Formannaáskorun Vísis: Ofnæmisgemlingur sem fékk oft nafnlaus sms og vill ekki eiga bíl Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2017 15:30 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, drakk eitt sinn vodka með morgunmatnum í Rússlandi. Hún heldur mikið upp á Stjörnustríðsmyndirnar og er sannfærð um að Eddie Murphy myndi leika hana í kvikmynd. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - grænt framboð, drakk eitt sinn vodka með morgunmatnum í Rússlandi og segir það mjög skrítið. Hún heldur mikið upp á Stjörnustríðsmyndirnar og er sannfærð um að Eddie Murphy myndi leika hana í kvikmynd. Þetta er brot af því sem kemur fram í svörum Katrínar við Formannaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um Alþingiskosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla formenn skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Svör annarra formannanna verða svo birt á næstu dögum en nú er komið að Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þessari spurningu er ekki hægt að svara. Kannski Dynjandi við Arnarfjörð, kannski fjaran við Djúpavog, kannski Reykjanestá í ólgandi brimi, kannski Ægisíðan á júníkvöldi. Það eru svo margir yndislegir staðir á Íslandi.Tókstu sumar í sveit? Ofnæmisgemlingurinn ég var aldrei send í sveit sem barn. En ég heimsótti ýmsar sveitir í sumar með fjölskyldunni.Hvaða mat ert þú best/ur í að elda? Mesta hrósið fæ ég fyrir pottrétti sem ég er allan daginn að elda. Og mesta uppáhaldið mitt er marokkóskur pottréttur sem er reyndar mjög góður…Hvernig bíl ekur þú og hefur þú gefið honum nafn? Ég ek á Skoda. Hann heitir ekki neitt. Hann heitir … Skoda.Hver er draumabíllinn? Draumurinn er að eiga engan bíl.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert? Ég er mjög léleg í hrekkjum því ég fer alltaf að hlæja áður en að gríninu kemur. Svo á ég svo tortryggna vini að það er ekki hægt að hrekkja þá.Besti hrekkurinn sem þú hefur lent í? Allir sem mig þekkja vita að ég á það til að senda röngu fólki röng skilaboð. Þau atvik eru því miður of vandræðaleg til að nefna þau en vinir mínir áttu það til þegar hægt var að senda nafnlaus sms af vefsíðum símafélaganna að senda mér mjög skrýtin sms sem ollu oft miklum misskilningi. Svo var tekið fyrir þetta sem betur fer fyrir trúgjarnt fólk eins og mig.Uppáhalds tónlistarmaður? Þetta er ekki hægt. Ég hlusta á tónlist á hverjum degi og margir tónlistarmenn eru í guða tölu. Ég ætla bara að nefna Víking Heiðar því hann er frábær en þeir eru margir uppáhalds.Hefur þú komist í kast við lögin? Já fyrir hraðakstur og að tala í síma undir stýri.Uppáhalds föstudagskvöldsdrykkur? Það er nú það. Ég er ekki stórnotandi á áfengi en eitt freyðivínsglas er nú alltaf stemmning.Uppáhalds bókin? Nafn rósarinnar eftir Umberto Eco og Kristnihald undir jökli eftir Laxness.Uppáhalds bíómynd? Stjörnustríðsserían er alltaf uppáhalds. Og svo held ég upp á allt eftir Alfred Hitchcock og Luis Bunuel en á erfitt með að nefna eitthvað eitt umfram annað.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Ég ætla að nefna Naked gun. Ég er sú eina á heimilinu sem er aðdáandi Leslie Nielsen. Það er sko „guilty pleasure“.Hvað er uppáhalds pepp-lagið þitt? Segjum bara eitthvað með Swedish House Mafia – eins og Don´t you worry child.Hefur þú farið í Costco? Nei.Hefur þú farið í H&M á Íslandi? Nei (greinilega ekki nógu öflug í verslunarferðum).Hefur þú migið í saltan sjó? Nei það myndi örugglega enda með stórslysi.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menning. Hef aldrei farið á sólarströnd eins og sést á litaraftinu.Uppáhalds þynnkumatur? Ég drekk lítið og verð því sjaldan þunn en ætli það sé ekki kóka kóla og grilluð samloka með skinku og osti.Ananas á pizzu? Já alveg stundum.Hvaða leikari væri fengin til að leika þig í bíómynd? Eddy Murphy, ekki nokkur spurning.Hvaða hreyfing er í uppáhaldi hjá þér? Að hlaupa.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei en ég trúi á þetta líf.Hefur þú átt gæludýr? Nei.Með hvaða liði heldur þú (íslensku)? KR auðvitað.Sterkasta minning úr æsku? Þegar ég datt úr bát í Öxará – gleymi því aldrei. Hef lent í óteljandi slíkum vandræðalegum atvikum síðan.Hvað er það skrítnasta sem þú hefur gert? Drekka vodka með morgunmatnum í Rússlandi. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formannaáskorun Vísis: Eva er mikill dýravinur og viðkvæm fyrir blóði Eva Pandora Baldursdóttir, þingmaður Pírata, segist vera arfaslakur kokkur og hún saknar fyrsta bílsins. 11. október 2017 12:15 Formannaáskorun Vísis: Fannst hann litinn hornauga eftir nektarmyndatöku Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, telur sig hafa valdið ákveðnu sjokki hjá ræstingarmanni sem gekk inn á myndatökuna. 13. október 2017 11:00 Formannaáskorun Vísis: Rappaði með Ragnheiði Elínu á árshátíð Stjórnarráðsins Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur horft á Notting Hill og Mamma Mia oftar en hann kærir sig um að viðurkenna en þó ekki jafn oft og Tónaflóð. 12. október 2017 11:00 Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - grænt framboð, drakk eitt sinn vodka með morgunmatnum í Rússlandi og segir það mjög skrítið. Hún heldur mikið upp á Stjörnustríðsmyndirnar og er sannfærð um að Eddie Murphy myndi leika hana í kvikmynd. Þetta er brot af því sem kemur fram í svörum Katrínar við Formannaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um Alþingiskosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla formenn skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Svör annarra formannanna verða svo birt á næstu dögum en nú er komið að Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þessari spurningu er ekki hægt að svara. Kannski Dynjandi við Arnarfjörð, kannski fjaran við Djúpavog, kannski Reykjanestá í ólgandi brimi, kannski Ægisíðan á júníkvöldi. Það eru svo margir yndislegir staðir á Íslandi.Tókstu sumar í sveit? Ofnæmisgemlingurinn ég var aldrei send í sveit sem barn. En ég heimsótti ýmsar sveitir í sumar með fjölskyldunni.Hvaða mat ert þú best/ur í að elda? Mesta hrósið fæ ég fyrir pottrétti sem ég er allan daginn að elda. Og mesta uppáhaldið mitt er marokkóskur pottréttur sem er reyndar mjög góður…Hvernig bíl ekur þú og hefur þú gefið honum nafn? Ég ek á Skoda. Hann heitir ekki neitt. Hann heitir … Skoda.Hver er draumabíllinn? Draumurinn er að eiga engan bíl.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert? Ég er mjög léleg í hrekkjum því ég fer alltaf að hlæja áður en að gríninu kemur. Svo á ég svo tortryggna vini að það er ekki hægt að hrekkja þá.Besti hrekkurinn sem þú hefur lent í? Allir sem mig þekkja vita að ég á það til að senda röngu fólki röng skilaboð. Þau atvik eru því miður of vandræðaleg til að nefna þau en vinir mínir áttu það til þegar hægt var að senda nafnlaus sms af vefsíðum símafélaganna að senda mér mjög skrýtin sms sem ollu oft miklum misskilningi. Svo var tekið fyrir þetta sem betur fer fyrir trúgjarnt fólk eins og mig.Uppáhalds tónlistarmaður? Þetta er ekki hægt. Ég hlusta á tónlist á hverjum degi og margir tónlistarmenn eru í guða tölu. Ég ætla bara að nefna Víking Heiðar því hann er frábær en þeir eru margir uppáhalds.Hefur þú komist í kast við lögin? Já fyrir hraðakstur og að tala í síma undir stýri.Uppáhalds föstudagskvöldsdrykkur? Það er nú það. Ég er ekki stórnotandi á áfengi en eitt freyðivínsglas er nú alltaf stemmning.Uppáhalds bókin? Nafn rósarinnar eftir Umberto Eco og Kristnihald undir jökli eftir Laxness.Uppáhalds bíómynd? Stjörnustríðsserían er alltaf uppáhalds. Og svo held ég upp á allt eftir Alfred Hitchcock og Luis Bunuel en á erfitt með að nefna eitthvað eitt umfram annað.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Ég ætla að nefna Naked gun. Ég er sú eina á heimilinu sem er aðdáandi Leslie Nielsen. Það er sko „guilty pleasure“.Hvað er uppáhalds pepp-lagið þitt? Segjum bara eitthvað með Swedish House Mafia – eins og Don´t you worry child.Hefur þú farið í Costco? Nei.Hefur þú farið í H&M á Íslandi? Nei (greinilega ekki nógu öflug í verslunarferðum).Hefur þú migið í saltan sjó? Nei það myndi örugglega enda með stórslysi.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menning. Hef aldrei farið á sólarströnd eins og sést á litaraftinu.Uppáhalds þynnkumatur? Ég drekk lítið og verð því sjaldan þunn en ætli það sé ekki kóka kóla og grilluð samloka með skinku og osti.Ananas á pizzu? Já alveg stundum.Hvaða leikari væri fengin til að leika þig í bíómynd? Eddy Murphy, ekki nokkur spurning.Hvaða hreyfing er í uppáhaldi hjá þér? Að hlaupa.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei en ég trúi á þetta líf.Hefur þú átt gæludýr? Nei.Með hvaða liði heldur þú (íslensku)? KR auðvitað.Sterkasta minning úr æsku? Þegar ég datt úr bát í Öxará – gleymi því aldrei. Hef lent í óteljandi slíkum vandræðalegum atvikum síðan.Hvað er það skrítnasta sem þú hefur gert? Drekka vodka með morgunmatnum í Rússlandi.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formannaáskorun Vísis: Eva er mikill dýravinur og viðkvæm fyrir blóði Eva Pandora Baldursdóttir, þingmaður Pírata, segist vera arfaslakur kokkur og hún saknar fyrsta bílsins. 11. október 2017 12:15 Formannaáskorun Vísis: Fannst hann litinn hornauga eftir nektarmyndatöku Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, telur sig hafa valdið ákveðnu sjokki hjá ræstingarmanni sem gekk inn á myndatökuna. 13. október 2017 11:00 Formannaáskorun Vísis: Rappaði með Ragnheiði Elínu á árshátíð Stjórnarráðsins Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur horft á Notting Hill og Mamma Mia oftar en hann kærir sig um að viðurkenna en þó ekki jafn oft og Tónaflóð. 12. október 2017 11:00 Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Formannaáskorun Vísis: Eva er mikill dýravinur og viðkvæm fyrir blóði Eva Pandora Baldursdóttir, þingmaður Pírata, segist vera arfaslakur kokkur og hún saknar fyrsta bílsins. 11. október 2017 12:15
Formannaáskorun Vísis: Fannst hann litinn hornauga eftir nektarmyndatöku Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, telur sig hafa valdið ákveðnu sjokki hjá ræstingarmanni sem gekk inn á myndatökuna. 13. október 2017 11:00
Formannaáskorun Vísis: Rappaði með Ragnheiði Elínu á árshátíð Stjórnarráðsins Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur horft á Notting Hill og Mamma Mia oftar en hann kærir sig um að viðurkenna en þó ekki jafn oft og Tónaflóð. 12. október 2017 11:00