Með fjárfestingu skal land byggja Ásta Sigríður Fjeldsted skrifar 13. október 2017 07:00 Geta stjórnmálamenn horft til lengri tíma en fjögurra ára?Það kvað við nýjan tón í umræðum formanna stjórnmálaflokkanna á RÚV í síðustu viku. Flestir frambjóðendanna voru sammála um að forgangsraða þyrfti í ríkisfjármálum. Ekki væri nóg að auka bara útgjöld – heldur væri skynsamleg nýting fjármunanna fyrir öllu. Viðskiptaráð bíður spennt eftir haldbærum upplýsingum um hvað betri nýting felur í sér.Fjárfestingar hafa setið á hakanumÁrin eftir hrun hallaði mjög á fjárfestingu hjá hinu opinbera, en Viðskiptaráði reiknast til að ríkissjóður hafi vanfjárfest upp á a.m.k. 70 ma.kr. á tímabilinu 2010-2015 ef litið er til meðaltals rúmlega áratug áður. Jafngildir það um tveggja ára útgjöldum ríkissjóðs til fjárfestinga, miðað við fyrri tíð. Eftir fjármálakreppuna rauk fjármagnskostnaður ríkissjóðs upp vegna aukinnar skuldabyrði. Rekstrinum var haldið í horfinu og stjórnvöld kepptust við að greiða niður skuldir. Sökum þessa beindist niðurskurðarhnífurinn að fjárfestingum. Þetta var afar óheppileg þróun. Sá grundvallarmunur er á rekstrarkostnaði og fjárfestingu að fjárfestingin situr eftir um ókomin ár og styður við hagvöxt framtíðarinnar. Sem dæmi má nefna að fjárfesting í fleiri og betri vegum dregur úr umferðaröngþveiti, eykur umferðaröryggi og styður við samgöngur og viðskipti. Vanfjárfestingu fylgir hins vegar uppsafnaður viðhaldskostnaður vegna þeirra fjárfestinga sem fyrir eru, verri nýting þeirra, fleiri umferðarslys og lægri framleiðni.Laun stór hluti útgjaldaaukningaEf tekið er dæmi úr ósamþykktum fjárlögum fyrir árið 2018, sem þó boðuðu ágæta aukningu í fjárfestingu á milli ára í heild, má sjá varhugaverða þróun í samspili rekstrarkostnaðar og fjárfestingar. Um 40% af aukningu í útgjöldum til velferðarmála milli ára má rekja til launa- og verðlagsbóta. Í menntamálum er hlutfallið nærri 70%. Sambærilega þróun má sjá árin á undan.Því ætti það ekki að koma á óvart að kvartað sé undan litlu fjármagni til fjárfestinga og annars rekstrar. Til að mynda hafa útgjöld til heilbrigðiskerfisins verið aukin ár frá ári en samt er ekkert lát á umræðu um skort á fjármagni í málaflokknum. Það er því ekki nóg að stjórnmálamenn lofi auknum fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins, fjármagnið þarf að rata á rétta staði. Þetta er sérstaklega brýnt í ljósi þess að öldrun þjóðarinnar, tilkoma nýrra og dýrari lyfja og aðgerða sem og aukin tíðni lífstílssjúkdóma munu enn auka á kostnað kerfisins á næstu árum. Ekki gengur að verja áfram fjármagni í rekstrarhliðina með óbreyttum áherslum í opinbera kerfinu – horfa þarf til framtíðar og fjárfesta í lausnum sem geta dregið úr rekstrarkostnaði til lengri tíma. Þetta gerðu þátttakendur í Verkkeppni Viðskiptaráðs á dögunum. Viðskiptaráð spurði þátttakendur – sem erfa munu þau kerfi sem samfélagið rekur í dag - hvernig nýta mætti tæknina til að leysa vandamál nú- og framtíðar. Sigurliðið lagði til að gervigreind yrði nýtt við greiningu á lífstílsmynstri fólks svo að grípa mætti fyrr inn í hjá verðandi sjúklingum. Í stað þess að bjarga fólki sífellt upp úr ánni lagði hópurinn til að áherslan yrði á fjárfestingar og lausnir sem héldu fólki á þurru landi. Loforð sem ná lengra en kjörtímabilið Fjárfesting skiptir ekki einvörðungu máli ef vinna á upp uppsafnaða þörf í kerfinu, heldur snýr þetta einnig að því hversu vel kerfið er búið undir framtíðina. Áskorunin við fjárfestingarútgjöld er að afraksturinn skilar sér sjaldnast á einu kjörtímabili. Að undanförnu hafa kjörtímabil styst verulega sem hefur gert slíkar áætlanir og haldbæran afrakstur enn erfiðari. Skýr langtímastefna og kerfisbreytingar sem styðja við þá stefnu er árangursríkasta leiðin til bættra lífskjara. Hins vegar virðast loforð um útgjöld sem skila sér beint í vasa landsmanna og andstaða við kerfisbreytingar gjarnan vera líklegri til árangurs í kosningum. Stjórnmálamenn þurfa því að hafa kjark til þess að leggja fram áætlanir og loforð sem ná lengra en það kjörtímabil sem kosið er um. Að sama skapi þurfa kjósendur að sýna stjórnmálamönnum aðhald með því að þrýsta á langtímasjónarmið í stað skammtímaávinnings.Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Geta stjórnmálamenn horft til lengri tíma en fjögurra ára?Það kvað við nýjan tón í umræðum formanna stjórnmálaflokkanna á RÚV í síðustu viku. Flestir frambjóðendanna voru sammála um að forgangsraða þyrfti í ríkisfjármálum. Ekki væri nóg að auka bara útgjöld – heldur væri skynsamleg nýting fjármunanna fyrir öllu. Viðskiptaráð bíður spennt eftir haldbærum upplýsingum um hvað betri nýting felur í sér.Fjárfestingar hafa setið á hakanumÁrin eftir hrun hallaði mjög á fjárfestingu hjá hinu opinbera, en Viðskiptaráði reiknast til að ríkissjóður hafi vanfjárfest upp á a.m.k. 70 ma.kr. á tímabilinu 2010-2015 ef litið er til meðaltals rúmlega áratug áður. Jafngildir það um tveggja ára útgjöldum ríkissjóðs til fjárfestinga, miðað við fyrri tíð. Eftir fjármálakreppuna rauk fjármagnskostnaður ríkissjóðs upp vegna aukinnar skuldabyrði. Rekstrinum var haldið í horfinu og stjórnvöld kepptust við að greiða niður skuldir. Sökum þessa beindist niðurskurðarhnífurinn að fjárfestingum. Þetta var afar óheppileg þróun. Sá grundvallarmunur er á rekstrarkostnaði og fjárfestingu að fjárfestingin situr eftir um ókomin ár og styður við hagvöxt framtíðarinnar. Sem dæmi má nefna að fjárfesting í fleiri og betri vegum dregur úr umferðaröngþveiti, eykur umferðaröryggi og styður við samgöngur og viðskipti. Vanfjárfestingu fylgir hins vegar uppsafnaður viðhaldskostnaður vegna þeirra fjárfestinga sem fyrir eru, verri nýting þeirra, fleiri umferðarslys og lægri framleiðni.Laun stór hluti útgjaldaaukningaEf tekið er dæmi úr ósamþykktum fjárlögum fyrir árið 2018, sem þó boðuðu ágæta aukningu í fjárfestingu á milli ára í heild, má sjá varhugaverða þróun í samspili rekstrarkostnaðar og fjárfestingar. Um 40% af aukningu í útgjöldum til velferðarmála milli ára má rekja til launa- og verðlagsbóta. Í menntamálum er hlutfallið nærri 70%. Sambærilega þróun má sjá árin á undan.Því ætti það ekki að koma á óvart að kvartað sé undan litlu fjármagni til fjárfestinga og annars rekstrar. Til að mynda hafa útgjöld til heilbrigðiskerfisins verið aukin ár frá ári en samt er ekkert lát á umræðu um skort á fjármagni í málaflokknum. Það er því ekki nóg að stjórnmálamenn lofi auknum fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins, fjármagnið þarf að rata á rétta staði. Þetta er sérstaklega brýnt í ljósi þess að öldrun þjóðarinnar, tilkoma nýrra og dýrari lyfja og aðgerða sem og aukin tíðni lífstílssjúkdóma munu enn auka á kostnað kerfisins á næstu árum. Ekki gengur að verja áfram fjármagni í rekstrarhliðina með óbreyttum áherslum í opinbera kerfinu – horfa þarf til framtíðar og fjárfesta í lausnum sem geta dregið úr rekstrarkostnaði til lengri tíma. Þetta gerðu þátttakendur í Verkkeppni Viðskiptaráðs á dögunum. Viðskiptaráð spurði þátttakendur – sem erfa munu þau kerfi sem samfélagið rekur í dag - hvernig nýta mætti tæknina til að leysa vandamál nú- og framtíðar. Sigurliðið lagði til að gervigreind yrði nýtt við greiningu á lífstílsmynstri fólks svo að grípa mætti fyrr inn í hjá verðandi sjúklingum. Í stað þess að bjarga fólki sífellt upp úr ánni lagði hópurinn til að áherslan yrði á fjárfestingar og lausnir sem héldu fólki á þurru landi. Loforð sem ná lengra en kjörtímabilið Fjárfesting skiptir ekki einvörðungu máli ef vinna á upp uppsafnaða þörf í kerfinu, heldur snýr þetta einnig að því hversu vel kerfið er búið undir framtíðina. Áskorunin við fjárfestingarútgjöld er að afraksturinn skilar sér sjaldnast á einu kjörtímabili. Að undanförnu hafa kjörtímabil styst verulega sem hefur gert slíkar áætlanir og haldbæran afrakstur enn erfiðari. Skýr langtímastefna og kerfisbreytingar sem styðja við þá stefnu er árangursríkasta leiðin til bættra lífskjara. Hins vegar virðast loforð um útgjöld sem skila sér beint í vasa landsmanna og andstaða við kerfisbreytingar gjarnan vera líklegri til árangurs í kosningum. Stjórnmálamenn þurfa því að hafa kjark til þess að leggja fram áætlanir og loforð sem ná lengra en það kjörtímabil sem kosið er um. Að sama skapi þurfa kjósendur að sýna stjórnmálamönnum aðhald með því að þrýsta á langtímasjónarmið í stað skammtímaávinnings.Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar