Tryggjum menntun – treystum velferð Jón Atli Benediktsson skrifar 18. október 2017 07:00 Verðmætasköpun og velferð hvers samfélags byggist á menntun og rannsóknum og þeirri nýsköpun sem af þeim leiðir. Ísland er þar engin undantekning. Þjóðin vill að fjárfest sé í menntun sem skilar sér í vandaðri þjónustu og fjölbreyttu atvinnulífi, samfélaginu öllu til heilla. Öflugir háskólar eru forsenda þess að byggja megi upp þekkingarsamfélag þar sem menntun, rannsóknir og nýsköpun skapa órofa heild. Háskóli Íslands hefur verið mótandi afl í íslensku samfélagi í meira en heila öld. Hann hefur menntað fólk til áhrifa á öllum sviðum atvinnu- og þjóðlífs og þannig verið undirstaða framsækins atvinnulífs og farsæls samfélags. Þegar grannt er skoðað má sjá að áhrif af starfsemi skólans á íslenskt samfélag eru alltumlykjandi. Þau hefjast við fæðingu barna okkar og fylgja þeim í gegnum leik-, grunn- og framhaldsskólana og til viðbótar í námi á háskólastigi og í sérhæfingu í framhaldi þess. Áhrifanna gætir ekki síður í gegnum atvinnulífið, aðgengi okkar að heilbrigðisþjónustu, í öryggisneti löggæslunnar, lystisemdum menningarinnar og áfram mætti lengi telja. Öflugt háskólastarf á Íslandi skiptir okkur öll máli til að tryggja að Ísland sé aðlaðandi staður til að búa á til framtíðar. Árangur Háskóla Íslands stendur og fellur með faglegum metnaði annars vegar og fjárfestingu stjórnvalda hins vegar. Um hið fyrra þarf ekki að fjölyrða, hvorki hjá nemendum né kennurum. Háskólinn hefur á alþjóðlegan mælikvarða náð frábærum árangri sem er m.a. mældur í áhrifum þeirra rannsókna sem stundaðar eru við skólann og í margþættu framlagi hans til framfara jafnt innanlands sem utan. Hvað fjármögnun varðar er Háskóli Íslands upp á forgangsröðun stjórnvalda kominn. Vandséð er hvar hægt er að festa fé í meiri verðmætum en menntun og rannsóknum en það er óneitanlega langur vegur frá því að framlög til háskólamenntunar á Íslandi standist samanburð við það sem tíðkast hjá nágrannaþjóðum okkar. Háskóli Íslands hefur á undanförnum áratugum haslað sér völl sem alþjóðlegur rannsóknarháskóli á heimsmælikvarða. Það kallar bæði á elju og árvekni að halda sér í þeirri úrvalsdeild og til þess þarf stuðning og hvatningu frá samfélaginu og stjórnvöldum. Samofnir þættir menntunar, rannsókna og nýsköpunar eru um allan heim viðurkenndir sem drifkraftur verðmætasköpunar og velferðar. Þeir eru í raun fjöregg þess samfélags sem allir Íslendingar vilja byggja. Þess vegna skora ég á alla frambjóðendur að tala um mikilvægi menntunar í aðdraganda kosninga og tryggja að forgangsraðað sé í þágu öflugs háskólakerfis að þeim loknum. Höfundur er rektor Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Atli Benediktsson Kosningar 2017 Skóla - og menntamál Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Verðmætasköpun og velferð hvers samfélags byggist á menntun og rannsóknum og þeirri nýsköpun sem af þeim leiðir. Ísland er þar engin undantekning. Þjóðin vill að fjárfest sé í menntun sem skilar sér í vandaðri þjónustu og fjölbreyttu atvinnulífi, samfélaginu öllu til heilla. Öflugir háskólar eru forsenda þess að byggja megi upp þekkingarsamfélag þar sem menntun, rannsóknir og nýsköpun skapa órofa heild. Háskóli Íslands hefur verið mótandi afl í íslensku samfélagi í meira en heila öld. Hann hefur menntað fólk til áhrifa á öllum sviðum atvinnu- og þjóðlífs og þannig verið undirstaða framsækins atvinnulífs og farsæls samfélags. Þegar grannt er skoðað má sjá að áhrif af starfsemi skólans á íslenskt samfélag eru alltumlykjandi. Þau hefjast við fæðingu barna okkar og fylgja þeim í gegnum leik-, grunn- og framhaldsskólana og til viðbótar í námi á háskólastigi og í sérhæfingu í framhaldi þess. Áhrifanna gætir ekki síður í gegnum atvinnulífið, aðgengi okkar að heilbrigðisþjónustu, í öryggisneti löggæslunnar, lystisemdum menningarinnar og áfram mætti lengi telja. Öflugt háskólastarf á Íslandi skiptir okkur öll máli til að tryggja að Ísland sé aðlaðandi staður til að búa á til framtíðar. Árangur Háskóla Íslands stendur og fellur með faglegum metnaði annars vegar og fjárfestingu stjórnvalda hins vegar. Um hið fyrra þarf ekki að fjölyrða, hvorki hjá nemendum né kennurum. Háskólinn hefur á alþjóðlegan mælikvarða náð frábærum árangri sem er m.a. mældur í áhrifum þeirra rannsókna sem stundaðar eru við skólann og í margþættu framlagi hans til framfara jafnt innanlands sem utan. Hvað fjármögnun varðar er Háskóli Íslands upp á forgangsröðun stjórnvalda kominn. Vandséð er hvar hægt er að festa fé í meiri verðmætum en menntun og rannsóknum en það er óneitanlega langur vegur frá því að framlög til háskólamenntunar á Íslandi standist samanburð við það sem tíðkast hjá nágrannaþjóðum okkar. Háskóli Íslands hefur á undanförnum áratugum haslað sér völl sem alþjóðlegur rannsóknarháskóli á heimsmælikvarða. Það kallar bæði á elju og árvekni að halda sér í þeirri úrvalsdeild og til þess þarf stuðning og hvatningu frá samfélaginu og stjórnvöldum. Samofnir þættir menntunar, rannsókna og nýsköpunar eru um allan heim viðurkenndir sem drifkraftur verðmætasköpunar og velferðar. Þeir eru í raun fjöregg þess samfélags sem allir Íslendingar vilja byggja. Þess vegna skora ég á alla frambjóðendur að tala um mikilvægi menntunar í aðdraganda kosninga og tryggja að forgangsraðað sé í þágu öflugs háskólakerfis að þeim loknum. Höfundur er rektor Háskóla Íslands.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun