Segir Laxárdeilu vonandi lokið með bættri virkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 11. október 2017 21:28 Guðmundur Stefánsson, stöðvarstjóri Laxárvirkjunar. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áratuga rekstrarvandræði Laxárvirkjunar í Þingeyjarsýslum virðast nú fyrir bí eftir viðamiklar endurbætur á virkjuninni. Landsvirkjunarmenn vonast til að jafnframt sé hálfrar aldar Laxárdeilu lokið en deilan markaði þáttaskil í náttúruvernd á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Guðmund Stefánsson, stöðvarstjóra Laxárvirkjunar. Það var vegna áforma um risastíflu þvert yfir Laxárgljúfur sem bændur í Þingeyjarsýslum sprengdu litla stíflu í Miðkvísl efst í Laxá sumarið 1970 en stóra stíflan hefði fært allt undirlendi Laxárdals á kaf. Náttúruverndarmenn höfðu fullan sigur en ráðamenn Laxárvirkjunar sátu eftir með ófullgerða virkjun án stíflu, Laxárstöð þrjú, en gátu nýtt eldri stíflu.Nýja stíflan í Laxárgljúfri er jafnhá þeirri gömlu. Áformin umdeildu fyrir hálfri öld gerðu ráð fyrir yfir fimmtíu metra hárri stíflu þvert fyrir gljúfrið, sem hefði fært mestallt undirlendi Laxárdals á kaf.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Gamla stíflan var bara orðin það veik að hún hélt ekki og flæddi yfir hana. Ef það kom smávorflóð í Laxá þá flæddi yfir stífluna og niður öll gljúfur,“ segir Guðmundur. Inni í fjallinu má sjá auða hvelfingu þar sem seinni aflvél Laxárvirkjunar þrjú átti að koma, og rekstur þeirrar einu sem tekin var í gagnið var stöðugt til vandræða vegna sandburðar og ísreks. Þrívegis hefur þurft að skipta um vatnshjól og þess á milli að gera við vélina nánast árlega. „Gríðarleg rekstrarvandkvæði. Það var bæði ísinn, - hann gekk beint inn í stöðina, - það var bara opið inn í göngin og alla leið niður. Og síðan sandurinn, hann skreið eftir botninum og skilaði sér niður í vél. Það var bara eins og það væri verið að pússa vélina hér alla daga,“ segir stöðvarstjórinn.Hluti stöðvarhvelfingar Laxárvirkjunar 3 stendur nú auður án aflvélar sem minnisvarði um áform sem ekki rættust vegna kröftugra mótmæla.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En nú hefur virkjunin bæklaða gengið í gegnum viðamikla endurnýjun, sem tók tæpt ár. Ný stífla var reist en jafnhá, inntakslónið dýpkað, og sandgildrum og ísskolunarbúnaði komið fyrir. Skurður tekur við sandburðinum og skilar honum út í hinn náttúrulega farveg árinnar. Stöðvarstjórinn segir reynsluna fyrstu mánuðina lofa góðu. Þetta sé sískolun þar sem sandurinn gangi framhjá stöðinni í gegnum sjálfskolunarbúnað sem skili honum niður í gilin.Séð niður Laxárgljúfur til Aðaldals. Endurbætur á Laxárvirkjun voru unnar í samstarfi við landeigendur ofan og neðan virkjunar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðmundur segir Landsvirkjun hafa haft náið samstarf um verkefnið við heimaaðila, ofan og neðan Laxár, og góð sátt náðst. En hafa þá Laxárdeilur fyrri áratuga, - og seinni, - þar með endanlega verið settar niður? „Ég vona það. Ég held að það sé kannski raunin. Allir þeir sem hér eru nú, starfa og vinna í Laxá, og í nágrenni Laxárstöðvar, hafa verið afskaplega sáttir og samstíga með þetta,“ svarar stöðvarstjóri Laxárvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Umtalsverðar skemmdir á Laxárvirkjun Laxárvirkjun tvö í Suður-Þingeyjarsýslu hefur verið stöðvuð eftir að grjót komst inn í vatnshjól virkjunarinnar og olli umtalsverðum skemmdum. Landsvirkjun segir að verið sé að meta ástandið og ákvörðun um viðgerð verður tekin í framhaldi en ekki sé ljóst hvenær stöðin kemst aftur í rekstur. 18. mars 2011 15:03 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Áratuga rekstrarvandræði Laxárvirkjunar í Þingeyjarsýslum virðast nú fyrir bí eftir viðamiklar endurbætur á virkjuninni. Landsvirkjunarmenn vonast til að jafnframt sé hálfrar aldar Laxárdeilu lokið en deilan markaði þáttaskil í náttúruvernd á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Guðmund Stefánsson, stöðvarstjóra Laxárvirkjunar. Það var vegna áforma um risastíflu þvert yfir Laxárgljúfur sem bændur í Þingeyjarsýslum sprengdu litla stíflu í Miðkvísl efst í Laxá sumarið 1970 en stóra stíflan hefði fært allt undirlendi Laxárdals á kaf. Náttúruverndarmenn höfðu fullan sigur en ráðamenn Laxárvirkjunar sátu eftir með ófullgerða virkjun án stíflu, Laxárstöð þrjú, en gátu nýtt eldri stíflu.Nýja stíflan í Laxárgljúfri er jafnhá þeirri gömlu. Áformin umdeildu fyrir hálfri öld gerðu ráð fyrir yfir fimmtíu metra hárri stíflu þvert fyrir gljúfrið, sem hefði fært mestallt undirlendi Laxárdals á kaf.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Gamla stíflan var bara orðin það veik að hún hélt ekki og flæddi yfir hana. Ef það kom smávorflóð í Laxá þá flæddi yfir stífluna og niður öll gljúfur,“ segir Guðmundur. Inni í fjallinu má sjá auða hvelfingu þar sem seinni aflvél Laxárvirkjunar þrjú átti að koma, og rekstur þeirrar einu sem tekin var í gagnið var stöðugt til vandræða vegna sandburðar og ísreks. Þrívegis hefur þurft að skipta um vatnshjól og þess á milli að gera við vélina nánast árlega. „Gríðarleg rekstrarvandkvæði. Það var bæði ísinn, - hann gekk beint inn í stöðina, - það var bara opið inn í göngin og alla leið niður. Og síðan sandurinn, hann skreið eftir botninum og skilaði sér niður í vél. Það var bara eins og það væri verið að pússa vélina hér alla daga,“ segir stöðvarstjórinn.Hluti stöðvarhvelfingar Laxárvirkjunar 3 stendur nú auður án aflvélar sem minnisvarði um áform sem ekki rættust vegna kröftugra mótmæla.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En nú hefur virkjunin bæklaða gengið í gegnum viðamikla endurnýjun, sem tók tæpt ár. Ný stífla var reist en jafnhá, inntakslónið dýpkað, og sandgildrum og ísskolunarbúnaði komið fyrir. Skurður tekur við sandburðinum og skilar honum út í hinn náttúrulega farveg árinnar. Stöðvarstjórinn segir reynsluna fyrstu mánuðina lofa góðu. Þetta sé sískolun þar sem sandurinn gangi framhjá stöðinni í gegnum sjálfskolunarbúnað sem skili honum niður í gilin.Séð niður Laxárgljúfur til Aðaldals. Endurbætur á Laxárvirkjun voru unnar í samstarfi við landeigendur ofan og neðan virkjunar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðmundur segir Landsvirkjun hafa haft náið samstarf um verkefnið við heimaaðila, ofan og neðan Laxár, og góð sátt náðst. En hafa þá Laxárdeilur fyrri áratuga, - og seinni, - þar með endanlega verið settar niður? „Ég vona það. Ég held að það sé kannski raunin. Allir þeir sem hér eru nú, starfa og vinna í Laxá, og í nágrenni Laxárstöðvar, hafa verið afskaplega sáttir og samstíga með þetta,“ svarar stöðvarstjóri Laxárvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Umtalsverðar skemmdir á Laxárvirkjun Laxárvirkjun tvö í Suður-Þingeyjarsýslu hefur verið stöðvuð eftir að grjót komst inn í vatnshjól virkjunarinnar og olli umtalsverðum skemmdum. Landsvirkjun segir að verið sé að meta ástandið og ákvörðun um viðgerð verður tekin í framhaldi en ekki sé ljóst hvenær stöðin kemst aftur í rekstur. 18. mars 2011 15:03 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Umtalsverðar skemmdir á Laxárvirkjun Laxárvirkjun tvö í Suður-Þingeyjarsýslu hefur verið stöðvuð eftir að grjót komst inn í vatnshjól virkjunarinnar og olli umtalsverðum skemmdum. Landsvirkjun segir að verið sé að meta ástandið og ákvörðun um viðgerð verður tekin í framhaldi en ekki sé ljóst hvenær stöðin kemst aftur í rekstur. 18. mars 2011 15:03