Óska eftir fundi í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um lögbann Sýslumanns Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2017 20:36 Tveir flokkar ásamt nefndarmönnum úr Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd óska eftir fundi um lögbann Sýslumannsins í Reykjavík. vísir/anton brink Þingmenn Pírata og Vinstri Grænna auk nefndarmenn í Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd óska eftir fundi í Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd um lögbann Sýslumannsins í Reykjavík á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media. Vísað er til 15. greinar laga um þingsköp sem kveður á um að formanni nefndar sé skylt að boða til fundar berist ósk um það frá að minnsta kosti fjórðungi nefndarmanna og að taka skuli á dagskrá þau mál sem tilgreind eru. Píratar sendu frá sér fréttatilkynningu um lögbannið og fordæmdu gjörninginn.PíratarVísir greindi frá því fyrr í kvöld að Píratar fordæmdu lögbannið í yfirlýsingu. Í henni er þess krafist að þöggunartilburðum sem þessum linni. „Enn og aftur hefur Sýslumaðurinn í Reykjavík sett lögbann á starfsemi fjölmiðla í þeim tilgangi að koma í veg fyrir fréttaflutning sem er óheppilegur fyrir fjársterka aðila og fjármálafyrirtæki. Enn og aftur gerir hann það þrátt fyrir ítrekuð dómafordæmi Mannréttindadómstóls Evrópu og skýr fyrirmæli frá Evrópuráði, og frá Alþingi, um að ekki sé ásættanlegt að skerða tjáningarfrelsi með tálmunum á útgáfu nema í mjög afmörkuðum undantekningar tilfellum,“ segir í yfirlýsingunni. Píratar eru þeirrar skoðunar að almannahagsmunir vegi þyngra á vogarskálunum en bankaleynd í þessu tilfelli. Vakið er athygli á því að upplýsingar séu forsenda þess að einstaklingur geti borið ábyrgð og getu til að taka ákvarðanir. „Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í að tryggja að almenningur geti tekið upplýstar ákvarðanir.“ Píratar vara við afleiðingum þess að næra þöggunarsamfélagið. „Þegar ríkisvaldi er beitt til að hindra starfsemi fjölmiðla er verið að næra skuggahlið okkar samfélags með meiri þöggun. Það er ólíðandi,“ segir í yfirlýsingu Pírata. Mál sem þessi sé ástæðan fyrir því að Ísland hafi vikið úr fyrsta sæti á heimslistanum á World Press Freedom Index og vermi nú tíunda sætið. Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 Formaður Blaðamannafélagsins fordæmir lögbannið Blaðamannafélag Íslands og Píratar eru á meðal þeirra sem fordæmt hafa lögbannið. 16. október 2017 20:10 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Þingmenn Pírata og Vinstri Grænna auk nefndarmenn í Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd óska eftir fundi í Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd um lögbann Sýslumannsins í Reykjavík á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media. Vísað er til 15. greinar laga um þingsköp sem kveður á um að formanni nefndar sé skylt að boða til fundar berist ósk um það frá að minnsta kosti fjórðungi nefndarmanna og að taka skuli á dagskrá þau mál sem tilgreind eru. Píratar sendu frá sér fréttatilkynningu um lögbannið og fordæmdu gjörninginn.PíratarVísir greindi frá því fyrr í kvöld að Píratar fordæmdu lögbannið í yfirlýsingu. Í henni er þess krafist að þöggunartilburðum sem þessum linni. „Enn og aftur hefur Sýslumaðurinn í Reykjavík sett lögbann á starfsemi fjölmiðla í þeim tilgangi að koma í veg fyrir fréttaflutning sem er óheppilegur fyrir fjársterka aðila og fjármálafyrirtæki. Enn og aftur gerir hann það þrátt fyrir ítrekuð dómafordæmi Mannréttindadómstóls Evrópu og skýr fyrirmæli frá Evrópuráði, og frá Alþingi, um að ekki sé ásættanlegt að skerða tjáningarfrelsi með tálmunum á útgáfu nema í mjög afmörkuðum undantekningar tilfellum,“ segir í yfirlýsingunni. Píratar eru þeirrar skoðunar að almannahagsmunir vegi þyngra á vogarskálunum en bankaleynd í þessu tilfelli. Vakið er athygli á því að upplýsingar séu forsenda þess að einstaklingur geti borið ábyrgð og getu til að taka ákvarðanir. „Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í að tryggja að almenningur geti tekið upplýstar ákvarðanir.“ Píratar vara við afleiðingum þess að næra þöggunarsamfélagið. „Þegar ríkisvaldi er beitt til að hindra starfsemi fjölmiðla er verið að næra skuggahlið okkar samfélags með meiri þöggun. Það er ólíðandi,“ segir í yfirlýsingu Pírata. Mál sem þessi sé ástæðan fyrir því að Ísland hafi vikið úr fyrsta sæti á heimslistanum á World Press Freedom Index og vermi nú tíunda sætið.
Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 Formaður Blaðamannafélagsins fordæmir lögbannið Blaðamannafélag Íslands og Píratar eru á meðal þeirra sem fordæmt hafa lögbannið. 16. október 2017 20:10 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29
Formaður Blaðamannafélagsins fordæmir lögbannið Blaðamannafélag Íslands og Píratar eru á meðal þeirra sem fordæmt hafa lögbannið. 16. október 2017 20:10
„Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03