Reykjavíkurborg skipar samninganefnd við Airbnb Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. október 2017 17:44 Með samningum við Airbnb á að vera hægt að fá betri upplýsingar um ólöglega gistingu. vísir/anton brink Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að stofna samninganefnd sem mun hefja viðræður við ferðaþjónustufyrirtækið Airbnb. Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg mun samninganefndin taka mið af samningum sem borgirnar Amsterdam og London hafa gert við Airbnb. Reykjavík hefur sótt lærdóm til annarra hraðvaxandi ferðamannaborga eins og Barselóna, Parísar, Stokkhólms og Amsterdam. Með samningum við Airbnb á að vera hægt að fá betri upplýsingar um ólöglega gistingu. Þá getur vefsíðan hindrað eigendur húsnæðis sem eru ekki með formlegt leyfi til gististarfsemi umfram 90 daga regluna í því að leigja út eignir sínar umfram þann dagafjölda. Reykjavíkurborg verður fyrsti opinberi aðilinn á Íslandi til að nálgast Airbnb á þennan hátt. Stofnun samninganefndarinnar er á grunni tillagna starfshóps um heimagistingu sem skipaður var af borgarstjóra sumarið 2016 og skilað tillögum í júní 2017.Þak á fjölda gistináttaSérfræðingur um áhrif Airbnb á borgir sagði í maí að stjórnvöld þyrftu að koma böndum á Airbnb-leigu í Reykjavík til að ráða við húsnæðismarkaðinn og offjölgun ferðamanna. Airbnb-leiga í Reykjavík jókst um níutíu prósent á milli ára á fyrsta fjórðungi þessa árs miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra. Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kom fram í síðasta mánuði að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík árið 2016 numið 46 milljónum evar eða sem nemur 6,1 milljarði króna. Það sem af er árinu 2017 hefur vöxturinn haldið áfram. Lagt er til að líkt í London og Amsterdam sé sett þak á fjölda leyfilegra gistinátta hverrar íbúðar, til dæmis sextíu eða níutíu nætur, en ef ætlunin er að bjóða íbúð til lengri leigu verði að afhenda Airbnb afrit af gistileyfum og skráningarnúmer. Samninganefndin verður skipuð skrifstofustjóra borgarstjórnar sem verður formaður, fulltrúa frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og fulltrúa borgarlögmanns. Nefndin hefur heimild til að leita eftir sérfræðiráðgjöf í alþjóðlegri samningagerð en mun einnig leita eftir ráðgjöf innan borgarkerfisins hjá aðilum sem hafa sérþekkingu á viðfangsefninu. Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að stofna samninganefnd sem mun hefja viðræður við ferðaþjónustufyrirtækið Airbnb. Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg mun samninganefndin taka mið af samningum sem borgirnar Amsterdam og London hafa gert við Airbnb. Reykjavík hefur sótt lærdóm til annarra hraðvaxandi ferðamannaborga eins og Barselóna, Parísar, Stokkhólms og Amsterdam. Með samningum við Airbnb á að vera hægt að fá betri upplýsingar um ólöglega gistingu. Þá getur vefsíðan hindrað eigendur húsnæðis sem eru ekki með formlegt leyfi til gististarfsemi umfram 90 daga regluna í því að leigja út eignir sínar umfram þann dagafjölda. Reykjavíkurborg verður fyrsti opinberi aðilinn á Íslandi til að nálgast Airbnb á þennan hátt. Stofnun samninganefndarinnar er á grunni tillagna starfshóps um heimagistingu sem skipaður var af borgarstjóra sumarið 2016 og skilað tillögum í júní 2017.Þak á fjölda gistináttaSérfræðingur um áhrif Airbnb á borgir sagði í maí að stjórnvöld þyrftu að koma böndum á Airbnb-leigu í Reykjavík til að ráða við húsnæðismarkaðinn og offjölgun ferðamanna. Airbnb-leiga í Reykjavík jókst um níutíu prósent á milli ára á fyrsta fjórðungi þessa árs miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra. Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kom fram í síðasta mánuði að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík árið 2016 numið 46 milljónum evar eða sem nemur 6,1 milljarði króna. Það sem af er árinu 2017 hefur vöxturinn haldið áfram. Lagt er til að líkt í London og Amsterdam sé sett þak á fjölda leyfilegra gistinátta hverrar íbúðar, til dæmis sextíu eða níutíu nætur, en ef ætlunin er að bjóða íbúð til lengri leigu verði að afhenda Airbnb afrit af gistileyfum og skráningarnúmer. Samninganefndin verður skipuð skrifstofustjóra borgarstjórnar sem verður formaður, fulltrúa frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og fulltrúa borgarlögmanns. Nefndin hefur heimild til að leita eftir sérfræðiráðgjöf í alþjóðlegri samningagerð en mun einnig leita eftir ráðgjöf innan borgarkerfisins hjá aðilum sem hafa sérþekkingu á viðfangsefninu.
Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira