45 enn á sjúkrahúsi eftir árásina í Las Vegas Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2017 08:22 58 manns létu lífið og á sjötta hundrað særðust í árásinni. Vísir/afp Nærri hálfum mánuði eftir blóðbaðið í Las Vegas er ástandið mjög alvarlegt hjá hluta þeirra 45 sem enn dvelja á sjúkrahúsi. Lögregla í Las Vegas hefur nú birt nýjar upplýsingar um hvað gerðist þegar öryggisvörður á Mandalay hótelinu var skotinn. 58 manns létu lífið og á sjötta hundrað særðust þegar hinn 64 ára Stephen Paddock skaut á tónleikagesti út um glugga hótelherbergis síns á Mandalay-hótelinu þann 1. október síðastliðinn. Lögregla í Las Vegas greinir frá því að 546 hafi særst í árásinni og hafi 501 þeirra nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi. CBS greinir frá þessu. Enn er allt á huldu varðandi ástæður þess að Paddock skaut á annað þúsund skota á gesti tónlistarhátíðarinnar Harvest 91 við aðalgötu borgarinnar, The Strip. Búið er að kryfja lík Paddock og virðist ekki sem að hann hafi verið að glíma við einhver veikindi sem kunni að skýra gjörðir hans. Sömuleiðis hefur alríkislögreglan ekki fundið neinar vísbendingar um að einhverjar sérstakar hugmyndafræðilegar ástæður eða þá að hann hafi tilheyrt einhverjum hópi eða samtökum sem kunni að segja til um ástæður árásarinnar.Stephen Paddock svipti sig lífi eftir árásina.Vísir/AFPSkaut vísvitandi á eldsneytistanka Yfirvöld telja fullvíst að Paddock hafi miðað sérstaklega á eldneytistanka á McCarran flugvelli við hlið tónleikastaðarins. Mörg hundruð starfsmanna alríkislögreglunnar FBI hafa að undanförnu rannsakað málið. Ýmsar upplýsingar hafa komið fram um á hvaða tímapunkti Paddock skaut öryggisvörð hótelsins sem talsvert hefur verið fjallað um. Forsvarsmenn MGM Resorts International, sem rekur Mandalay hótelið, hafa ætíð sagt að vörðurinn hafi verið skotinn og tilkynnt um árásina nokkrum sekúndum áður en Paddock hóf skothríðina yfir tónleikagestina frá 32. hæð hótelsins. Lögregla greindi fyrst frá því að öryggisvörðurinn hafi verið skotinn eftir árásina á tónleikagestina. Því var síðar breytt í að hann hafi verið skotinn sex mínútum fyrir árásina. Nú fullyrðir lögregla hins vegar að útskýringar hótelsins séu réttar. MGM hafði lýst því að starfsmenn hótelsins hafi ekki haft mikinn tíma að bregðast við og að öryggisvörðurinn hafi verið skotinn að hámarki 40 sekúndum áður en Paddock byrjaði að skjóta út um gluggann. Paddock svipti sig lífi eftir að hafa skotið út um gluggann í um tíu mínútur. Hann hafði safnað að sér á fjórða tug skotvopna og mikið magn skotfæra fyrir árásina. Um er að ræða mannskæðustu skotárásina í sögu Bandaríkjanna. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Nærri hálfum mánuði eftir blóðbaðið í Las Vegas er ástandið mjög alvarlegt hjá hluta þeirra 45 sem enn dvelja á sjúkrahúsi. Lögregla í Las Vegas hefur nú birt nýjar upplýsingar um hvað gerðist þegar öryggisvörður á Mandalay hótelinu var skotinn. 58 manns létu lífið og á sjötta hundrað særðust þegar hinn 64 ára Stephen Paddock skaut á tónleikagesti út um glugga hótelherbergis síns á Mandalay-hótelinu þann 1. október síðastliðinn. Lögregla í Las Vegas greinir frá því að 546 hafi særst í árásinni og hafi 501 þeirra nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi. CBS greinir frá þessu. Enn er allt á huldu varðandi ástæður þess að Paddock skaut á annað þúsund skota á gesti tónlistarhátíðarinnar Harvest 91 við aðalgötu borgarinnar, The Strip. Búið er að kryfja lík Paddock og virðist ekki sem að hann hafi verið að glíma við einhver veikindi sem kunni að skýra gjörðir hans. Sömuleiðis hefur alríkislögreglan ekki fundið neinar vísbendingar um að einhverjar sérstakar hugmyndafræðilegar ástæður eða þá að hann hafi tilheyrt einhverjum hópi eða samtökum sem kunni að segja til um ástæður árásarinnar.Stephen Paddock svipti sig lífi eftir árásina.Vísir/AFPSkaut vísvitandi á eldsneytistanka Yfirvöld telja fullvíst að Paddock hafi miðað sérstaklega á eldneytistanka á McCarran flugvelli við hlið tónleikastaðarins. Mörg hundruð starfsmanna alríkislögreglunnar FBI hafa að undanförnu rannsakað málið. Ýmsar upplýsingar hafa komið fram um á hvaða tímapunkti Paddock skaut öryggisvörð hótelsins sem talsvert hefur verið fjallað um. Forsvarsmenn MGM Resorts International, sem rekur Mandalay hótelið, hafa ætíð sagt að vörðurinn hafi verið skotinn og tilkynnt um árásina nokkrum sekúndum áður en Paddock hóf skothríðina yfir tónleikagestina frá 32. hæð hótelsins. Lögregla greindi fyrst frá því að öryggisvörðurinn hafi verið skotinn eftir árásina á tónleikagestina. Því var síðar breytt í að hann hafi verið skotinn sex mínútum fyrir árásina. Nú fullyrðir lögregla hins vegar að útskýringar hótelsins séu réttar. MGM hafði lýst því að starfsmenn hótelsins hafi ekki haft mikinn tíma að bregðast við og að öryggisvörðurinn hafi verið skotinn að hámarki 40 sekúndum áður en Paddock byrjaði að skjóta út um gluggann. Paddock svipti sig lífi eftir að hafa skotið út um gluggann í um tíu mínútur. Hann hafði safnað að sér á fjórða tug skotvopna og mikið magn skotfæra fyrir árásina. Um er að ræða mannskæðustu skotárásina í sögu Bandaríkjanna.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15