Innlent

Lögregla rannsakar andlát Ellu Dísar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ella Dís ásamt móður sinni, Rögnu Erlendsdóttur.
Ella Dís ásamt móður sinni, Rögnu Erlendsdóttur. visir/arnþór
Starfsmaður hjá hinu einkareikna heimahjúkrunarfyrirtæki Sinnum hefur stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á andláti Ellu Dísar Laurens. Hún var átta ára þegar hún lést árið 2014, nokkrum mánuðum eftir að hafa orðið fyrir heilaskaða í umsjá Sinnum. RÚV greinir frá.

Ella Dís var haldin ólæknandi taugasjúkdómi og studdist hún við öndunarvél í gegnum túbu í barka hennar. Naut hún aðstoðar þroskaþjálfara en þann 18. mars 2014 forfallaðist þroskaþjálfinn og sendi Sinnum þá ófaglærðan starfsmann til að fylgja henni.

Þegar starfsmaðurinn var að færa Ellu Dís færðist öndunartúban úr stað sem olli því að súrefnismettun féll. Varð hún fyrir miklum heilaskaða sem dró hana til dauða.

Sinnum var fyrir skömmu dæmt til að greiða Rögnu Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar, þrjár milljónir í miskabætur í málinu en sýnt var fram á að stjórnendur Sinnum hefðu sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að láta ófaglærðan starfsmann sinn Ellu Dís við aðstæður sem hún réði ekki við.


Tengdar fréttir

Ella Dís er látin

Ella Dís Laurens lést í kvöld á heimili sínu eftir að hafa verið komin heim til sín af sjúkrahúsi í síðustu viku.

Móðir Ellu Dísar stefnir borginni

"Hættan á andnauð var stöðugt fyrir hendi enda hafði slíkt áður átt sér stað hjá umönnunaraðilum á vegum Reykjavíkurborgar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×