Segir lendingu Primera Air í Alicante hafa verið svakalega: „Ég hef aldrei lent í öðru eins“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. október 2017 16:59 Mynd sem Sturla tók af viðbúnaðinum á Alicante-flugvelli fyrr í dag. Sturla Helgi Magnússon Rúmlega 200 Íslendingar bíða nú á Alicante-flugvelli á Spáni eftir því að komast heim til Íslands. Farþegarnir áttu bókað far með áætlunarflugi Primera Air í dag. Klukkan tvö fór farþegaþota flugfélagsins frá Alicante-velli en skömmu eftir flugtak var tilkynnt að viðvörunarljós hefði kviknað sem gæfi til kynna bilun í öðrum hreyfli þotunnar. Sturla Helgi Magnússon er einn af þessum farþegum en hann segist hafa orðið var við það þegar allur kraftur fór úr öðrum hreyflinum. Flugstjóri þotunnar hafi tilkynnt farþegum að snúa þyrfti við og lenda aftur á Alicante-flugvelli. Mikill viðbúnaður var á vellinum þar sem um svokallaða öryggislendingu var að ræða og biðu slökkviliðsmenn eftir þotunni.Viftur voru notaðar til að kæla bremsurnar eftir lendingu.Sturla Helgi Magnússon„Hún var svakaleg,“ segir Sturla um lendinguna. „Hún var ekki harkaleg en alveg ofboðslega hröð. Ég hef aldrei lent í öðru eins. Það var eins og þeir gætu ekki notað mótorbremsur eða neitt.“ Slökkviliðsmennirnir voru með viftur til taks þegar þotunni hafði verið lent til að kæla niður bremsur hennar. Flugvélin lenti á Alicante-flugvelli klukkan 15.30 að staðartíma þar sem farþegarnir fengu afhenta inneign upp á 15 evrur, eða rúmlega 1.800 íslenskar krónur, sem þeir geta nýtt á flugstöðinni.Farþegar á Alicante-flugvelli.Sturla Helgi MagnússonPrimera Air hefur sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að ákveðið hefur verið að senda aðra farþegaþotu til Spánar til að sækja farþegana. Verður farþegunum ekið aftur til Alicante þar sem þeim verður boðin gistin á hóteli ásamt kvöldverði. Áætlað er að farþegar fljúgi aftur til Keflavíkur klukkan 05:00 að staðartíma á morgun.Tilkynning Primera Air vegna málsins: Ákveðið hefur verið að senda aðra flugvél til Alicante á Spáni til að sækja farþega Primera Air sem voru um borð í vél með flugnúmerið 6F108, en henni var snúið til baka til flugvallar skömmu eftir flugtak um miðjan dag í dag. Viðvörunarljós sem kviknuðu bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar og í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante. Flugvélin lenti kl 15:30 að staðartíma í Alicante. Tæknimenn skoðuðu vélina og hafa nú staðfest bilun í hreyflinum. Óskað hefur verið eftir varahlutum til viðgerða en um er að ræða olíusíu í vinstri hreyfli. Hins vegar er ljóst að viðgerð muni ekki ljúka áður en kemur til lögbundins hvíldartíma áhafnar og því hefur verið ákveðið að senda aðra flugvél til að sækja farþega. Farþegum flugvélarinnar verður nú ekið aftur til Alicante þar sem þeim er boðin gisting á hóteli ásamt kvöldverði. Áætlað er að farþegar fljúgi til Keflavíkur kl. 05:00 að staðartíma. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þotu Primera Air lent aftur með hraði skömmu eftir flugtak á Alicante Farþegar margir hverjir Íslendingar sem heyrðu háan smell skömmu áður en þotunni var snúið við. 17. október 2017 14:51 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Rúmlega 200 Íslendingar bíða nú á Alicante-flugvelli á Spáni eftir því að komast heim til Íslands. Farþegarnir áttu bókað far með áætlunarflugi Primera Air í dag. Klukkan tvö fór farþegaþota flugfélagsins frá Alicante-velli en skömmu eftir flugtak var tilkynnt að viðvörunarljós hefði kviknað sem gæfi til kynna bilun í öðrum hreyfli þotunnar. Sturla Helgi Magnússon er einn af þessum farþegum en hann segist hafa orðið var við það þegar allur kraftur fór úr öðrum hreyflinum. Flugstjóri þotunnar hafi tilkynnt farþegum að snúa þyrfti við og lenda aftur á Alicante-flugvelli. Mikill viðbúnaður var á vellinum þar sem um svokallaða öryggislendingu var að ræða og biðu slökkviliðsmenn eftir þotunni.Viftur voru notaðar til að kæla bremsurnar eftir lendingu.Sturla Helgi Magnússon„Hún var svakaleg,“ segir Sturla um lendinguna. „Hún var ekki harkaleg en alveg ofboðslega hröð. Ég hef aldrei lent í öðru eins. Það var eins og þeir gætu ekki notað mótorbremsur eða neitt.“ Slökkviliðsmennirnir voru með viftur til taks þegar þotunni hafði verið lent til að kæla niður bremsur hennar. Flugvélin lenti á Alicante-flugvelli klukkan 15.30 að staðartíma þar sem farþegarnir fengu afhenta inneign upp á 15 evrur, eða rúmlega 1.800 íslenskar krónur, sem þeir geta nýtt á flugstöðinni.Farþegar á Alicante-flugvelli.Sturla Helgi MagnússonPrimera Air hefur sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að ákveðið hefur verið að senda aðra farþegaþotu til Spánar til að sækja farþegana. Verður farþegunum ekið aftur til Alicante þar sem þeim verður boðin gistin á hóteli ásamt kvöldverði. Áætlað er að farþegar fljúgi aftur til Keflavíkur klukkan 05:00 að staðartíma á morgun.Tilkynning Primera Air vegna málsins: Ákveðið hefur verið að senda aðra flugvél til Alicante á Spáni til að sækja farþega Primera Air sem voru um borð í vél með flugnúmerið 6F108, en henni var snúið til baka til flugvallar skömmu eftir flugtak um miðjan dag í dag. Viðvörunarljós sem kviknuðu bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar og í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante. Flugvélin lenti kl 15:30 að staðartíma í Alicante. Tæknimenn skoðuðu vélina og hafa nú staðfest bilun í hreyflinum. Óskað hefur verið eftir varahlutum til viðgerða en um er að ræða olíusíu í vinstri hreyfli. Hins vegar er ljóst að viðgerð muni ekki ljúka áður en kemur til lögbundins hvíldartíma áhafnar og því hefur verið ákveðið að senda aðra flugvél til að sækja farþega. Farþegum flugvélarinnar verður nú ekið aftur til Alicante þar sem þeim er boðin gisting á hóteli ásamt kvöldverði. Áætlað er að farþegar fljúgi til Keflavíkur kl. 05:00 að staðartíma.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þotu Primera Air lent aftur með hraði skömmu eftir flugtak á Alicante Farþegar margir hverjir Íslendingar sem heyrðu háan smell skömmu áður en þotunni var snúið við. 17. október 2017 14:51 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Þotu Primera Air lent aftur með hraði skömmu eftir flugtak á Alicante Farþegar margir hverjir Íslendingar sem heyrðu háan smell skömmu áður en þotunni var snúið við. 17. október 2017 14:51