Innlent

Lögreglan varar við millifærslusvindli

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Svindlið lýsir sér þannig að það lítur út fyrir að stjórnandi í fyrirtækinu sé að óska eftir millifærslu strax á erlendan banka.
Svindlið lýsir sér þannig að það lítur út fyrir að stjórnandi í fyrirtækinu sé að óska eftir millifærslu strax á erlendan banka. Lögreglan
Lögreglunni hefur nýlega borist ábendingar varðandi millifærslusvindls þar sem verið er að reyna að draga fé út úr fyrirtækjum með því að fá starfsmenn til að millifæra peninga.

Svindlið lýsir sér þannig að það lítur út fyrir að stjórnandi í fyrirtækinu sé að óska eftir millifærslu strax á erlendan banka. Skilaboðin eru á íslensku og eru þokkalega stafsett og það lítur út fyrir að þau séu send úr farsíma.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að mikilvægt sé að fyrirtæki og einstaklingar komi sér upp reglum sem takmarki möguleika á því að fjármunir séu millifærðir án þess að skýrt sé hver óski eftir slíku. Þá sé mikilvægt að þessi mál séu í föstum skorðum til að forðast megi tap af völdum svika sem þessara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×