Þjóð veit þá þrír vita Telma Tómasson skrifar 16. október 2017 06:00 Fjöldi leikkvenna hefur að undanförnu stigið fram og sakað Weinstein nokkurn, Hollywood karl, um að leita á sig eða ofbjóða kynferðislega án þeirra samþykkis. Ávirðingar kvennanna í Hollý eru engin nýlunda, yfirlýsingar af svipuðum toga eru æ algengari á síðum fjöl- og samfélagsmiðla. Lokið á Pandóruboxinu er að opnast. Það eru Weinsteinar allt í kringum okkur. ,,Þjóð veit þá þrír vita,“ hvíslaði virtur kennari og vinur þegar hann ítrekað leitaði á mig 17 eða 18 ára gamla og vildi eiga ,,ævintýri“ sem þoldi ekki dagsljósið. Reyndar segir málshátturinn úr hinum forna kveðskap Hávamálum: þjóð veit þá þrír eru, en nútímaformið á orðatiltækinu lýsir betur leyndarhjúpnum sem kennarakarlinn vildi sveipa utan um athæfið. Bóndinn sem skreið upp í hjá 15 ára unglingsstúlkunni í skjóli nætur vildi líka ,,ævintýri“, en ókunnugi maðurinn í boðinu gekk bara hreint til verks, króaði skankalanga stelpuna af úti í horni og virtist slétt sama þótt gestir hans, sem skemmtu sér í næsta herbergi, yrðu hugsanlega vitni að kynferðislegri áreitni miðaldra karls. Oft verður mér hugsað til þess hvað gaf þessum þremur mönnum leyfi til að ganga svona á óþroskaða, unga sál. Menn sem sjálfir áttu dætur. Menn sem sjálfir áttu eiginkonur. Ábyrgð og mannelska fokin út í veður og vind ef þeir aðeins fengju að eiga sitt ,,ævintýri“ – ísköld hótun um kynferðislega nauðung, sem stal traustinu og kom sér tryggilega fyrir í hjartafylgsnum stúlkunnar. Til allrar hamingju hafði hún bein í nefinu og nægan kraft til að gefa þeim langt nef og koma þannig í veg fyrir frekari sálarskaða. Kuldinn sat samt eftir og karlarnir áttu þögnina vísa. Þar til nú. Langflestir fordæma hegðun kynlífsrándýra, en aðeins sumir orða það upphátt. Þessir sumir eru yfirleitt konur og þótt undantekningin sanni regluna, þá kjósa langflestir karlar að líta undan. Þögnin er á köflum ærandi og þá er spurt: af hverju? Er þetta einbeittur brotavilji, þögul samantekin ráð? Varla. Skammast þeir sín fyrir kynbræður sína, en þora ekki að nefna það af ótta við að vera stimplaðir og útskúfaðir úr karlaklúbbnum? Kannski. Eða er hugsanlegt að það sé ómeðvitað innprentað í undirmeðvitund samfélags okkar og menningu að karlmenn megi athugasemdalaust leita á stúlkur og konur á óviðeigandi hátt, kúga og valdbeita? Leynilegur kóði meitlaður í spjöld sögunnar. Slíkri hugsanavillu þarf að breyta, sé það reyndin. Þá er gott að vita til þess að Weinsteinar þessa heims eru í minnihluta og okkar traustu strákar í miklum meirihluta. Strákarnir sem við elskum að elska. Því hef ég fulla trú á sonum, bræðrum, feðrum, frændum og öfum þessa lands að stökkva á vagninn. Standið með dætrum ykkar, systrum, mæðrum, vinkonum, frænkum og eiginkonum. Standið með réttlæti. Mótmælið þöggun og ofbeldi. Strákar, hafið hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Telma Tómasson Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjöldi leikkvenna hefur að undanförnu stigið fram og sakað Weinstein nokkurn, Hollywood karl, um að leita á sig eða ofbjóða kynferðislega án þeirra samþykkis. Ávirðingar kvennanna í Hollý eru engin nýlunda, yfirlýsingar af svipuðum toga eru æ algengari á síðum fjöl- og samfélagsmiðla. Lokið á Pandóruboxinu er að opnast. Það eru Weinsteinar allt í kringum okkur. ,,Þjóð veit þá þrír vita,“ hvíslaði virtur kennari og vinur þegar hann ítrekað leitaði á mig 17 eða 18 ára gamla og vildi eiga ,,ævintýri“ sem þoldi ekki dagsljósið. Reyndar segir málshátturinn úr hinum forna kveðskap Hávamálum: þjóð veit þá þrír eru, en nútímaformið á orðatiltækinu lýsir betur leyndarhjúpnum sem kennarakarlinn vildi sveipa utan um athæfið. Bóndinn sem skreið upp í hjá 15 ára unglingsstúlkunni í skjóli nætur vildi líka ,,ævintýri“, en ókunnugi maðurinn í boðinu gekk bara hreint til verks, króaði skankalanga stelpuna af úti í horni og virtist slétt sama þótt gestir hans, sem skemmtu sér í næsta herbergi, yrðu hugsanlega vitni að kynferðislegri áreitni miðaldra karls. Oft verður mér hugsað til þess hvað gaf þessum þremur mönnum leyfi til að ganga svona á óþroskaða, unga sál. Menn sem sjálfir áttu dætur. Menn sem sjálfir áttu eiginkonur. Ábyrgð og mannelska fokin út í veður og vind ef þeir aðeins fengju að eiga sitt ,,ævintýri“ – ísköld hótun um kynferðislega nauðung, sem stal traustinu og kom sér tryggilega fyrir í hjartafylgsnum stúlkunnar. Til allrar hamingju hafði hún bein í nefinu og nægan kraft til að gefa þeim langt nef og koma þannig í veg fyrir frekari sálarskaða. Kuldinn sat samt eftir og karlarnir áttu þögnina vísa. Þar til nú. Langflestir fordæma hegðun kynlífsrándýra, en aðeins sumir orða það upphátt. Þessir sumir eru yfirleitt konur og þótt undantekningin sanni regluna, þá kjósa langflestir karlar að líta undan. Þögnin er á köflum ærandi og þá er spurt: af hverju? Er þetta einbeittur brotavilji, þögul samantekin ráð? Varla. Skammast þeir sín fyrir kynbræður sína, en þora ekki að nefna það af ótta við að vera stimplaðir og útskúfaðir úr karlaklúbbnum? Kannski. Eða er hugsanlegt að það sé ómeðvitað innprentað í undirmeðvitund samfélags okkar og menningu að karlmenn megi athugasemdalaust leita á stúlkur og konur á óviðeigandi hátt, kúga og valdbeita? Leynilegur kóði meitlaður í spjöld sögunnar. Slíkri hugsanavillu þarf að breyta, sé það reyndin. Þá er gott að vita til þess að Weinsteinar þessa heims eru í minnihluta og okkar traustu strákar í miklum meirihluta. Strákarnir sem við elskum að elska. Því hef ég fulla trú á sonum, bræðrum, feðrum, frændum og öfum þessa lands að stökkva á vagninn. Standið með dætrum ykkar, systrum, mæðrum, vinkonum, frænkum og eiginkonum. Standið með réttlæti. Mótmælið þöggun og ofbeldi. Strákar, hafið hátt.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun