Skoðun

Lýðræði

Ágúst Már Garðarsson skrifar
Þið horfið ef til vill í kringum ykkur í þessu pólitíska landslagi sem boðið er upp á og hristið hausinn, ég get vel skilið það.

Ég er sjálfur oft mjög ringlaður og enginn flokkur hefur átt atkvæði mitt alla mína tíð. Ég hef flakkað milli flokka og mátað mig við allskonar hugmyndafræði. Fyrstu birtingarmyndir pólitíkur í mínu lífi voru tegundirnar af dráttarvélum sem bændurnir í sveitinni minni keyrðu. Þeir efnameiri og þar af leiðandi valdameiri keyrðu um á stórum, bláum og voldugum Ford dráttarvélum með yfirbyggðu húsi og stereoanleggi.

Hinir fátækari og áhrifaminni bændur keyrðu um á rauðum International með veltigrind eða mínu persónu lega uppáhaldi rauðum Massey Fergusson. Ég ætla að gera tilraun til að hlutast ekki til um hvað þið kjósið. Hlustið bara á alla, lesið og skoðið.

Fylgist með umræðuþáttum og myndið ykkur skoðun út frá því sem þið trúið á og því sem þið teljið trúverðugt. Það hefur nefnilega aldrei verið betra úrval í framboði til Alþingis og flestöll sjónarmið eiga sér málsvara. Það er fagnaðarefni. Farið og kjósið, það skiptir máli.

Höfundur er matreiðslumaður Marel og í 4ða sæti Reykjavík Norður fyrir Bjarta framtíð.




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×