„Hann hefur verið ótrúlegur leiðtogi og frumkvöðull“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. október 2017 20:00 Hanna Katrín er full virðingar í garð fyrrverandi formanns Viðreisnar fyrir að hafa látið hagsmuni flokksins ganga fyrir. visir.is/Eyþór „Það er rosaleg eftirsjá að Benedikt úr þessu sæti. Hann hefur verið ótrúlegur leiðtogi og frumkvöðull. Ástæðan fyrir því að við erum flest hérna sem nýgræðingar í pólitík er sú að hann hreif okkur með sér með sýn og eldmóð. Ég hefði aldrei trúað því að nokkur næði að toga mig inn í þetta,“ segir Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar um ákvörðun Benedikts að stíga til hliðar sem formaður. Benedikt tilkynnti flokksmönnum það í morgun að hann hygðist víkja til hliðar og í hans stað kæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra. „Benedikt tilkynnti okkur þetta á þingflokknum í morgun að hann væri búinn að stíga til hliðar, hann gerði það að tillögu sinni að Þorgerður tæki við sem formaður fram að landsþingi sem er fyrirhugað einhvern tíman í upphafi nýs árs,“ segir Hanna Katrín í samtali við Vísi.Mikil virðing borin fyrir BenediktHanna Katrín er full aðdáunar á Benedikt fyrir að hafa látið hagsmuni flokksins ganga fyrir því hún segir það hafa legið ljóst fyrir að flokkurinn kæmi ekki vel út í skoðanakönnunum. „Það er hins vegar staðreynd að við höfum fundið fyrir ákveðnum mótbyr. Það sem mér er efst í huga núna er að hann ætlar sér að halda áfram að starfa með okkur þó hann hafi stigið til hliðar sem formaður. Ég held að ef ekki fordæmalaust þá fordæmalítið í íslenskri pólitík að menn taki svona stóra ákvörðun, taki sjálfa sig til hliðar og láti hagsmuni flokks og kjósenda ganga fyrir.“ Hanna Katrín lýsir andrúmsloftinu á nýafstöðnum fundi ráðgjafaráðs Viðreisnar: „Ef það er einhver tilfinning hér í salnum sem er öðrum fremur sterkari þá er það bara virðing. Fullkomin virðing,“ segir Hanna sem er full tilhlökkunar að hefja „þennan hasar“ undir forystu Þorgerðar Katrínar. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ráðgjafaráð fundar um stöðu formanns Viðreisnar: Benedikt er á staðnum Fundur stendur yfir hjá ráðgjafaráði Viðreisnar um stöðu Benedikts Jóhannessonar formanns flokksins. 11. október 2017 17:47 Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36 Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 Segir mikilvægt að flokkurinn byggi á málefnum en ekki mönnum Bendikt tekur ákvörðunina í sátt og samlyndi við flokksmenn Viðreisnar. 11. október 2017 19:02 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
„Það er rosaleg eftirsjá að Benedikt úr þessu sæti. Hann hefur verið ótrúlegur leiðtogi og frumkvöðull. Ástæðan fyrir því að við erum flest hérna sem nýgræðingar í pólitík er sú að hann hreif okkur með sér með sýn og eldmóð. Ég hefði aldrei trúað því að nokkur næði að toga mig inn í þetta,“ segir Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar um ákvörðun Benedikts að stíga til hliðar sem formaður. Benedikt tilkynnti flokksmönnum það í morgun að hann hygðist víkja til hliðar og í hans stað kæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra. „Benedikt tilkynnti okkur þetta á þingflokknum í morgun að hann væri búinn að stíga til hliðar, hann gerði það að tillögu sinni að Þorgerður tæki við sem formaður fram að landsþingi sem er fyrirhugað einhvern tíman í upphafi nýs árs,“ segir Hanna Katrín í samtali við Vísi.Mikil virðing borin fyrir BenediktHanna Katrín er full aðdáunar á Benedikt fyrir að hafa látið hagsmuni flokksins ganga fyrir því hún segir það hafa legið ljóst fyrir að flokkurinn kæmi ekki vel út í skoðanakönnunum. „Það er hins vegar staðreynd að við höfum fundið fyrir ákveðnum mótbyr. Það sem mér er efst í huga núna er að hann ætlar sér að halda áfram að starfa með okkur þó hann hafi stigið til hliðar sem formaður. Ég held að ef ekki fordæmalaust þá fordæmalítið í íslenskri pólitík að menn taki svona stóra ákvörðun, taki sjálfa sig til hliðar og láti hagsmuni flokks og kjósenda ganga fyrir.“ Hanna Katrín lýsir andrúmsloftinu á nýafstöðnum fundi ráðgjafaráðs Viðreisnar: „Ef það er einhver tilfinning hér í salnum sem er öðrum fremur sterkari þá er það bara virðing. Fullkomin virðing,“ segir Hanna sem er full tilhlökkunar að hefja „þennan hasar“ undir forystu Þorgerðar Katrínar.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ráðgjafaráð fundar um stöðu formanns Viðreisnar: Benedikt er á staðnum Fundur stendur yfir hjá ráðgjafaráði Viðreisnar um stöðu Benedikts Jóhannessonar formanns flokksins. 11. október 2017 17:47 Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36 Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 Segir mikilvægt að flokkurinn byggi á málefnum en ekki mönnum Bendikt tekur ákvörðunina í sátt og samlyndi við flokksmenn Viðreisnar. 11. október 2017 19:02 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Ráðgjafaráð fundar um stöðu formanns Viðreisnar: Benedikt er á staðnum Fundur stendur yfir hjá ráðgjafaráði Viðreisnar um stöðu Benedikts Jóhannessonar formanns flokksins. 11. október 2017 17:47
Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36
Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04
Segir mikilvægt að flokkurinn byggi á málefnum en ekki mönnum Bendikt tekur ákvörðunina í sátt og samlyndi við flokksmenn Viðreisnar. 11. október 2017 19:02