Afnemum verðtrygginguna Lárus S. Lárusson skrifar 12. október 2017 07:00 Verðtryggingin er mikill skaðvaldur fyrir heimilin í landinu. Verðtrygging lána veltir allri áhættu af verðbólgu framtíðarinnar yfir á heimilin en gerir banka og lánveitendur stikk-frí. Verðtrygging er ósanngjarn lánasamningur sem banna ætti með lögum. Enginn lánveitandi ætti að geta tryggt sig gegn framtíðarverðbólgu á kostnað heimila. Sé það leyft hafa lánastofnanir landsins lítinn hvata til að vinna gegn verðbólgu. Bankarnir eiga svo mikið af verðtryggðum útlánum að þeir hagnast um 2-3 milljarða fyrir hvert prósent sem verðlag hækkar. Þetta er viðsjárverð staða fyrir heimilin því bankar geta með þessu haft áhrif á verðlagsþróun. Það er að sjálfsögðu óásættanlegt að bankar geti hagnast á verðbólgu á kostnað heimilanna. Erlendir og innlendir hagfræðingar vara eindregið við verðtryggingu íbúðalána. Til dæmis geti efnahagsáföll og gengislækkun leitt til stökkbreytingar verðtryggðra lána. Einnig hafa verið færð rök fyrir því að verðtryggingin dragi svo úr virkni stýrivaxta að þeir þurfi að vera hærri en ella auk þess sem verðtryggð íbúðalán ýti undir hringrás verðlagshækkana. Á meðan löglegt er að bjóða upp á verðtryggð lán munu mörg heimili freistast til að taka á sig áhættu af verðbólgu framtíðarinnar í þeirri von að hún raungerist ekki. Mörg heimili munu áfram taka verðtryggð jafngreiðslulán þótt vitað sé að höfuðstóll þeirra hækkar fyrstu tuttugu árin og skuldastreðið standi út starfsævina. Þess vegna telur Framsókn nauðsynlegt að afnema verðtryggingu neytendalána svo þeim bjóðist kjör sem heimili ráða við. Setja þarf bann við veitingu nýrra verðtryggðra lána, létta greiðslubyrði óverðtryggðra lána og skapa hvata og stuðning til að umbreyta verðtryggðum skuldum í óverðtryggð lán. Ýmsar útfærslur eru mögulegar til að ná þessum markmiðum. Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram frumvörp um afnám verðtryggingar og er reiðubúinn til að vinna að þessu mikilvæga verkefni í samráði við aðra þingflokka. Ávinningur þess að banna verðtryggingu og umbreyta eldri lánum í óverðtryggð lán er margþættur og munu vextir óverðtryggðra lána lækka. Peningastefnutæki Seðlabankans verða skilvirkari og stýrivextir og vaxtastig lækka. Verðbólguáhættu framtíðarinnar verður deilt jafnar milli lánveitenda og heimilanna. Komi til verðbólguskots mun ekki þurfa að hækka vexti jafn mikið til að slá á á þensluna. Bankar munu ekki geta velt allri verðbólgunni yfir í vaxtastigið og þeir munu ekki geta bætt sjálfum sér verðbólguna á kostnað heimila með því að hækka eftirstöðvar lána. Afnám verðtryggingarinnar er mesta kjarabót sem hægt er að ná fram fyrir heimilin í landinu. Lífið á nefnilega að snúast um ýmislegt annað og meira en bara strita fyrir steypu. Höfundur skipar 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Verðtryggingin er mikill skaðvaldur fyrir heimilin í landinu. Verðtrygging lána veltir allri áhættu af verðbólgu framtíðarinnar yfir á heimilin en gerir banka og lánveitendur stikk-frí. Verðtrygging er ósanngjarn lánasamningur sem banna ætti með lögum. Enginn lánveitandi ætti að geta tryggt sig gegn framtíðarverðbólgu á kostnað heimila. Sé það leyft hafa lánastofnanir landsins lítinn hvata til að vinna gegn verðbólgu. Bankarnir eiga svo mikið af verðtryggðum útlánum að þeir hagnast um 2-3 milljarða fyrir hvert prósent sem verðlag hækkar. Þetta er viðsjárverð staða fyrir heimilin því bankar geta með þessu haft áhrif á verðlagsþróun. Það er að sjálfsögðu óásættanlegt að bankar geti hagnast á verðbólgu á kostnað heimilanna. Erlendir og innlendir hagfræðingar vara eindregið við verðtryggingu íbúðalána. Til dæmis geti efnahagsáföll og gengislækkun leitt til stökkbreytingar verðtryggðra lána. Einnig hafa verið færð rök fyrir því að verðtryggingin dragi svo úr virkni stýrivaxta að þeir þurfi að vera hærri en ella auk þess sem verðtryggð íbúðalán ýti undir hringrás verðlagshækkana. Á meðan löglegt er að bjóða upp á verðtryggð lán munu mörg heimili freistast til að taka á sig áhættu af verðbólgu framtíðarinnar í þeirri von að hún raungerist ekki. Mörg heimili munu áfram taka verðtryggð jafngreiðslulán þótt vitað sé að höfuðstóll þeirra hækkar fyrstu tuttugu árin og skuldastreðið standi út starfsævina. Þess vegna telur Framsókn nauðsynlegt að afnema verðtryggingu neytendalána svo þeim bjóðist kjör sem heimili ráða við. Setja þarf bann við veitingu nýrra verðtryggðra lána, létta greiðslubyrði óverðtryggðra lána og skapa hvata og stuðning til að umbreyta verðtryggðum skuldum í óverðtryggð lán. Ýmsar útfærslur eru mögulegar til að ná þessum markmiðum. Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram frumvörp um afnám verðtryggingar og er reiðubúinn til að vinna að þessu mikilvæga verkefni í samráði við aðra þingflokka. Ávinningur þess að banna verðtryggingu og umbreyta eldri lánum í óverðtryggð lán er margþættur og munu vextir óverðtryggðra lána lækka. Peningastefnutæki Seðlabankans verða skilvirkari og stýrivextir og vaxtastig lækka. Verðbólguáhættu framtíðarinnar verður deilt jafnar milli lánveitenda og heimilanna. Komi til verðbólguskots mun ekki þurfa að hækka vexti jafn mikið til að slá á á þensluna. Bankar munu ekki geta velt allri verðbólgunni yfir í vaxtastigið og þeir munu ekki geta bætt sjálfum sér verðbólguna á kostnað heimila með því að hækka eftirstöðvar lána. Afnám verðtryggingarinnar er mesta kjarabót sem hægt er að ná fram fyrir heimilin í landinu. Lífið á nefnilega að snúast um ýmislegt annað og meira en bara strita fyrir steypu. Höfundur skipar 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík norður.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar