Þróun á framhaldsskólastigi Kolfinna Jóhannesdóttir skrifar 14. október 2017 12:43 Í menntastefnu þeirri sem birtist í lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 og er útfærð í aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 var dregið verulega úr miðstýringu á námsframboði og í námskrárgerð á framhaldsskólastigi. Markmiðið var m.a. að draga úr brotthvarfi og stuðla að bættu námsgengi nemenda með því að auka fjölbreytni náms þannig að allir nemendur hefðu nám við hæfi. Skólunum var veitt aukið frelsi til að hafa áhrif á námsframboð og inntak náms. Um leið má segja að ábyrgð á því að nám taki mið af þörfum nemenda, atvinnulífs og samfélagsins alls hafi verið færð til skólanna. Á sama tíma var skólunum ætlað að fara í margháttaðar aðrar breytingar, s.s. yfirfærslu náms í nýtt einingakerfi, innleiðingu grunnþátta menntunar og skipan náms á hæfniþrep. Nú síðast var gert átak í að stytta skipulagt nám til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. Að auki hafa breytingar á öðrum skólastigum áhrif á þróun skólastarfs á framhaldsskólastigi, s.s. breytt námsmatskerfi á grunnskólastigi og inntökuskilyrði á háskólastigi.Flókið samspilFramangreind menntastefna felur í sér mikið traust til fagfólks innan skólanna. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að það tekur tíma að innleiða svo miklar breytingar sem hér um ræðir og tíma getur tekið fyrir áhrif að koma fram. Þá hefur verið bent á það að þegar margar stefnubreytingar eigi sér stað á sama tíma þá getur framkvæmd einnar stefnu haft áhrif á hvernig önnur stefna er framkvæmd (Ball, 1997). Dæmi um þetta er stytting náms til stúdentsprófs í Þýskalandi stuttu eftir að skólum þar var veitt aukið sjálfstæði. Þar sýndi rannsókn að kennarar upplifðu að þrýstingur um samþjöppun náms hefði áhrif á möguleika þeirra til að nýta aukið sjálfstæði í námskrárgerð (Erss, Kalmus, & Autio, 2016). Rannsóknir sem tengjast auknu sjálfstæði skóla hafa dregið fram að framkvæmd stefnu getur verið háð ólíkum túlkunum einstaklinga á stefnunni auk þess sem ýmsir staðbundnir þættir í umhverfi skóla hafa þar áhrif (Ball, Maguire, & Braun, 2012). Þrátt fyrir að kennarar séu almennt taldir vilja aukið sjálfstæði og sveigjanleika í námskrárgerð þá hafa rannsóknir jafnframt sýnt að slíkum breytingum fylgir aukið álag í starfi og að þörf er á meiri stuðningi (Bron & Thijs, 2011; Lundström, 2015). Sama á við um skólameistara sem upplifa aukið álag í kjölfar aukinnar ábyrgðar og þörf fyrir aukinn stuðning (Gobby, 2013). Niðurstöður rannsókna benda til að aukið sjálfstæði skóla sem miðar að því að mæta þörfum nemenda og breytingum í umhverfinu leiði ekki endilega til fjölbreyttari námskrár. Þar geta komið til þættir eins og m.a. áhrif inntökuprófa í háskóla (Hong & Youngs, 2016), áhrif annarra staðlaðra prófa eða mælikvarða (Ball, 2003) og samkeppni skóla um fjölda nemenda (Lundström, 2015). Framangreint gefur aðeins örlitla innsýn inn í hversu flókið samspil á sér stað við innleiðingu breytinga í skólakerfinu. Á sama tíma standa framhaldsskólar frammi fyrir vaxandi áskorunum og mun ég nefna tvær, fjórðu iðnbyltinguna og líðan ungmenna.Fjórða iðnbyltinginÍ dag er talað um að við séum að lifa fjórðu iðnbyltinguna. Í því felst að bylting er að verða á notkun tækni í hinum ýmsum vísindagreinum. Klaus Schwab stofnandi Alþjóða efnahagsþingsins (World Economic Forum) telur að fjórða iðnbyltingin muni gerbreyta lífi okkar og atvinnu á næstu árum. Um er að ræða áframhaldandi byltingu í tækni sem tengist vísindum á öllum sviðum og sameinar svið eins og t.d. líffræði og stafræn vísindi (Schwab, 2017). Þetta er þróun sem þegar er farin af stað og tengist t.d. notkun nettækni, dróna, sjálfkeyrandi bíla og vélmenna með gervigreind og annarri tækni sem muni leysa núverandi störf af hólmi og breyta lífi okkar allra. Fjórða iðnbyltingin kallar á miklar áskoranir fyrir menntakerfið okkar. Hvernig höldum við áfram að þróa það þannig að það búi nemendur sem best undir framtíðina?Líðan ungmennaNiðurstöður úr könnunum Ungt fólk sýna að einkenni kvíða og þunglyndis finnast í vaxandi mæli meðal ungmenna. Nemendur á framhaldsskólaaldri sem eru utan skóla upplifa í meira mæli einkenni kvíða og þunglyndis en nemendur sem eru í framhaldsskóla. Áberandi munur kemur fram á milli kynja þar sem stúlkur bæði utan skóla og í skóla upplifa meiri kvíða og þunglyndi en strákar (Rannsóknir og greining, 2014, 2017a, 2017b). Ýmsar mögulegar ástæður hafa verið nefndar sem tengjast m.a. notkun samfélagsmiðla, einelti og upplifun nemenda af jöfnuði og eða öðrum samverkandi þáttum. Þá hefur mikil umfjöllun um forvarnir og þjónustu í geðheilbrigðismálum farið af stað. Sú þróun sem hér hefur verið lýst er mjög alvarleg og það er ljóst að bregðast þarf við með afgerandi hætti. Við þurfum að nýta rannsóknir og greiningar á áhrifaþáttum á líðan ungmenna. Margt gott hefur þegar verið unnið í þessum efnum, sem dæmi má nefna vinnu á vegum embættis landlæknis. Þá eru skólarnir mikilvægur vettvangur til að efla geðrækt. Viðfangsefnið er hinsvegar með þeim hætti að samfélagið allt þarf að koma að vinnu í forvörnum um hvernig megi efla geðheilsu ungs fólks. Eitt af því sem fylgir vanda sem þessum er hvert á að leita eftir aðstoð og síðan eftirfylgni með aðstoð sem reynir gjarnan bæði á unglingana sjálfa og foreldra. Það er því mikilvægt að ábyrgð og hlutverk stofnana innan kerfisins sé skýrt hvort sem er á vegum heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins eða velferðarkerfisins.Rannsóknir og notkun á mælikvörðumMikil gagnasöfnun á sér stað í tengslum við alþjóðlegan samanburð á menntakerfum t.d. hjá OECD og Evrópusambandinu. Þrátt fyrir að mikilvægt sé að geta borið sig saman við önnur lönd þá er sá samanburður ávallt með þeim fyrirvara að ekkert land er eins, hvert menntakerfi hefur einhverja sérstöðu og innan hvers lands ríkir aftur mikil fjölbreytni, t.d. bara í áherslum mismunandi skóla. Dæmi um mismun er t.d. menningarmunur milli landa eða ólík uppbygging og samfélagsgerð svæða bæði milli og innan landa. Ísland hefur þá sérstöðu að vera eitt strjálbýlasta land heims og þarf skólakerfið að taka mið af því með hliðsjón af t.d. jöfnum tækifærum og frelsi nemandans til að velja nám við hæfi. Það breytir því ekki að við þurfum að auka gagnaöflun um framhaldsskólastigið og tryggja að til staðar séu fjölbreyttir mælikvarðar og gögn um t.d. námsframvindu nemenda á hverjum tíma og gæði menntunar. Gögn og mælikvarðar duga hinsvegar ekki ein og sér. Mikilvægt er að nýta betur og efla rannsóknir á framhaldsskólastiginu til að auka skilning okkar á því flókna samspili sem þar fer fram. Dæmi í tengslum við framangreint er að gögn Hagstofu Íslands sýna að hlutfall nemenda í starfsnámi hefur lítið breyst á undanförnum árum en rúm 34% nemenda á framhaldsskólastigi var í starfsnámi haustið 2015. Athyglisvert er að á sama tíma kemur fram í könnununum Ungt fólk (Rannsóknir og greining, 2014, 2017a) að um 35% nemenda í bóknámi telja að nám í verklegum greinum myndi henta þeim betur heldur en bóknám. Þá benda nýjustu tölur um fjölda nemenda í námi eftir árgöngum til þess að brotthvarf sé enn hátt. Þessi gögn ein og sér segja ekki alla söguna um hvort markmið menntastefnunnar um minna brotthvarf og bætt námsgengi hafi náðst enda er of snemmt að draga ályktanir í þeim efnum. Við þurfum á því að halda að auka skilning okkar á því hvað þarna er að gerast. Hvað skýrir t.d. þann mun sem virðist vera á námsvali nemenda og síðan aftur þörfum atvinnulífsins fyrir fólk með menntun á sviði starfsnáms? Eitt af því sem þarf að skoða er hvernig kerfið virkar. Ýmsar rannsóknir hafa verið framkvæmdar hér á landi á framhaldsskólastiginu í tengslum við brotthvarf og námsval nemenda. Við þurfum að nýta þær betur og stuðla að frekari rannsóknum. Framangreint er eins og áður aðeins til að árétta hversu mikilvægt það er að nýta fjölbreytta mælikvarða til að styðjast við í stefnumörkun og mati á stefnumarkmiðum og hversu mikilvægt það er að efla rannsóknir sem nýst geta til betri skilnings á því flókna samspili sem á sér stað í skólakerfinu okkar. Enn mikilvægara er síðan að gögn og rannsóknir séu nýtt með markvissum hætti til að styðja við lærdómssamfélög skólanna.Hvað svo?Ég hef hér að framan lýst í stuttu máli þeirri miklu ábyrgð á námsframboði og námskrárgerð sem færð var til fagfólks framhaldsskóla með stefnu sem mörkuð var með lögum árið 2008. Þá hef ég komið inn á tvennskonar áskoranir sem skólarnir standa frammi fyrir (eins og samfélagið allt) sem eru annarsvegar fjórða iðnbyltingin og versnandi líðan nemenda. Einnig hef ég nefnt mikilvægi þess að hafa tiltæk og styðjast við fjölbreytt gögn um þróun mála og rannsóknir á framhaldsskólastiginu. Það er alveg ljóst að þrátt fyrir að skólunum hafi verið veittur aukinn sveigjanleiki og ábyrgð þá þarf meira að koma til. Skólarnir þurfa tíma og svigrúm til að nýta aukið frelsi auk þess sem svigrúm þarf að vera fyrir starfsþróun í takt við þá tæknibyltingu sem við erum að lifa. Það þarf að halda áfram og styðja við víðtækar forvarnir á sviði geðræktar. Samfélagið allt þarf að taka þátt í þeirri vinnu. Það þarf einnig að efla samstarf við háskólasamfélagið um rannsóknir sem nýst geta skólunum og stjórnvöldum í þágu nemenda á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. Kennarasamband Íslands og Skólameistarafélag Íslands efndu til Skólamálaþings á Alþjóðadegi kennara 5. október sl. Þar hlustaði ég ásamt fjölda skólafólks á fyrirlestur dr. Zachary Walker um mikilvægi þess að nota snjalltæki í kennslu og kenna nemendum að nota tækin á ábyrgan hátt. Notkun þessara tækja er hluti af veruleikanum sem við búum við og hluti af því að búa nemendur undir framtíðina. Daginn eftir hlustaði ég á málstofur á Menntakviku, ráðstefnu Menntavísindasviðs HÍ um rannsóknir, nýbreytni og þróun í menntavísindum. Það er alveg ljóst að það er mikil gróska og skapandi starf sem fram fer í skólunum okkar. Þessi mikla gróska og þær áskoranir sem skólakerfið stendur frammi fyrir er hvatning fyrir ungt fólk til að fara í kennaranám og vera þannig þátttakandi í mótun skólastarfs á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. Það er einnig mikilvægt að fá inn í skólastarfið reynslu ungs fólks af þeim veruleika sem við búum í.Kolfinna Jóhannesdóttir doktorsnemi í menntavísindum og frambjóðandi í þriðja sæti á lista Miðflokksins í suðvesturkjördæmiHeimildirBall, S. J. (1997). Policy Sociology and Critical Social Research: A Personal Review of Recent Education Policy and Policy Research. British Educational Research Journal, 23(3), 257–274. Ball, S. J. (2003). The teacher’s soul and the terrors of performativity. Journal of Education Policy, 18(2), 215–228. https://doi.org/10.1080/0268093022000043065Ball, S. J., Maguire, M., & Braun, A. (2012). How Schools Do Policy: Policy Enactments in Secondary Schools. London ; New York: Routledge. Bron, J., & Thijs, A. (2011). Leaving it to the schools: ctizenship, diversity and human rights education in the Netherlands. Educational Research, 53(2), 123–136. https://doi.org/10.1080/00131881.2011.572361Erss, M., Kalmus, V., & Autio, T. H. (2016). “Walking a fine line”: teachers’ perception of curricular autonomy in Estonia, Finland and Germany. Journal of Curriculum Studies, 48(5), 589–609. https://doi.org/10.1080/00220272.2016.1167960Gobby, B. (2013). Enacting the independent public schools program in Western Australia. Issues in Educational Research, 23(1), 19–34. Hong, W.-P., & Youngs, P. (2016). Why are teachers afraid of curricular autonomy? Contradictory effects of the new national curriculum in South Korea. Asia Pacific Journal of Education, 36(sup1), 20–33. https://doi.org/10.1080/02188791.2014.959471Lundström, U. (2015). Teacher autonomy in the era of New Public Management. Nordic Journal of Studies in Educational Policy, 1(2). https://nordstep.net/index.php/nstep/article/view/28144Hrefna Pálsdóttir, Margrét Lilja Guðmundsdóttir, Jón Sigfússon, Inga Dóra Sigfúsdóttir, Álfgeir Logi Kristjánsson og Ingibjörg Eva Þórisdóttir (2014). Ungt fólk 2013 framhaldsskólar. Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. Reykjavík: Rannsóknir & greining. Hrefna Pálsdóttir, Margrét Lilja Guðmundsdóttir, Jón Sigfússon, Inga Dóra Sigfúsdóttir, Álfgeir Logi Kristjánsson og Ingibjörg Eva Þórisdóttir (2017a). Ungt fólk 2016 framhaldsskólar. Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. Reykjavík: Rannsóknir & greining. Hrefna Pálsdóttir, Álfgeir Logi Kristjánsson, Ingibjörg Eva Þórisdóttir, Erla María Tölgyes, Margrét Lilja Guðmundsdóttir, Jón Sigfússon og Inga Dóra Sigfúsdóttir (2017b). Ungt fólk utan skóla 2016. Félagsleg staða 16-20 ára ungmenna á Íslandi sem ekki stunda nám við framhaldsskóla árið 2016. Reykjavík: Rannsóknir & greining. Schwab, K. (2017). The fourth Industrial Revolution. Portfolio Penguin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Í menntastefnu þeirri sem birtist í lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 og er útfærð í aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 var dregið verulega úr miðstýringu á námsframboði og í námskrárgerð á framhaldsskólastigi. Markmiðið var m.a. að draga úr brotthvarfi og stuðla að bættu námsgengi nemenda með því að auka fjölbreytni náms þannig að allir nemendur hefðu nám við hæfi. Skólunum var veitt aukið frelsi til að hafa áhrif á námsframboð og inntak náms. Um leið má segja að ábyrgð á því að nám taki mið af þörfum nemenda, atvinnulífs og samfélagsins alls hafi verið færð til skólanna. Á sama tíma var skólunum ætlað að fara í margháttaðar aðrar breytingar, s.s. yfirfærslu náms í nýtt einingakerfi, innleiðingu grunnþátta menntunar og skipan náms á hæfniþrep. Nú síðast var gert átak í að stytta skipulagt nám til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. Að auki hafa breytingar á öðrum skólastigum áhrif á þróun skólastarfs á framhaldsskólastigi, s.s. breytt námsmatskerfi á grunnskólastigi og inntökuskilyrði á háskólastigi.Flókið samspilFramangreind menntastefna felur í sér mikið traust til fagfólks innan skólanna. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að það tekur tíma að innleiða svo miklar breytingar sem hér um ræðir og tíma getur tekið fyrir áhrif að koma fram. Þá hefur verið bent á það að þegar margar stefnubreytingar eigi sér stað á sama tíma þá getur framkvæmd einnar stefnu haft áhrif á hvernig önnur stefna er framkvæmd (Ball, 1997). Dæmi um þetta er stytting náms til stúdentsprófs í Þýskalandi stuttu eftir að skólum þar var veitt aukið sjálfstæði. Þar sýndi rannsókn að kennarar upplifðu að þrýstingur um samþjöppun náms hefði áhrif á möguleika þeirra til að nýta aukið sjálfstæði í námskrárgerð (Erss, Kalmus, & Autio, 2016). Rannsóknir sem tengjast auknu sjálfstæði skóla hafa dregið fram að framkvæmd stefnu getur verið háð ólíkum túlkunum einstaklinga á stefnunni auk þess sem ýmsir staðbundnir þættir í umhverfi skóla hafa þar áhrif (Ball, Maguire, & Braun, 2012). Þrátt fyrir að kennarar séu almennt taldir vilja aukið sjálfstæði og sveigjanleika í námskrárgerð þá hafa rannsóknir jafnframt sýnt að slíkum breytingum fylgir aukið álag í starfi og að þörf er á meiri stuðningi (Bron & Thijs, 2011; Lundström, 2015). Sama á við um skólameistara sem upplifa aukið álag í kjölfar aukinnar ábyrgðar og þörf fyrir aukinn stuðning (Gobby, 2013). Niðurstöður rannsókna benda til að aukið sjálfstæði skóla sem miðar að því að mæta þörfum nemenda og breytingum í umhverfinu leiði ekki endilega til fjölbreyttari námskrár. Þar geta komið til þættir eins og m.a. áhrif inntökuprófa í háskóla (Hong & Youngs, 2016), áhrif annarra staðlaðra prófa eða mælikvarða (Ball, 2003) og samkeppni skóla um fjölda nemenda (Lundström, 2015). Framangreint gefur aðeins örlitla innsýn inn í hversu flókið samspil á sér stað við innleiðingu breytinga í skólakerfinu. Á sama tíma standa framhaldsskólar frammi fyrir vaxandi áskorunum og mun ég nefna tvær, fjórðu iðnbyltinguna og líðan ungmenna.Fjórða iðnbyltinginÍ dag er talað um að við séum að lifa fjórðu iðnbyltinguna. Í því felst að bylting er að verða á notkun tækni í hinum ýmsum vísindagreinum. Klaus Schwab stofnandi Alþjóða efnahagsþingsins (World Economic Forum) telur að fjórða iðnbyltingin muni gerbreyta lífi okkar og atvinnu á næstu árum. Um er að ræða áframhaldandi byltingu í tækni sem tengist vísindum á öllum sviðum og sameinar svið eins og t.d. líffræði og stafræn vísindi (Schwab, 2017). Þetta er þróun sem þegar er farin af stað og tengist t.d. notkun nettækni, dróna, sjálfkeyrandi bíla og vélmenna með gervigreind og annarri tækni sem muni leysa núverandi störf af hólmi og breyta lífi okkar allra. Fjórða iðnbyltingin kallar á miklar áskoranir fyrir menntakerfið okkar. Hvernig höldum við áfram að þróa það þannig að það búi nemendur sem best undir framtíðina?Líðan ungmennaNiðurstöður úr könnunum Ungt fólk sýna að einkenni kvíða og þunglyndis finnast í vaxandi mæli meðal ungmenna. Nemendur á framhaldsskólaaldri sem eru utan skóla upplifa í meira mæli einkenni kvíða og þunglyndis en nemendur sem eru í framhaldsskóla. Áberandi munur kemur fram á milli kynja þar sem stúlkur bæði utan skóla og í skóla upplifa meiri kvíða og þunglyndi en strákar (Rannsóknir og greining, 2014, 2017a, 2017b). Ýmsar mögulegar ástæður hafa verið nefndar sem tengjast m.a. notkun samfélagsmiðla, einelti og upplifun nemenda af jöfnuði og eða öðrum samverkandi þáttum. Þá hefur mikil umfjöllun um forvarnir og þjónustu í geðheilbrigðismálum farið af stað. Sú þróun sem hér hefur verið lýst er mjög alvarleg og það er ljóst að bregðast þarf við með afgerandi hætti. Við þurfum að nýta rannsóknir og greiningar á áhrifaþáttum á líðan ungmenna. Margt gott hefur þegar verið unnið í þessum efnum, sem dæmi má nefna vinnu á vegum embættis landlæknis. Þá eru skólarnir mikilvægur vettvangur til að efla geðrækt. Viðfangsefnið er hinsvegar með þeim hætti að samfélagið allt þarf að koma að vinnu í forvörnum um hvernig megi efla geðheilsu ungs fólks. Eitt af því sem fylgir vanda sem þessum er hvert á að leita eftir aðstoð og síðan eftirfylgni með aðstoð sem reynir gjarnan bæði á unglingana sjálfa og foreldra. Það er því mikilvægt að ábyrgð og hlutverk stofnana innan kerfisins sé skýrt hvort sem er á vegum heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins eða velferðarkerfisins.Rannsóknir og notkun á mælikvörðumMikil gagnasöfnun á sér stað í tengslum við alþjóðlegan samanburð á menntakerfum t.d. hjá OECD og Evrópusambandinu. Þrátt fyrir að mikilvægt sé að geta borið sig saman við önnur lönd þá er sá samanburður ávallt með þeim fyrirvara að ekkert land er eins, hvert menntakerfi hefur einhverja sérstöðu og innan hvers lands ríkir aftur mikil fjölbreytni, t.d. bara í áherslum mismunandi skóla. Dæmi um mismun er t.d. menningarmunur milli landa eða ólík uppbygging og samfélagsgerð svæða bæði milli og innan landa. Ísland hefur þá sérstöðu að vera eitt strjálbýlasta land heims og þarf skólakerfið að taka mið af því með hliðsjón af t.d. jöfnum tækifærum og frelsi nemandans til að velja nám við hæfi. Það breytir því ekki að við þurfum að auka gagnaöflun um framhaldsskólastigið og tryggja að til staðar séu fjölbreyttir mælikvarðar og gögn um t.d. námsframvindu nemenda á hverjum tíma og gæði menntunar. Gögn og mælikvarðar duga hinsvegar ekki ein og sér. Mikilvægt er að nýta betur og efla rannsóknir á framhaldsskólastiginu til að auka skilning okkar á því flókna samspili sem þar fer fram. Dæmi í tengslum við framangreint er að gögn Hagstofu Íslands sýna að hlutfall nemenda í starfsnámi hefur lítið breyst á undanförnum árum en rúm 34% nemenda á framhaldsskólastigi var í starfsnámi haustið 2015. Athyglisvert er að á sama tíma kemur fram í könnununum Ungt fólk (Rannsóknir og greining, 2014, 2017a) að um 35% nemenda í bóknámi telja að nám í verklegum greinum myndi henta þeim betur heldur en bóknám. Þá benda nýjustu tölur um fjölda nemenda í námi eftir árgöngum til þess að brotthvarf sé enn hátt. Þessi gögn ein og sér segja ekki alla söguna um hvort markmið menntastefnunnar um minna brotthvarf og bætt námsgengi hafi náðst enda er of snemmt að draga ályktanir í þeim efnum. Við þurfum á því að halda að auka skilning okkar á því hvað þarna er að gerast. Hvað skýrir t.d. þann mun sem virðist vera á námsvali nemenda og síðan aftur þörfum atvinnulífsins fyrir fólk með menntun á sviði starfsnáms? Eitt af því sem þarf að skoða er hvernig kerfið virkar. Ýmsar rannsóknir hafa verið framkvæmdar hér á landi á framhaldsskólastiginu í tengslum við brotthvarf og námsval nemenda. Við þurfum að nýta þær betur og stuðla að frekari rannsóknum. Framangreint er eins og áður aðeins til að árétta hversu mikilvægt það er að nýta fjölbreytta mælikvarða til að styðjast við í stefnumörkun og mati á stefnumarkmiðum og hversu mikilvægt það er að efla rannsóknir sem nýst geta til betri skilnings á því flókna samspili sem á sér stað í skólakerfinu okkar. Enn mikilvægara er síðan að gögn og rannsóknir séu nýtt með markvissum hætti til að styðja við lærdómssamfélög skólanna.Hvað svo?Ég hef hér að framan lýst í stuttu máli þeirri miklu ábyrgð á námsframboði og námskrárgerð sem færð var til fagfólks framhaldsskóla með stefnu sem mörkuð var með lögum árið 2008. Þá hef ég komið inn á tvennskonar áskoranir sem skólarnir standa frammi fyrir (eins og samfélagið allt) sem eru annarsvegar fjórða iðnbyltingin og versnandi líðan nemenda. Einnig hef ég nefnt mikilvægi þess að hafa tiltæk og styðjast við fjölbreytt gögn um þróun mála og rannsóknir á framhaldsskólastiginu. Það er alveg ljóst að þrátt fyrir að skólunum hafi verið veittur aukinn sveigjanleiki og ábyrgð þá þarf meira að koma til. Skólarnir þurfa tíma og svigrúm til að nýta aukið frelsi auk þess sem svigrúm þarf að vera fyrir starfsþróun í takt við þá tæknibyltingu sem við erum að lifa. Það þarf að halda áfram og styðja við víðtækar forvarnir á sviði geðræktar. Samfélagið allt þarf að taka þátt í þeirri vinnu. Það þarf einnig að efla samstarf við háskólasamfélagið um rannsóknir sem nýst geta skólunum og