Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2017 20:49 Valdís Gunnarsdóttir í Búðardal, formaður ferðamálanefndar Dalabyggðar. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Vegurinn um Fellsströnd og Skarðsströnd, hinn 84 kílómetra langi Klofningshringur, er nánast einn samfelldur malarvegur. Frá veginum um Fellsströnd. Þar er 84 kílómetra langur malarvegur fyrir Klofning og um Skarðsströnd.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Samgöngur eru ekki góðar hérna. Við höfum hér strandahringinn, það er malarvegur alla leið,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, bóndi í Ásgarði og formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu. Sama staðan er á Skógarstrandarvegi; 58 kílómetrar milli Stykkishólms og Búðardals eru malarvegur. „Núna er gríðarlegur ferðamannastraumur orðinn um Snæfellsnesið. En það er bara slóði á milli okkar, Skógarstrandarvegurinn,“ segir Valdís Gunnarsdóttir, formaður ferðamálanefndar Dalabyggðar og fulltrúi í sveitarstjórn. Dalirnir eru það hérað landsins sem á einna mest undir sauðfjárbúskap, sem stendur nú í mikilli varnarbaráttu.Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það hefur verið talað um það að við eigum að fara út í ferðaþjónustu. Ég hef alveg trú á því að ferðaþjónusta eigi eftir að byggjast upp hérna. En við erum bara ennþá óþekkt stærð og straumurinn liggur ekki hingað,“ segir Eyjólfur. -En er vegakerfið að hamla ferðaþjónustu? „Bara alveg tvímælalaust. Það er ekki spurning. Fólk setur það fyrir sig að fara um malarvegi,“ svarar Valdís. Ekið inn í Búðardal eftir þjóðvegi 60. Glöggt má sjá á bílum hverjir hafa verið að aka eftir malarvegi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir utan lítilsháttar fjárveitingu til Skógarstrandarvegar á samgönguáætlun sjá Dalamenn ekki fram á að malarköflunum fækki að neinu ráði á næstu árum. Þeir segjast búa við eitt hæsta hlutfall malarvega á landinu. „Yfir sjötíu prósent vega í Dölum eru malarvegir,“ segir Valdís. Eyjólfur í Ásgarði kallar eftir vel ígrundaðri byggðastefnu. „Það þarf að koma meira til frá stjórnvöldum; alvöru byggðastefna. Hún hefur aldrei verið til. Menn kannski kokka eitthvað upp núna í október í aðdraganda kosninga til þess að veiða atkvæði. En það gerist síðan ekki neitt. Menn hafa aldrei gert neitt þegar kemur að byggðastefnu,“ segir formaður Félags sauðfjárbænda í Dölum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hótel rís á jörð Bjarna frá Vogi Fyrsta hótelið í sögu Fellsstrandar í Dalasýslu hefur hafið rekstur. Fjósi var breytt í gistiherbergi og hlaðan varð að stórum veitingasal. Jörðin Vogur á Fellsströnd er þekktust fyrir Bjarna frá Vogi, alþingismann og rithöfund, sem kenndi sig við hana, og þar er minning hans varðveitt. Bjarni var kunnur fyrir vindla sem hann flutti inn og fyrir nýyrðasmíð; orðið knattspyrna er til dæmis frá honum komið. Gamli bær Bjarna var í fjöruborðinu, ný bæjarhús risu síðar fjær sjónum en þegar hefðbundinn kúabúskapur lagðist af fyrir áratug eignuðust hjónin Guðmundur Halldórsson og Sólveig Hauksdóttir jörðina. Í fyrra hófu þau að breyta útihúsunum í veitinga- og gistihús, sem þau opnuðu um síðustu jól, undir heitinu Vogur sveitasetur. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Guðmundur viðtökurnar ótrúlega góðar. Fram til þessa hafi gestirnir þó fyrst og fremst útlendingar, Íslendingar viti ekki af þessu, en hann kveðst fyrst og fremst markaðssetja gistinguna á netinu. Þau ákváðu strax að að hafa aðstöðuna veglega, átján gistiherbergi eru rúmgóð og öll með baði, þarna eru heitur pottur og gufubað, og í veitingasal er hægt að þjóna sjötíu manns til borðs. Guðmundur vonast til að uppbyggingin efli byggð á svæðinu. Þar hafi verið mikið undanhald síðustu ár og engin nýsköpun verið í gangi. Dæmi um viðsnúning er að kokkurinn og hans kona séu flutt úr Reykjavík og sest að í sveitinni. Guðmundur segist eiga eftir að koma staðnum á kortið. Fæstir Íslendingar hafi heyrt um Fellsströnd, þótt þarna séu Breiðafjarðareyjar við þröskuldinn. 11. maí 2013 19:05 Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Þurfum léttruglað fólk til að taka við Staðarfelli SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. 28. september 2017 11:34 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Vegurinn um Fellsströnd og Skarðsströnd, hinn 84 kílómetra langi Klofningshringur, er nánast einn samfelldur malarvegur. Frá veginum um Fellsströnd. Þar er 84 kílómetra langur malarvegur fyrir Klofning og um Skarðsströnd.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Samgöngur eru ekki góðar hérna. Við höfum hér strandahringinn, það er malarvegur alla leið,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, bóndi í Ásgarði og formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu. Sama staðan er á Skógarstrandarvegi; 58 kílómetrar milli Stykkishólms og Búðardals eru malarvegur. „Núna er gríðarlegur ferðamannastraumur orðinn um Snæfellsnesið. En það er bara slóði á milli okkar, Skógarstrandarvegurinn,“ segir Valdís Gunnarsdóttir, formaður ferðamálanefndar Dalabyggðar og fulltrúi í sveitarstjórn. Dalirnir eru það hérað landsins sem á einna mest undir sauðfjárbúskap, sem stendur nú í mikilli varnarbaráttu.Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það hefur verið talað um það að við eigum að fara út í ferðaþjónustu. Ég hef alveg trú á því að ferðaþjónusta eigi eftir að byggjast upp hérna. En við erum bara ennþá óþekkt stærð og straumurinn liggur ekki hingað,“ segir Eyjólfur. -En er vegakerfið að hamla ferðaþjónustu? „Bara alveg tvímælalaust. Það er ekki spurning. Fólk setur það fyrir sig að fara um malarvegi,“ svarar Valdís. Ekið inn í Búðardal eftir þjóðvegi 60. Glöggt má sjá á bílum hverjir hafa verið að aka eftir malarvegi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir utan lítilsháttar fjárveitingu til Skógarstrandarvegar á samgönguáætlun sjá Dalamenn ekki fram á að malarköflunum fækki að neinu ráði á næstu árum. Þeir segjast búa við eitt hæsta hlutfall malarvega á landinu. „Yfir sjötíu prósent vega í Dölum eru malarvegir,“ segir Valdís. Eyjólfur í Ásgarði kallar eftir vel ígrundaðri byggðastefnu. „Það þarf að koma meira til frá stjórnvöldum; alvöru byggðastefna. Hún hefur aldrei verið til. Menn kannski kokka eitthvað upp núna í október í aðdraganda kosninga til þess að veiða atkvæði. En það gerist síðan ekki neitt. Menn hafa aldrei gert neitt þegar kemur að byggðastefnu,“ segir formaður Félags sauðfjárbænda í Dölum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hótel rís á jörð Bjarna frá Vogi Fyrsta hótelið í sögu Fellsstrandar í Dalasýslu hefur hafið rekstur. Fjósi var breytt í gistiherbergi og hlaðan varð að stórum veitingasal. Jörðin Vogur á Fellsströnd er þekktust fyrir Bjarna frá Vogi, alþingismann og rithöfund, sem kenndi sig við hana, og þar er minning hans varðveitt. Bjarni var kunnur fyrir vindla sem hann flutti inn og fyrir nýyrðasmíð; orðið knattspyrna er til dæmis frá honum komið. Gamli bær Bjarna var í fjöruborðinu, ný bæjarhús risu síðar fjær sjónum en þegar hefðbundinn kúabúskapur lagðist af fyrir áratug eignuðust hjónin Guðmundur Halldórsson og Sólveig Hauksdóttir jörðina. Í fyrra hófu þau að breyta útihúsunum í veitinga- og gistihús, sem þau opnuðu um síðustu jól, undir heitinu Vogur sveitasetur. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Guðmundur viðtökurnar ótrúlega góðar. Fram til þessa hafi gestirnir þó fyrst og fremst útlendingar, Íslendingar viti ekki af þessu, en hann kveðst fyrst og fremst markaðssetja gistinguna á netinu. Þau ákváðu strax að að hafa aðstöðuna veglega, átján gistiherbergi eru rúmgóð og öll með baði, þarna eru heitur pottur og gufubað, og í veitingasal er hægt að þjóna sjötíu manns til borðs. Guðmundur vonast til að uppbyggingin efli byggð á svæðinu. Þar hafi verið mikið undanhald síðustu ár og engin nýsköpun verið í gangi. Dæmi um viðsnúning er að kokkurinn og hans kona séu flutt úr Reykjavík og sest að í sveitinni. Guðmundur segist eiga eftir að koma staðnum á kortið. Fæstir Íslendingar hafi heyrt um Fellsströnd, þótt þarna séu Breiðafjarðareyjar við þröskuldinn. 11. maí 2013 19:05 Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Þurfum léttruglað fólk til að taka við Staðarfelli SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. 28. september 2017 11:34 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Hótel rís á jörð Bjarna frá Vogi Fyrsta hótelið í sögu Fellsstrandar í Dalasýslu hefur hafið rekstur. Fjósi var breytt í gistiherbergi og hlaðan varð að stórum veitingasal. Jörðin Vogur á Fellsströnd er þekktust fyrir Bjarna frá Vogi, alþingismann og rithöfund, sem kenndi sig við hana, og þar er minning hans varðveitt. Bjarni var kunnur fyrir vindla sem hann flutti inn og fyrir nýyrðasmíð; orðið knattspyrna er til dæmis frá honum komið. Gamli bær Bjarna var í fjöruborðinu, ný bæjarhús risu síðar fjær sjónum en þegar hefðbundinn kúabúskapur lagðist af fyrir áratug eignuðust hjónin Guðmundur Halldórsson og Sólveig Hauksdóttir jörðina. Í fyrra hófu þau að breyta útihúsunum í veitinga- og gistihús, sem þau opnuðu um síðustu jól, undir heitinu Vogur sveitasetur. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Guðmundur viðtökurnar ótrúlega góðar. Fram til þessa hafi gestirnir þó fyrst og fremst útlendingar, Íslendingar viti ekki af þessu, en hann kveðst fyrst og fremst markaðssetja gistinguna á netinu. Þau ákváðu strax að að hafa aðstöðuna veglega, átján gistiherbergi eru rúmgóð og öll með baði, þarna eru heitur pottur og gufubað, og í veitingasal er hægt að þjóna sjötíu manns til borðs. Guðmundur vonast til að uppbyggingin efli byggð á svæðinu. Þar hafi verið mikið undanhald síðustu ár og engin nýsköpun verið í gangi. Dæmi um viðsnúning er að kokkurinn og hans kona séu flutt úr Reykjavík og sest að í sveitinni. Guðmundur segist eiga eftir að koma staðnum á kortið. Fæstir Íslendingar hafi heyrt um Fellsströnd, þótt þarna séu Breiðafjarðareyjar við þröskuldinn. 11. maí 2013 19:05
Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55
Þurfum léttruglað fólk til að taka við Staðarfelli SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. 28. september 2017 11:34