Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup en Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn mælast nánast hnífjöfn með nærri 24% og 23% fylgi. Frá þessu er greint á fréttavef Ríkisútvarpsins.
Samfylkingin bætir við sig fylgi og mælist með 13% fylgi. Flokkurinn yrði því þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Miðflokkurinn mælist með rúmlega 9% fylgi og Píratar með tæplega 9%.
Þá mælist Framsóknarflokkurinn með 7% fylgi og lækkar því um þrjú prósentustig.
Flokkur fólksins missir talsvert fylgi og mælist nú með 6%. Um það bil 5% segjast myndu kjósa Viðreisn en Björt framtíð mælist með 3%.
Þetta myndi þýða að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn fengu jafn marga þingmenn, eða sextán. Samfylkingin níu, Píratar og Miðflokkurinn sex, Framsóknarflokkurinn fengi fimm þingmenn, Flokkur fólksins fengi fjóra og Viðreisn einn.
Könnunin var netkönnun gerð dagana 29. september til 12. október. 13% tóku ekki afstöðu eða neituðu að gefa hana upp og nærri 7% sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa.
Innlent