Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 27-27 | Frábær endurkoma Víkinga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2017 21:30 Aron Dagur sækir að marki Víkings í kvöld. vísir/anton Egidijus Mikalonis tryggði Víkingi stig gegn Stjörnunni, 27-27, í leik liðanna í Garðabænum í 6. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Stjörnumenn voru komnir í kjörstöðu til að vinna leikinn; þremur mörkum yfir, 26-23, þegar þrjár mínútur voru eftir. Þá fór Egidijus í gang og skoraði fjögur síðustu mörk Víkings, þ.á.m. jöfnunarmarkið á lokasekúndunum. Víkingar fengu því sitt annað stig á tímabilinu. Stjörnumenn eru hins vegar með sjö stig sem verður að teljast frekar rýr uppskera miðað við leikmannahópinn. Davíð Svansson, markvörður Víkings, var í aðalhlutverki í upphafi leiks. Hann varði 11 af fyrstu 17 skotum Stjörnumanna og var á köflum ósigrandi í markinu. En Víkingar nýttu sér þessa markvörslu ekki nógu vel til að ná afgerandi forskoti. Víglundur Jarl Þórsson kom Víkingi þremur mörkum yfir, 6-9, þegar níu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þessar síðustu níu mínútur unnu Stjörnumenn 5-0 og fóru því með tveggja marka forskot til búningsherbergja, 11-9. Jafnræði var með liðunum í upphafi seinni hálfleiks. Um miðbik hans náði Stjarnan svo undirtökunum og kom sér í dauðafæri til að vinna leikinn. Garðbæingar fóru hins vegar afar illa að ráði sínu á lokakaflanum og glutruðu forskotinu niður. Lokatölur 27-27.Af hverju varð jafntefli? Liðin skiptust á að vera með yfirhöndina í þessum sveiflukennda leik. Víkingar byrjuðu og enduðu betur og spiluðu heilt yfir mun betur en Stjörnumenn. Gestirnir úr Fossvoginum höfðu tapað síðustu fjórum leikjum sínum með samtals 33 mörkum en þrátt fyrir það var trúin á verkefninu í kvöld til staðar og Víkingarnir sýndu mikinn styrk með því að ná í stig. Miklu munaði um taktíska breytingu Gunnars Gunnarssonar, þjálfara Víkings, sem spilaði með sjö sóknarmenn á lokakaflanum. Það var sannarlega breyting til batnaðar og hún skilaði sér í góðri endurkomu.Þessir stóðu upp úr: Davíð var gjörsamlega geggjaður fyrstu 20 mínútur fyrri hálfleiks eins og áður sagði. Mikið mæddi á Egidijus í sókninni og hann skoraði 10 mörk, þar af fjögur síðustu mörk Víkings í leiknum. Birgir Már Birgisson átti einnig afar góðan leik í hægra horninu. Skemmtilegur leikmaður þar á ferð. Flestir leikmanna Stjörnunnar spiluðu undir pari í kvöld. Sveinbjörn var góður í fyrri hálfleik en slakur í þeim seinni. Gunnar Valdimar Johnsen átti kraftmikla innkomu í fyrri hálfleik og hefði að ósekju mátt spila meira. Leó Snær Pétursson komst einnig vel frá sínu sem og Hörður Kristinn Örvarsson sem skoraði þrjú mörk af línunni og var öflugur í vörninni.Hvað gekk illa? Stjörnumenn voru skelfilega slakir í upphafi leiks og gátu varla keypt sér mark. Það var ekki fyrr en Einar Jónsson skipti öllu byrjunarliðinu út af að hlutirnir fóru að ganga hjá Garðbæingum. Byrjunarlið Stjörnunnar mætti hins vegar til leiks í seinni hálfleiks á meðan leikmennirnir sem komu liðinu inn í leikinn sátu á bekknum. Eftir leikinn viðurkenndi Einar að það hefðu verið mistök. Þrátt fyrir lélega frammistöðu voru Stjörnumenn í dauðafæri til að klára leikinn og blanda sér fyrir alvöru í toppbaráttuna. Þeir létu það tækifæri sér hins vegar úr greipum ganga.Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leik á sunnudaginn kemur. Stjörnumenn sækja Fjölnismenn heim á meðan Víkingar fá Frammara í heimsókn.Úr leiknum í kvöld.vísir/antonEinar: Áttum að vera búnir að loka leiknum Það var heldur þungt yfir Einari Jónssyni, þjálfara Stjörnunnar, eftir að hans menn glutruðu unnum leik gegn Víkingi niður í jafntefli í kvöld. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði, það er bara svoleiðis,“ sagði Einar í samtali við Vísi eftir leik. Stjörnumenn virkuðu hálf andlausir og ekki tilbúnir í leikinn, á meðan Víkingarnir voru á fullu allan tímann. „Er þetta ekki bara vanmat? Við skiptum bara öllum út af eftir korter og þá fór þetta að ganga nokkuð vel. Mistökin voru að láta þessa menn ekki spila áfram. Ég tek það á mig,“ sagði Einar. „Ég held að það séu meiri gæði og karakter í hópnum en við sýndum í dag,“ bætti þjálfarinn við. Þrátt fyrir slaka spilamennsku voru Stjörnumenn í frábærri stöðu á lokakaflanum en þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum munaði þremur mörkum á liðunum. „Við áttum að vera búnir að loka leiknum. En þess í stað kemur panikk. Við hörfuðum og þeir fengu blóð á tennurnar,“ sagði Einar að endingu.Gunnar á hliðarlínunni í kvöld.vísir/antonGunnar: Þetta var örþrifaráð Gunnar Gunnarsson, þjálfari Víkings, gat leyft sér að brosa eftir að hans menn komu til baka og náðu í stig gegn Stjörnunni á útivelli. „Ég hefði verið ansi fúll ef við hefðum farið tómhentir héðan. Við byrjuðum mjög vel og Davíð [Svansson] varði frábærlega. Strákarnir voru flottir. Við spiluðum fína vörn og ágætan sóknarleik,“ sagði Gunnar eftir leikinn í kvöld. „Við vorum komnir í góða stöðu en ég tók leikhlé í stöðunni 6-9. Svo skoruðum við ekki meira í fyrri hálfleik. Ég tek það á mig. En það var ofboðslega sterkt hjá strákunum að koma til baka. Þeir sýndu úr hverju þeir eru gerðir.“ Gunnar bætti sjöunda sóknarmanninum við undir lokin og það borgaði sig. „Við vorum komnir í stopp í sókninni þannig að þetta var eiginlega örþrifaráð. Stundum tekst þetta og stundum ekki. En sem betur fer tókst þetta í kvöld,“ sagði Gunnar sem létti stórum þegar skot Egidijus Mikalonis lak inn fyrir marklínuna á lokasekúndunum. „Ég heyrði að boltinn small í stönginni og fór svo í Sveinbjörn [Pétursson] og inn. Strákarnir áttu þetta skilið. Þetta er búið að vera erfitt en þeir hafa lagt hart að sér,“ sagði Gunnar sem vonast eftir því fyrsti sigurinn líti dagsins ljós. „Það hlýtur að koma að því. Við höldum ótrauðir áfram og fyrsti sigurinn dettur inn ef menn halda áfram að leggja sig fram á æfingum og koma svona vel undirbúnir í leikina.“ Olís-deild karla
Egidijus Mikalonis tryggði Víkingi stig gegn Stjörnunni, 27-27, í leik liðanna í Garðabænum í 6. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Stjörnumenn voru komnir í kjörstöðu til að vinna leikinn; þremur mörkum yfir, 26-23, þegar þrjár mínútur voru eftir. Þá fór Egidijus í gang og skoraði fjögur síðustu mörk Víkings, þ.á.m. jöfnunarmarkið á lokasekúndunum. Víkingar fengu því sitt annað stig á tímabilinu. Stjörnumenn eru hins vegar með sjö stig sem verður að teljast frekar rýr uppskera miðað við leikmannahópinn. Davíð Svansson, markvörður Víkings, var í aðalhlutverki í upphafi leiks. Hann varði 11 af fyrstu 17 skotum Stjörnumanna og var á köflum ósigrandi í markinu. En Víkingar nýttu sér þessa markvörslu ekki nógu vel til að ná afgerandi forskoti. Víglundur Jarl Þórsson kom Víkingi þremur mörkum yfir, 6-9, þegar níu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þessar síðustu níu mínútur unnu Stjörnumenn 5-0 og fóru því með tveggja marka forskot til búningsherbergja, 11-9. Jafnræði var með liðunum í upphafi seinni hálfleiks. Um miðbik hans náði Stjarnan svo undirtökunum og kom sér í dauðafæri til að vinna leikinn. Garðbæingar fóru hins vegar afar illa að ráði sínu á lokakaflanum og glutruðu forskotinu niður. Lokatölur 27-27.Af hverju varð jafntefli? Liðin skiptust á að vera með yfirhöndina í þessum sveiflukennda leik. Víkingar byrjuðu og enduðu betur og spiluðu heilt yfir mun betur en Stjörnumenn. Gestirnir úr Fossvoginum höfðu tapað síðustu fjórum leikjum sínum með samtals 33 mörkum en þrátt fyrir það var trúin á verkefninu í kvöld til staðar og Víkingarnir sýndu mikinn styrk með því að ná í stig. Miklu munaði um taktíska breytingu Gunnars Gunnarssonar, þjálfara Víkings, sem spilaði með sjö sóknarmenn á lokakaflanum. Það var sannarlega breyting til batnaðar og hún skilaði sér í góðri endurkomu.Þessir stóðu upp úr: Davíð var gjörsamlega geggjaður fyrstu 20 mínútur fyrri hálfleiks eins og áður sagði. Mikið mæddi á Egidijus í sókninni og hann skoraði 10 mörk, þar af fjögur síðustu mörk Víkings í leiknum. Birgir Már Birgisson átti einnig afar góðan leik í hægra horninu. Skemmtilegur leikmaður þar á ferð. Flestir leikmanna Stjörnunnar spiluðu undir pari í kvöld. Sveinbjörn var góður í fyrri hálfleik en slakur í þeim seinni. Gunnar Valdimar Johnsen átti kraftmikla innkomu í fyrri hálfleik og hefði að ósekju mátt spila meira. Leó Snær Pétursson komst einnig vel frá sínu sem og Hörður Kristinn Örvarsson sem skoraði þrjú mörk af línunni og var öflugur í vörninni.Hvað gekk illa? Stjörnumenn voru skelfilega slakir í upphafi leiks og gátu varla keypt sér mark. Það var ekki fyrr en Einar Jónsson skipti öllu byrjunarliðinu út af að hlutirnir fóru að ganga hjá Garðbæingum. Byrjunarlið Stjörnunnar mætti hins vegar til leiks í seinni hálfleiks á meðan leikmennirnir sem komu liðinu inn í leikinn sátu á bekknum. Eftir leikinn viðurkenndi Einar að það hefðu verið mistök. Þrátt fyrir lélega frammistöðu voru Stjörnumenn í dauðafæri til að klára leikinn og blanda sér fyrir alvöru í toppbaráttuna. Þeir létu það tækifæri sér hins vegar úr greipum ganga.Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leik á sunnudaginn kemur. Stjörnumenn sækja Fjölnismenn heim á meðan Víkingar fá Frammara í heimsókn.Úr leiknum í kvöld.vísir/antonEinar: Áttum að vera búnir að loka leiknum Það var heldur þungt yfir Einari Jónssyni, þjálfara Stjörnunnar, eftir að hans menn glutruðu unnum leik gegn Víkingi niður í jafntefli í kvöld. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði, það er bara svoleiðis,“ sagði Einar í samtali við Vísi eftir leik. Stjörnumenn virkuðu hálf andlausir og ekki tilbúnir í leikinn, á meðan Víkingarnir voru á fullu allan tímann. „Er þetta ekki bara vanmat? Við skiptum bara öllum út af eftir korter og þá fór þetta að ganga nokkuð vel. Mistökin voru að láta þessa menn ekki spila áfram. Ég tek það á mig,“ sagði Einar. „Ég held að það séu meiri gæði og karakter í hópnum en við sýndum í dag,“ bætti þjálfarinn við. Þrátt fyrir slaka spilamennsku voru Stjörnumenn í frábærri stöðu á lokakaflanum en þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum munaði þremur mörkum á liðunum. „Við áttum að vera búnir að loka leiknum. En þess í stað kemur panikk. Við hörfuðum og þeir fengu blóð á tennurnar,“ sagði Einar að endingu.Gunnar á hliðarlínunni í kvöld.vísir/antonGunnar: Þetta var örþrifaráð Gunnar Gunnarsson, þjálfari Víkings, gat leyft sér að brosa eftir að hans menn komu til baka og náðu í stig gegn Stjörnunni á útivelli. „Ég hefði verið ansi fúll ef við hefðum farið tómhentir héðan. Við byrjuðum mjög vel og Davíð [Svansson] varði frábærlega. Strákarnir voru flottir. Við spiluðum fína vörn og ágætan sóknarleik,“ sagði Gunnar eftir leikinn í kvöld. „Við vorum komnir í góða stöðu en ég tók leikhlé í stöðunni 6-9. Svo skoruðum við ekki meira í fyrri hálfleik. Ég tek það á mig. En það var ofboðslega sterkt hjá strákunum að koma til baka. Þeir sýndu úr hverju þeir eru gerðir.“ Gunnar bætti sjöunda sóknarmanninum við undir lokin og það borgaði sig. „Við vorum komnir í stopp í sókninni þannig að þetta var eiginlega örþrifaráð. Stundum tekst þetta og stundum ekki. En sem betur fer tókst þetta í kvöld,“ sagði Gunnar sem létti stórum þegar skot Egidijus Mikalonis lak inn fyrir marklínuna á lokasekúndunum. „Ég heyrði að boltinn small í stönginni og fór svo í Sveinbjörn [Pétursson] og inn. Strákarnir áttu þetta skilið. Þetta er búið að vera erfitt en þeir hafa lagt hart að sér,“ sagði Gunnar sem vonast eftir því fyrsti sigurinn líti dagsins ljós. „Það hlýtur að koma að því. Við höldum ótrauðir áfram og fyrsti sigurinn dettur inn ef menn halda áfram að leggja sig fram á æfingum og koma svona vel undirbúnir í leikina.“