Græni penninn er aldrei langt undan Guðný Hrönn skrifar 12. október 2017 09:30 Vala Matt segir græna pennann, sem margir kannast við, vera henni ómissandi. vísir/ernir Sjónvarpskonan Valgerður Matthíasdóttir, alltaf kölluð Vala Matt, er nánast alltaf með grænan penna í hendinni þegar hún sést á sjónvarpsskjánum. Penninn er fyrir löngu orðinn henni ómissandi en hún segir hann veita sér öryggistilfinningu. „Þetta byrjar líklega með því, eitthvað sem ég fattaði ekki fyrr en mörgum árum seinna, að ég sá alltaf pabba minn með svona grænan penna. En hann var kennari og skólastjóri. Hann notaði aldrei neina aðra tegund,“ segir Vala Matt sem reiknar með að þetta sé ein aðalástæða þess að græni penninn er í miklu uppáhaldi. Síðan Vala Matt fór að sjást fyrst á sjónvarpsskjánum hefur græni penninn alltaf verið við höndina. Hún segir hann hafa verið sér ómissandi í beinum útsendingum til dæmis. „Þegar ég var að byrja á Stöð 2 var ég í beinni útsendingu fimm kvöld í röð, því fylgdi mikið álag. Og þá fannst mér mikilvægt að hafa pennann hjá mér til að hripa niður punkta í auglýsingahléi eða á milli atriða. Að halda í pennann er bara einhvern veginn róandi.“ Eftir að Vala fór að nota græna pennann hefur hún ekki getað hugsað sér að nota aðra penna.„Mér finnst alveg rosalega gott að skrifa með honum. Það er enginn annar sem kemur til greina, mér finnst skriftin mín passa vel við blekið.“ „En svo er þetta orðið dálítið mikill kækur. Ég fer til dæmis ekki í ljósmyndatökur, á fundi eða einhvers konar upptökur nema að hafa pennann við höndina,“ segir hún og hlær. „Þetta er einhver öryggistilfinning sem fylgir því að halda á pennanum. Og meira að segja þegar ég veit að ég á von á símtali þá rýk ég til og gríp pennann, til að hafa á meðan ég er að spjalla.“ Penninn núllstillirVala er mikill reynslubolti þegar kemur að því að vera fyrir framan sjónvarpsupptökuvél og kann öll trixin í bókinni. Hún hefur stundum gripið til þess ráðs að láta óörugga viðmælendur í sjónvarpi fá penna í hönd. „Þegar ég hef fengið viðmælanda sem er kannski stressaður og veit ekki alveg hvernig hann á að vera þá hef ég látið hann fá penna eða kannski blað, það núllstillir mann.“ Vala er svo ein þeirra sem notast við dagbók til að skrifa hjá sér minnispunkta og önnur atriði og þá kemur græni penninn sér vel. „Ég er nefnilega fræg fyrir að vera með þyngstu dagbók sem um getur í töskunni minni. Ég er með iPhone og get sett minnispunkta inn í hann og sömuleiðis létta tölvu en mér finnst bara ofsalega gaman að koma við pappír. Og ég er iðulega með úrklippur í dagbókinni og ríf gjarnan úr tímaritum myndir sem veita mér innblástur. Dagbókin þyngir vissulega töskuna en ég legg það á mig frekar en að sleppa henni.“ Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira
Sjónvarpskonan Valgerður Matthíasdóttir, alltaf kölluð Vala Matt, er nánast alltaf með grænan penna í hendinni þegar hún sést á sjónvarpsskjánum. Penninn er fyrir löngu orðinn henni ómissandi en hún segir hann veita sér öryggistilfinningu. „Þetta byrjar líklega með því, eitthvað sem ég fattaði ekki fyrr en mörgum árum seinna, að ég sá alltaf pabba minn með svona grænan penna. En hann var kennari og skólastjóri. Hann notaði aldrei neina aðra tegund,“ segir Vala Matt sem reiknar með að þetta sé ein aðalástæða þess að græni penninn er í miklu uppáhaldi. Síðan Vala Matt fór að sjást fyrst á sjónvarpsskjánum hefur græni penninn alltaf verið við höndina. Hún segir hann hafa verið sér ómissandi í beinum útsendingum til dæmis. „Þegar ég var að byrja á Stöð 2 var ég í beinni útsendingu fimm kvöld í röð, því fylgdi mikið álag. Og þá fannst mér mikilvægt að hafa pennann hjá mér til að hripa niður punkta í auglýsingahléi eða á milli atriða. Að halda í pennann er bara einhvern veginn róandi.“ Eftir að Vala fór að nota græna pennann hefur hún ekki getað hugsað sér að nota aðra penna.„Mér finnst alveg rosalega gott að skrifa með honum. Það er enginn annar sem kemur til greina, mér finnst skriftin mín passa vel við blekið.“ „En svo er þetta orðið dálítið mikill kækur. Ég fer til dæmis ekki í ljósmyndatökur, á fundi eða einhvers konar upptökur nema að hafa pennann við höndina,“ segir hún og hlær. „Þetta er einhver öryggistilfinning sem fylgir því að halda á pennanum. Og meira að segja þegar ég veit að ég á von á símtali þá rýk ég til og gríp pennann, til að hafa á meðan ég er að spjalla.“ Penninn núllstillirVala er mikill reynslubolti þegar kemur að því að vera fyrir framan sjónvarpsupptökuvél og kann öll trixin í bókinni. Hún hefur stundum gripið til þess ráðs að láta óörugga viðmælendur í sjónvarpi fá penna í hönd. „Þegar ég hef fengið viðmælanda sem er kannski stressaður og veit ekki alveg hvernig hann á að vera þá hef ég látið hann fá penna eða kannski blað, það núllstillir mann.“ Vala er svo ein þeirra sem notast við dagbók til að skrifa hjá sér minnispunkta og önnur atriði og þá kemur græni penninn sér vel. „Ég er nefnilega fræg fyrir að vera með þyngstu dagbók sem um getur í töskunni minni. Ég er með iPhone og get sett minnispunkta inn í hann og sömuleiðis létta tölvu en mér finnst bara ofsalega gaman að koma við pappír. Og ég er iðulega með úrklippur í dagbókinni og ríf gjarnan úr tímaritum myndir sem veita mér innblástur. Dagbókin þyngir vissulega töskuna en ég legg það á mig frekar en að sleppa henni.“
Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira