fréttir Stöðvar 2Mjög mikið þarf að koma til Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands segir að mjög mikið þurfi að koma til svo að heimilt sé að leggja algjört fyrirfram bann við umfjöllun um fjármál forsætisráðherra í aðdraganda kosninga. „Að því marki sem að lögbannið takmarkar umfjöllun um málefni forsætisráðherra og valdamanna í aðdraganda kosninga þá tel ég líklegt að það yrði ekki talið standast,“ segir Eiríkur. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir klárt að upplýsingar sem birtar hafi verið í umfjöllun Stundarinnar eigi brýnt erindi við almenning.Vísir/ÞÞRagnar Aðalsteinsson hæstiréttarlögmaður segir klárt að upplýsingar sem birtar hafi verið í umfjöllun Stundarinnar eigi brýnt erindi við almenning. Ragnar er einn eigenda Réttar sem gætt hefur hagsmuna blaðsins í þessu máli. „Miðað við þær upplýsingar sem hafa verið birtar fram að þessu þá er augljóst að þær eiga erindi við almenning í landinu og það var hreint og beint skylda fjölmiðilsins að birta þessar upplýsingar úr því að hann fékk þær í hendur. Það kunna að vegast á þarna sérstök sjónarmið um friðhelgi einkalífsins en þarna trompar tjáningarfrelsið og sérstaklega réttur fjölmiðla þau réttindi vegna þess að um er að ræða opinberar persónur og vegna þess að um er að ræða eitthvað sem skiptir verulegu máli í þjóðfélagsumræðunni,“ segir Ragnar. „Erum í siðferðislegri valkreppu“ Jón Trausti Reynisson ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef það virði ekki lögbannið. „Umfjöllun Stundarinnar er núna komin í bið og það lítur allt út fyrir að hún verði þannig framyfir kosningar. Okkur er lagalega óheimilt að fjalla um málið, sama hversu mikilvægt okkur kann að þykja að koma því á framfæri við almenning. Við erum í siðferðislegri valkreppu,“ segir Jón Trausti. Hún felist í því að virða lögbannið eða miðla upplýsingum sem eiga erindi við almenning og taka afleiðingum þess. Glitnir Holdco hefur eina viku til þess að höfða staðfestingarmál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna lögbannsins. Þær upplýsingar fengust hjá Glitni Holdco í dag að slíkt mál yrði höfðað innan frestsins. Ljóst er að niðurstaðan úr því máli mun ekki liggja fyrir fyrr en að loknum kosningum 28. október. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. Ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík um að verða að hluta við kröfu Glitnis Holdco ehf. um lögbann á fréttaumfjöllun Stundarinnar er umdeild. Í lögbannsbeiðninni er vísað til ákvæðis um bankaleynd í lögum um fjármálafyrirtæki og er vísað til þess að Stundin hafi boðað frekari umfjöllun byggt á stolnum gögnum sem enginn vafi leiki á að komi frá Glitni. Stjórnendur Glitnis Holdco báðust undan viðtali en sögðu að megintilgangur lögbannsins hafi verið að verja hagsmuni þúsunda viðskiptavina gamla Glitnis. Í málinu vegast á hagsmunir Glitnis Holdco og þeirra sem upplýsingarnar ná til og hins vegar réttar Stundarinnar til að segja fréttir og þar með réttur almennings til að fá þessar fréttir. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur margsinnis komist að þeirri niðurstöðu í dómum fjölmiðlar gegni hlutverki varðhunda almennings (e. public watchdog) og að einungis sé hægt að takmarka tjáningarfrelsi fjölmiðla ef takmörkunin sé nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Hæstiréttur Íslands virðist hafa reynt á síðustu árum að innleiða aðferðafræði réttarins í dómum sínum enda hefur íslenska ríkið margsinnis fengið á sig áfellisdóma í Strassborg vegna brota á 10. gr. mannréttindasáttmálans vegna skerðingar á tjáningarfrelsi fjölmiðla. Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild HÍ segir að líkur séu á því að brotið sé gegn 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu í ljósi þess að lagt sé algjört fyrirfram bann við frekari umfjöllun um fjármál forsætisráðherra með úrskurði Sýslumannsins í Reykjavík um lögbann.Vísir/Fréttir Stöðvar 2Mjög mikið þarf að koma til Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands segir að mjög mikið þurfi að koma til svo að heimilt sé að leggja algjört fyrirfram bann við umfjöllun um fjármál forsætisráðherra í aðdraganda kosninga. „Að því marki sem að lögbannið takmarkar umfjöllun um málefni forsætisráðherra og valdamanna í aðdraganda kosninga þá tel ég líklegt að það yrði ekki talið standast,“ segir Eiríkur. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir klárt að upplýsingar sem birtar hafi verið í umfjöllun Stundarinnar eigi brýnt erindi við almenning.Vísir/ÞÞRagnar Aðalsteinsson hæstiréttarlögmaður segir klárt að upplýsingar sem birtar hafi verið í umfjöllun Stundarinnar eigi brýnt erindi við almenning. Ragnar er einn eigenda Réttar sem gætt hefur hagsmuna blaðsins í þessu máli. „Miðað við þær upplýsingar sem hafa verið birtar fram að þessu þá er augljóst að þær eiga erindi við almenning í landinu og það var hreint og beint skylda fjölmiðilsins að birta þessar upplýsingar úr því að hann fékk þær í hendur. Það kunna að vegast á þarna sérstök sjónarmið um friðhelgi einkalífsins en þarna trompar tjáningarfrelsið og sérstaklega réttur fjölmiðla þau réttindi vegna þess að um er að ræða opinberar persónur og vegna þess að um er að ræða eitthvað sem skiptir verulegu máli í þjóðfélagsumræðunni,“ segir Ragnar. „Erum í siðferðislegri valkreppu“ Jón Trausti Reynisson ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef það virði ekki lögbannið. „Umfjöllun Stundarinnar er núna komin í bið og það lítur allt út fyrir að hún verði þannig framyfir kosningar. Okkur er lagalega óheimilt að fjalla um málið, sama hversu mikilvægt okkur kann að þykja að koma því á framfæri við almenning. Við erum í siðferðislegri valkreppu,“ segir Jón Trausti. Hún felist í því að virða lögbannið eða miðla upplýsingum sem eiga erindi við almenning og taka afleiðingum þess. Glitnir Holdco hefur eina viku til þess að höfða staðfestingarmál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna lögbannsins. Þær upplýsingar fengust hjá Glitni Holdco í dag að slíkt mál yrði höfðað innan frestsins. Ljóst er að niðurstaðan úr því máli mun ekki liggja fyrir fyrr en að loknum kosningum 28. október.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira