Írakska hernum og Kúrdum lýstur saman Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. október 2017 06:42 Hermenn taka sér stöðu skammt frá Kirkuk. Vísir/Getty Bardagar geisa nú í Kirkuk-héraði í Írak eftir að stjórnvöld í höfuðborginni Bagdad sendu herlið gegn Kúrdum sem hafa haft héraðið á valdi sínu síðustu misserin. Ríkismiðlar í Írak fullyrða að írakski herinn hafi þegar náð stjórn á nokkrum svæðum í héraðinu, þar á meðal á olíuvinnslusvæðum, en talsmenn Kúrda neita þessu. Þá berast fregnir af stórskotaliðsárásum suður af Kirkukborg, sem er höfuðstaður héraðsins. Spennan á milli fylkinganna tveggja hefur verið mikil frá því Kúrdar í Írak kusu sjálfstæði í atkvæðagreiðslu sem haldin var í síðasta mánuði. Talsmaður þeirra sagði fyrr í vikunni við fjölmiðla ytra að kúrdískar sveitir munu ekki hefja hernaðaraðgerðir en væru reiðubúnar að verja Kirkukborg ef til þess kæmi. Mikla olíu er að finna í Kirkuk-héraði og hafa báðar fylkingar gert tilkall til svæðisins. Þær hafa síðustu mánuði barist sameinaðar gegn vígamönnum íslamska ríkisins og náð eftirtektarverðum árangri. Stjórnvöld í Bandaríkjunum segjast hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og hvetja stríðandi fylkingar til að hefja viðræður um framtíð svæðsins. Þá biðla þau til þeirra að leggja niður vopnin og hverfa frá öllu því sem grafið gæti undan stöðugleika landsins. Þá ættu fylkingarnar heldur að einbeita sér að baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Íröksk stjórnvöld höfðu áður sakað Kúrda um að senda vopnaða hermenn til Kirkuk, meðal annars hermenn kúrdíska verkamannaflokksins í Tyrklandi, PKK. Það, að mati yfirvalda í Bagdad, jafngilti stríðsyfirlýsingu. Kúrdar hafa ætíð neitað þessum ásökunum. Mið-Austurlönd Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Bardagar geisa nú í Kirkuk-héraði í Írak eftir að stjórnvöld í höfuðborginni Bagdad sendu herlið gegn Kúrdum sem hafa haft héraðið á valdi sínu síðustu misserin. Ríkismiðlar í Írak fullyrða að írakski herinn hafi þegar náð stjórn á nokkrum svæðum í héraðinu, þar á meðal á olíuvinnslusvæðum, en talsmenn Kúrda neita þessu. Þá berast fregnir af stórskotaliðsárásum suður af Kirkukborg, sem er höfuðstaður héraðsins. Spennan á milli fylkinganna tveggja hefur verið mikil frá því Kúrdar í Írak kusu sjálfstæði í atkvæðagreiðslu sem haldin var í síðasta mánuði. Talsmaður þeirra sagði fyrr í vikunni við fjölmiðla ytra að kúrdískar sveitir munu ekki hefja hernaðaraðgerðir en væru reiðubúnar að verja Kirkukborg ef til þess kæmi. Mikla olíu er að finna í Kirkuk-héraði og hafa báðar fylkingar gert tilkall til svæðisins. Þær hafa síðustu mánuði barist sameinaðar gegn vígamönnum íslamska ríkisins og náð eftirtektarverðum árangri. Stjórnvöld í Bandaríkjunum segjast hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og hvetja stríðandi fylkingar til að hefja viðræður um framtíð svæðsins. Þá biðla þau til þeirra að leggja niður vopnin og hverfa frá öllu því sem grafið gæti undan stöðugleika landsins. Þá ættu fylkingarnar heldur að einbeita sér að baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Íröksk stjórnvöld höfðu áður sakað Kúrda um að senda vopnaða hermenn til Kirkuk, meðal annars hermenn kúrdíska verkamannaflokksins í Tyrklandi, PKK. Það, að mati yfirvalda í Bagdad, jafngilti stríðsyfirlýsingu. Kúrdar hafa ætíð neitað þessum ásökunum.
Mið-Austurlönd Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira