Formaður Gagnsæis um lögbannið á Stundina: „Gríðarlega mikið inngrip í frjálsa umræðu á viðkvæmum tímum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. október 2017 08:52 Jón Ólafsson er heimspekingur og formaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu. Jón Ólafsson, heimspekingur og formaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu, segir að augljósir almannahagsmunir séu fólgnir í því að Stundin geti áfram flutt fréttir sem byggðar eru á gögnum úr Glitni. Undanfarið hefur fjölmiðillinn birt fjölda frétta byggða á gögnum sem fjalla um Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, og viðskiptasögu hans og fjölskyldu en í gær féllst Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu á lögbannskröfu Glitnis HoldCo., eignarhaldsfélags Glitnis, sem felur í sér að Stundin megi ekki flytja frekari fréttir byggðar á gögnunum. Gagnsæi sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem lögbannið var fordæmt. Sagði þar meðal annars að frjáls fjölmiðlun væri hornsteinn hvers lýðræðissamfélags og nauðsynleg vörn við spillingu. Jón ræddi lögbannið í Bítinu í morgun. „Þegar svona mál eru metin er spurningin alltaf um hagsmuni og tjón. Í þessu tilfelli eru augljósir almannahagsmunir fólgnir í því að þessi umfjöllun eigi sér stað. Það sem við sjáum einfaldlega ekki er að það sé bent á aðra mikilvægari eða ríkari hagsmuni sem réttlæta lögbann,“ sagði Jón. Hann sagði að ef grunur léki á að fjölmiðlar eða aðrir væru að brjóta lög með því að nota stolin gögn eða taka við stolnum gögnum þá væri eðlilegt að dómstólar fjölluðu um það. Lögbannið væri hins vegar freklegt inngrip í opinbera umræðu. „En lögbannið er svo freklegt inngrip í opinbera umræðu að það þarf gríðarlega miklar og skýrar réttlætingar fyrir því að gera það. Ástæðan fyrir því að við fjölluðum um þetta mál strax í gærkvöldi þegar þetta kom upp er einfaldlega sú að þetta er svo gríðarlega mikið inngrip í frjálsa umræðu á viðkvæmum tímum, rétt fyrir kosningar og okkur finnst einfaldlega sýslumannsembættið misstigið sig hrapalega.“ Jón var spurður hvort ekki ætti einfaldlega að opna alla reikninga hjá öllum formönnum stjórnmálaflokka á Íslandi fimm eða tíu ár aftur í tímann. „Það er eitt af því sem við höfum bent á og er hluti af áskorun okkar til flokkanna núna fyrir kosningarnar að hagsmunaskráning þingmanna og ráðherra sé miklu ítarlegri og nákvæmari en nú er. Ég myndi ekki orða það þannig að það ætti að opna alla reikninga allra. Hins vegar þá þarf að gera miklu ríkari kröfur heldur en nú er að þeir sem eru kjörnir fulltrúar eða taka við mikilvægum pólitískum embættum að þeir gefi upplýsingar,“ sagði Jón en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Jón Ólafsson, heimspekingur og formaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu, segir að augljósir almannahagsmunir séu fólgnir í því að Stundin geti áfram flutt fréttir sem byggðar eru á gögnum úr Glitni. Undanfarið hefur fjölmiðillinn birt fjölda frétta byggða á gögnum sem fjalla um Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, og viðskiptasögu hans og fjölskyldu en í gær féllst Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu á lögbannskröfu Glitnis HoldCo., eignarhaldsfélags Glitnis, sem felur í sér að Stundin megi ekki flytja frekari fréttir byggðar á gögnunum. Gagnsæi sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem lögbannið var fordæmt. Sagði þar meðal annars að frjáls fjölmiðlun væri hornsteinn hvers lýðræðissamfélags og nauðsynleg vörn við spillingu. Jón ræddi lögbannið í Bítinu í morgun. „Þegar svona mál eru metin er spurningin alltaf um hagsmuni og tjón. Í þessu tilfelli eru augljósir almannahagsmunir fólgnir í því að þessi umfjöllun eigi sér stað. Það sem við sjáum einfaldlega ekki er að það sé bent á aðra mikilvægari eða ríkari hagsmuni sem réttlæta lögbann,“ sagði Jón. Hann sagði að ef grunur léki á að fjölmiðlar eða aðrir væru að brjóta lög með því að nota stolin gögn eða taka við stolnum gögnum þá væri eðlilegt að dómstólar fjölluðu um það. Lögbannið væri hins vegar freklegt inngrip í opinbera umræðu. „En lögbannið er svo freklegt inngrip í opinbera umræðu að það þarf gríðarlega miklar og skýrar réttlætingar fyrir því að gera það. Ástæðan fyrir því að við fjölluðum um þetta mál strax í gærkvöldi þegar þetta kom upp er einfaldlega sú að þetta er svo gríðarlega mikið inngrip í frjálsa umræðu á viðkvæmum tímum, rétt fyrir kosningar og okkur finnst einfaldlega sýslumannsembættið misstigið sig hrapalega.“ Jón var spurður hvort ekki ætti einfaldlega að opna alla reikninga hjá öllum formönnum stjórnmálaflokka á Íslandi fimm eða tíu ár aftur í tímann. „Það er eitt af því sem við höfum bent á og er hluti af áskorun okkar til flokkanna núna fyrir kosningarnar að hagsmunaskráning þingmanna og ráðherra sé miklu ítarlegri og nákvæmari en nú er. Ég myndi ekki orða það þannig að það ætti að opna alla reikninga allra. Hins vegar þá þarf að gera miklu ríkari kröfur heldur en nú er að þeir sem eru kjörnir fulltrúar eða taka við mikilvægum pólitískum embættum að þeir gefi upplýsingar,“ sagði Jón en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00
Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48
„Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03