stjórnvöldum í þágu nemenda á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. Kennarasamband Íslands og Skólameistarafélag Íslands efndu til Skólamálaþings á Alþjóðadegi kennara 5. október sl. Þar hlustaði ég ásamt fjölda skólafólks á fyrirlestur dr. Zachary Walker um mikilvægi þess að nota snjalltæki í kennslu og kenna nemendum að nota tækin á ábyrgan hátt. Notkun þessara tækja er hluti af veruleikanum sem við búum við og hluti af því að búa nemendur undir framtíðina. Daginn eftir hlustaði ég á málstofur á Menntakviku, ráðstefnu Menntavísindasviðs HÍ um rannsóknir, nýbreytni og þróun í menntavísindum. Það er alveg ljóst að það er mikil gróska og skapandi starf sem fram fer í skólunum okkar. Þessi mikla gróska og þær áskoranir sem skólakerfið stendur frammi fyrir er hvatning fyrir ungt fólk til að fara í kennaranám og vera þannig þátttakandi í mótun skólastarfs á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. Það er einnig mikilvægt að fá inn í skólastarfið reynslu ungs fólks af þeim veruleika sem við búum í.Kolfinna Jóhannesdóttir doktorsnemi í menntavísindum og frambjóðandi í þriðja sæti á lista Miðflokksins í suðvesturkjördæmiHeimildirBall, S. J. (1997). Policy Sociology and Critical Social Research: A Personal Review of Recent Education Policy and Policy Research. British Educational Research Journal, 23(3), 257–274. Ball, S. J. (2003). The teacher’s soul and the terrors of performativity. Journal of Education Policy, 18(2), 215–228. https://doi.org/10.1080/0268093022000043065Ball, S. J., Maguire, M., & Braun, A. (2012). How Schools Do Policy: Policy Enactments in Secondary Schools. London ; New York: Routledge. Bron, J., & Thijs, A. (2011). Leaving it to the schools: ctizenship, diversity and human rights education in the Netherlands. Educational Research, 53(2), 123–136. https://doi.org/10.1080/00131881.2011.572361Erss, M., Kalmus, V., & Autio, T. H. (2016). “Walking a fine line”: teachers’ perception of curricular autonomy in Estonia, Finland and Germany. Journal of Curriculum Studies, 48(5), 589–609. https://doi.org/10.1080/00220272.2016.1167960Gobby, B. (2013). Enacting the independent public schools program in Western Australia. Issues in Educational Research, 23(1), 19–34. Hong, W.-P., & Youngs, P. (2016). Why are teachers afraid of curricular autonomy? Contradictory effects of the new national curriculum in South Korea. Asia Pacific Journal of Education, 36(sup1), 20–33. https://doi.org/10.1080/02188791.2014.959471Lundström, U. (2015). Teacher autonomy in the era of New Public Management. Nordic Journal of Studies in Educational Policy, 1(2). https://nordstep.net/index.php/nstep/article/view/28144Hrefna Pálsdóttir, Margrét Lilja Guðmundsdóttir, Jón Sigfússon, Inga Dóra Sigfúsdóttir, Álfgeir Logi Kristjánsson og Ingibjörg Eva Þórisdóttir (2014). Ungt fólk 2013 framhaldsskólar. Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. Reykjavík: Rannsóknir & greining. Hrefna Pálsdóttir, Margrét Lilja Guðmundsdóttir, Jón Sigfússon, Inga Dóra Sigfúsdóttir, Álfgeir Logi Kristjánsson og Ingibjörg Eva Þórisdóttir (2017a). Ungt fólk 2016 framhaldsskólar. Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. Reykjavík: Rannsóknir & greining. Hrefna Pálsdóttir, Álfgeir Logi Kristjánsson, Ingibjörg Eva Þórisdóttir, Erla María Tölgyes, Margrét Lilja Guðmundsdóttir, Jón Sigfússon og Inga Dóra Sigfúsdóttir (2017b). Ungt fólk utan skóla 2016. Félagsleg staða 16-20 ára ungmenna á Íslandi sem ekki stunda nám við framhaldsskóla árið 2016. Reykjavík: Rannsóknir & greining. Schwab, K. (2017). The fourth Industrial Revolution. Portfolio Penguin.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun