Leggjum metnað í menntun Björn Leví Gunnarsson skrifar 12. október 2017 15:45 Það vita allir hversu mikilvægt menntakerfið er. Þá á ég við allt menntakerfið, ekki bara bóknámið heldur líka verk- og listgreinar, rannsóknir, kennslu og stuðningsnet nemenda - hvort sem það er hjá fjölskyldu eða LÍN. Það ættu líka allir að vita hversu mikið mikilvægara menntakerfið verður í framtíðinni. Við sjáum fram á gríðarlegar samfélagsbreytingar sem tengjast tækninýjungum í sjálfvirkni, gervigreind, matvælaframleiðslu, erfðavísindum, orkuframleiðslu, orkugeymslu og mörgu fleira. Menntakerfið sjálft liggur meira að segja undir í þeirri þróun sem fram undan er. Nú liggur á að leggja línurnar og taka stefnuna á framtíðina en ekki páfagaukalærdóm gærdagsins. Við verðum að fá menntakerfi þar sem við styrkjum námsmenn í námi. Fyrstu skrefin út í lífið eiga ekki að vera skuldum hlaðin. Við þurfum menntakerfi sem tryggir öllum aðgang án tillits til búsetu eða aldurs, allt frá leikskóla til háskóla og endurmenntunar. Vegna þess að í framtíðinni þá verðum við alltaf að læra. Dagarnir þar sem það sem þú lærðir á unga aldri er lítið breytt til æviloka eru liðnir. Þetta á við um allt milli vísindalegrar þekkingar og hvað telst siðferðislega rétt. Við erum lítil þjóð í stóru landi. Það er erfitt að halda uppi menntakerfi fyrir alla, alltaf. En við verðum að gera það. Afleiðingarnar af því að spara eða úthýsa eru einfaldlega of slæmar og koma niður á okkur öllum. Það er nefnilega erfitt að heltast úr lestinni og sjá alla aðra taka fram úr og skilja okkur eftir. Það tekur tíma að byggja sig upp úr slíkri stöðu og ná hinum. Það er sorglegt að segja en við erum ekki langt frá því að vera í þeirri stöðu; það er fyrirsjáanlegur kennaraskortur, tungumálið stendur höllum fæti í stafrænu umhverfi dagsins í dag, ungt fólk þarf að vinna með námi. Við getum gert betur. Við verðum að gera betur. Við verðum að leggja metnað í menntun. Komum upp eða eflum fræðaskóla, verkmenntaskóla og listgreinaskóla á bæði framhalds- og háskólastigi. Tryggjum dreifnám út um allt land. Setjum markið hærra en bara meðaltal þjóða. Tölvuvæðum íslenskuna okkar og tryggjum henni eilíft líf, kostnaðurinn við að gera íslenskuna ódauðlega er enginn miðað við ágóðann. Píratar styðja menntun fyrir alla, alltaf. Menntun er lykillinn að framtíðinni.Höfundur er þingmaður Pírata, skipar 2. sæti í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Kosningar 2017 Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það vita allir hversu mikilvægt menntakerfið er. Þá á ég við allt menntakerfið, ekki bara bóknámið heldur líka verk- og listgreinar, rannsóknir, kennslu og stuðningsnet nemenda - hvort sem það er hjá fjölskyldu eða LÍN. Það ættu líka allir að vita hversu mikið mikilvægara menntakerfið verður í framtíðinni. Við sjáum fram á gríðarlegar samfélagsbreytingar sem tengjast tækninýjungum í sjálfvirkni, gervigreind, matvælaframleiðslu, erfðavísindum, orkuframleiðslu, orkugeymslu og mörgu fleira. Menntakerfið sjálft liggur meira að segja undir í þeirri þróun sem fram undan er. Nú liggur á að leggja línurnar og taka stefnuna á framtíðina en ekki páfagaukalærdóm gærdagsins. Við verðum að fá menntakerfi þar sem við styrkjum námsmenn í námi. Fyrstu skrefin út í lífið eiga ekki að vera skuldum hlaðin. Við þurfum menntakerfi sem tryggir öllum aðgang án tillits til búsetu eða aldurs, allt frá leikskóla til háskóla og endurmenntunar. Vegna þess að í framtíðinni þá verðum við alltaf að læra. Dagarnir þar sem það sem þú lærðir á unga aldri er lítið breytt til æviloka eru liðnir. Þetta á við um allt milli vísindalegrar þekkingar og hvað telst siðferðislega rétt. Við erum lítil þjóð í stóru landi. Það er erfitt að halda uppi menntakerfi fyrir alla, alltaf. En við verðum að gera það. Afleiðingarnar af því að spara eða úthýsa eru einfaldlega of slæmar og koma niður á okkur öllum. Það er nefnilega erfitt að heltast úr lestinni og sjá alla aðra taka fram úr og skilja okkur eftir. Það tekur tíma að byggja sig upp úr slíkri stöðu og ná hinum. Það er sorglegt að segja en við erum ekki langt frá því að vera í þeirri stöðu; það er fyrirsjáanlegur kennaraskortur, tungumálið stendur höllum fæti í stafrænu umhverfi dagsins í dag, ungt fólk þarf að vinna með námi. Við getum gert betur. Við verðum að gera betur. Við verðum að leggja metnað í menntun. Komum upp eða eflum fræðaskóla, verkmenntaskóla og listgreinaskóla á bæði framhalds- og háskólastigi. Tryggjum dreifnám út um allt land. Setjum markið hærra en bara meðaltal þjóða. Tölvuvæðum íslenskuna okkar og tryggjum henni eilíft líf, kostnaðurinn við að gera íslenskuna ódauðlega er enginn miðað við ágóðann. Píratar styðja menntun fyrir alla, alltaf. Menntun er lykillinn að framtíðinni.Höfundur er þingmaður Pírata, skipar 2. sæti í Reykjavík suður.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun