Geir svarar Heimi: Fór aldrei á bak við hann Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. október 2017 09:29 Geir tók við formennsku KSÍ árið 2007 en lét af störfum fyrr á árinu. Mynd/KSÍ Geir Þorsteinsson segist ekki hafa farið á bak við Heimi Hallgrímsson þegar hann ræddi við Lars Lagerbäck um áframhaldandi störf fyrir KSÍ, eins og fram kom í viðtali við Heimi sem birtist í DV á föstudaginn. Þetta segir Geir í tilkynningu sem hann sendi mbl.is. Þar segir Geir, fyrrverandi formaður KSÍ og núverandi heiðursformaður, að hann hafi alltaf komið fram af heiðarleika. Ekkert hafi staðið í samningum Heimis um það að sambandið mætti ekki ræða við Lars Lagerbäck um áframhaldandi störf, og að viðræður sambandsins við Lars hafi verið á obinberum vettvangi.Sjá einnig: KSÍ fór á bak við Heimi sem hefði íhugað að hætta hefði Lars verið áframHeimir sagði hins vegar að í samningi sínum hafi staðið að hann myndi taka við stjórn landsliðsins eftir Evrópumótið í Frakklandi, og því hefði KSÍ brotið samninginn þegar sambandið ræddi við Lars um áhuga hans á því að halda áfram með liðið.Pistill Geirs hljóðaði svona:„Ísland er komið á HM. Til hamingju leikmenn, þjálfarar og allir sem lögðu hönd á plóg sem eru ófáir. Sannarlega glæsilegt afrek hjá ykkur í heimi knattspyrnunnar. Ég lít stoltur til baka og minnist þess þegar ég hafði samband við Heimi Hallgrímsson knattspyrnuþjálfara og bauð honum að koma til starfa fyrir KSÍ. Þá hafði enginn – ég ítreka enginn – stungið upp á Heimi til þeirra starfa fyrir KSÍ. Ég sá að þar fór sómamaður, efnilegur og metnaðarfullur þjálfari. Í viðtali í DV segir Heimir að ég hafi farið á bakvið sig í störfum mínum fyrir KSÍ. Þetta er rangt. Í störfum mínum innan knattspyrnuhreyfingarinnar kom ég ávallt fram af heiðarleika. Hið rétta er að KSÍ samdi við Heimi um að taka við landsliðinu að lokinni úrslitakeppni EM 2016. Ekkert í þeim samningi kom í veg fyrir að ég ræddi við Lars Lagerbäck um hvort hann hefði áhuga á að halda áfram eftir úrslitakeppni EM 2016. KSÍ bar ekki að leita samþykkis Heimis en ég gerði mér fyllilega grein fyrir því hver vilji hans var enda skjalfast. Áhugi KSÍ að hafa Lars áfram í starfi kom fram á opinberum vettvangi og var öllum ljós. Aldrei kom til samningsviðræðna við Lars því hann ákvað að láta staðar numið. Ræða má ef og hefði. Ef Lars hefði viljað halda áfram, hefði KSÍ orðið að óska eftir breytingum á samningi sínum við Heimi ella greiða umsamdar bætur. Til þess kom hins vegar aldrei og KSÍ hefur í einu og öllu staðið við sinn samning við Heimi. Rétt er að Heimir var ósáttur við þessa atburðarás og tjáði mér það. Hins vegar er það svo að stjórnun KSÍ er í höndum stjórnar og ársþings. Oft er reynt að verða við óskum þjálfara landsliða en það er engu að síður stjórn KSÍ sem gætir heildarhagsmuna sambandsins. Það að Heimir hafi verið ósáttur við mín vinnubrögð í þessu máli skil ég – en ég fór að vilja KSÍ í málinu og á bakvið Heimi fór ég aldrei. Mitt ráð til hans og þeirra sem njóta nú þess mikla afreks að Ísland er komið á HM, er að koma fram af auðmýkt og þakklæti. Við stöndum nú öll á öxlum risa sem eru störf og afrek þeirra sem á undan okkur gengu í knattspyrnuhreyfingunni.“ Með vinsemd og virðingu, Geir Þorsteinsson, heiðursformaður KSÍ. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Í beinni: Lille - Dortmund | Hákon og félagar ætla sér áfram Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Sjá meira
Geir Þorsteinsson segist ekki hafa farið á bak við Heimi Hallgrímsson þegar hann ræddi við Lars Lagerbäck um áframhaldandi störf fyrir KSÍ, eins og fram kom í viðtali við Heimi sem birtist í DV á föstudaginn. Þetta segir Geir í tilkynningu sem hann sendi mbl.is. Þar segir Geir, fyrrverandi formaður KSÍ og núverandi heiðursformaður, að hann hafi alltaf komið fram af heiðarleika. Ekkert hafi staðið í samningum Heimis um það að sambandið mætti ekki ræða við Lars Lagerbäck um áframhaldandi störf, og að viðræður sambandsins við Lars hafi verið á obinberum vettvangi.Sjá einnig: KSÍ fór á bak við Heimi sem hefði íhugað að hætta hefði Lars verið áframHeimir sagði hins vegar að í samningi sínum hafi staðið að hann myndi taka við stjórn landsliðsins eftir Evrópumótið í Frakklandi, og því hefði KSÍ brotið samninginn þegar sambandið ræddi við Lars um áhuga hans á því að halda áfram með liðið.Pistill Geirs hljóðaði svona:„Ísland er komið á HM. Til hamingju leikmenn, þjálfarar og allir sem lögðu hönd á plóg sem eru ófáir. Sannarlega glæsilegt afrek hjá ykkur í heimi knattspyrnunnar. Ég lít stoltur til baka og minnist þess þegar ég hafði samband við Heimi Hallgrímsson knattspyrnuþjálfara og bauð honum að koma til starfa fyrir KSÍ. Þá hafði enginn – ég ítreka enginn – stungið upp á Heimi til þeirra starfa fyrir KSÍ. Ég sá að þar fór sómamaður, efnilegur og metnaðarfullur þjálfari. Í viðtali í DV segir Heimir að ég hafi farið á bakvið sig í störfum mínum fyrir KSÍ. Þetta er rangt. Í störfum mínum innan knattspyrnuhreyfingarinnar kom ég ávallt fram af heiðarleika. Hið rétta er að KSÍ samdi við Heimi um að taka við landsliðinu að lokinni úrslitakeppni EM 2016. Ekkert í þeim samningi kom í veg fyrir að ég ræddi við Lars Lagerbäck um hvort hann hefði áhuga á að halda áfram eftir úrslitakeppni EM 2016. KSÍ bar ekki að leita samþykkis Heimis en ég gerði mér fyllilega grein fyrir því hver vilji hans var enda skjalfast. Áhugi KSÍ að hafa Lars áfram í starfi kom fram á opinberum vettvangi og var öllum ljós. Aldrei kom til samningsviðræðna við Lars því hann ákvað að láta staðar numið. Ræða má ef og hefði. Ef Lars hefði viljað halda áfram, hefði KSÍ orðið að óska eftir breytingum á samningi sínum við Heimi ella greiða umsamdar bætur. Til þess kom hins vegar aldrei og KSÍ hefur í einu og öllu staðið við sinn samning við Heimi. Rétt er að Heimir var ósáttur við þessa atburðarás og tjáði mér það. Hins vegar er það svo að stjórnun KSÍ er í höndum stjórnar og ársþings. Oft er reynt að verða við óskum þjálfara landsliða en það er engu að síður stjórn KSÍ sem gætir heildarhagsmuna sambandsins. Það að Heimir hafi verið ósáttur við mín vinnubrögð í þessu máli skil ég – en ég fór að vilja KSÍ í málinu og á bakvið Heimi fór ég aldrei. Mitt ráð til hans og þeirra sem njóta nú þess mikla afreks að Ísland er komið á HM, er að koma fram af auðmýkt og þakklæti. Við stöndum nú öll á öxlum risa sem eru störf og afrek þeirra sem á undan okkur gengu í knattspyrnuhreyfingunni.“ Með vinsemd og virðingu, Geir Þorsteinsson, heiðursformaður KSÍ.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Í beinni: Lille - Dortmund | Hákon og félagar ætla sér áfram Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti