Þjóð veit þá þrír vita Telma Tómasson skrifar 16. október 2017 06:00 Fjöldi leikkvenna hefur að undanförnu stigið fram og sakað Weinstein nokkurn, Hollywood karl, um að leita á sig eða ofbjóða kynferðislega án þeirra samþykkis. Ávirðingar kvennanna í Hollý eru engin nýlunda, yfirlýsingar af svipuðum toga eru æ algengari á síðum fjöl- og samfélagsmiðla. Lokið á Pandóruboxinu er að opnast. Það eru Weinsteinar allt í kringum okkur. ,,Þjóð veit þá þrír vita,“ hvíslaði virtur kennari og vinur þegar hann ítrekað leitaði á mig 17 eða 18 ára gamla og vildi eiga ,,ævintýri“ sem þoldi ekki dagsljósið. Reyndar segir málshátturinn úr hinum forna kveðskap Hávamálum: þjóð veit þá þrír eru, en nútímaformið á orðatiltækinu lýsir betur leyndarhjúpnum sem kennarakarlinn vildi sveipa utan um athæfið. Bóndinn sem skreið upp í hjá 15 ára unglingsstúlkunni í skjóli nætur vildi líka ,,ævintýri“, en ókunnugi maðurinn í boðinu gekk bara hreint til verks, króaði skankalanga stelpuna af úti í horni og virtist slétt sama þótt gestir hans, sem skemmtu sér í næsta herbergi, yrðu hugsanlega vitni að kynferðislegri áreitni miðaldra karls. Oft verður mér hugsað til þess hvað gaf þessum þremur mönnum leyfi til að ganga svona á óþroskaða, unga sál. Menn sem sjálfir áttu dætur. Menn sem sjálfir áttu eiginkonur. Ábyrgð og mannelska fokin út í veður og vind ef þeir aðeins fengju að eiga sitt ,,ævintýri“ – ísköld hótun um kynferðislega nauðung, sem stal traustinu og kom sér tryggilega fyrir í hjartafylgsnum stúlkunnar. Til allrar hamingju hafði hún bein í nefinu og nægan kraft til að gefa þeim langt nef og koma þannig í veg fyrir frekari sálarskaða. Kuldinn sat samt eftir og karlarnir áttu þögnina vísa. Þar til nú. Langflestir fordæma hegðun kynlífsrándýra, en aðeins sumir orða það upphátt. Þessir sumir eru yfirleitt konur og þótt undantekningin sanni regluna, þá kjósa langflestir karlar að líta undan. Þögnin er á köflum ærandi og þá er spurt: af hverju? Er þetta einbeittur brotavilji, þögul samantekin ráð? Varla. Skammast þeir sín fyrir kynbræður sína, en þora ekki að nefna það af ótta við að vera stimplaðir og útskúfaðir úr karlaklúbbnum? Kannski. Eða er hugsanlegt að það sé ómeðvitað innprentað í undirmeðvitund samfélags okkar og menningu að karlmenn megi athugasemdalaust leita á stúlkur og konur á óviðeigandi hátt, kúga og valdbeita? Leynilegur kóði meitlaður í spjöld sögunnar. Slíkri hugsanavillu þarf að breyta, sé það reyndin. Þá er gott að vita til þess að Weinsteinar þessa heims eru í minnihluta og okkar traustu strákar í miklum meirihluta. Strákarnir sem við elskum að elska. Því hef ég fulla trú á sonum, bræðrum, feðrum, frændum og öfum þessa lands að stökkva á vagninn. Standið með dætrum ykkar, systrum, mæðrum, vinkonum, frænkum og eiginkonum. Standið með réttlæti. Mótmælið þöggun og ofbeldi. Strákar, hafið hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Telma Tómasson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fjöldi leikkvenna hefur að undanförnu stigið fram og sakað Weinstein nokkurn, Hollywood karl, um að leita á sig eða ofbjóða kynferðislega án þeirra samþykkis. Ávirðingar kvennanna í Hollý eru engin nýlunda, yfirlýsingar af svipuðum toga eru æ algengari á síðum fjöl- og samfélagsmiðla. Lokið á Pandóruboxinu er að opnast. Það eru Weinsteinar allt í kringum okkur. ,,Þjóð veit þá þrír vita,“ hvíslaði virtur kennari og vinur þegar hann ítrekað leitaði á mig 17 eða 18 ára gamla og vildi eiga ,,ævintýri“ sem þoldi ekki dagsljósið. Reyndar segir málshátturinn úr hinum forna kveðskap Hávamálum: þjóð veit þá þrír eru, en nútímaformið á orðatiltækinu lýsir betur leyndarhjúpnum sem kennarakarlinn vildi sveipa utan um athæfið. Bóndinn sem skreið upp í hjá 15 ára unglingsstúlkunni í skjóli nætur vildi líka ,,ævintýri“, en ókunnugi maðurinn í boðinu gekk bara hreint til verks, króaði skankalanga stelpuna af úti í horni og virtist slétt sama þótt gestir hans, sem skemmtu sér í næsta herbergi, yrðu hugsanlega vitni að kynferðislegri áreitni miðaldra karls. Oft verður mér hugsað til þess hvað gaf þessum þremur mönnum leyfi til að ganga svona á óþroskaða, unga sál. Menn sem sjálfir áttu dætur. Menn sem sjálfir áttu eiginkonur. Ábyrgð og mannelska fokin út í veður og vind ef þeir aðeins fengju að eiga sitt ,,ævintýri“ – ísköld hótun um kynferðislega nauðung, sem stal traustinu og kom sér tryggilega fyrir í hjartafylgsnum stúlkunnar. Til allrar hamingju hafði hún bein í nefinu og nægan kraft til að gefa þeim langt nef og koma þannig í veg fyrir frekari sálarskaða. Kuldinn sat samt eftir og karlarnir áttu þögnina vísa. Þar til nú. Langflestir fordæma hegðun kynlífsrándýra, en aðeins sumir orða það upphátt. Þessir sumir eru yfirleitt konur og þótt undantekningin sanni regluna, þá kjósa langflestir karlar að líta undan. Þögnin er á köflum ærandi og þá er spurt: af hverju? Er þetta einbeittur brotavilji, þögul samantekin ráð? Varla. Skammast þeir sín fyrir kynbræður sína, en þora ekki að nefna það af ótta við að vera stimplaðir og útskúfaðir úr karlaklúbbnum? Kannski. Eða er hugsanlegt að það sé ómeðvitað innprentað í undirmeðvitund samfélags okkar og menningu að karlmenn megi athugasemdalaust leita á stúlkur og konur á óviðeigandi hátt, kúga og valdbeita? Leynilegur kóði meitlaður í spjöld sögunnar. Slíkri hugsanavillu þarf að breyta, sé það reyndin. Þá er gott að vita til þess að Weinsteinar þessa heims eru í minnihluta og okkar traustu strákar í miklum meirihluta. Strákarnir sem við elskum að elska. Því hef ég fulla trú á sonum, bræðrum, feðrum, frændum og öfum þessa lands að stökkva á vagninn. Standið með dætrum ykkar, systrum, mæðrum, vinkonum, frænkum og eiginkonum. Standið með réttlæti. Mótmælið þöggun og ofbeldi. Strákar, hafið hátt.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun