Íslensku strákarnir komust inn á HM á mánudagskvöldið og héldu að sjálfsögðu upp á sigurinn á Kósóvó með því að taka Víkingaklappið með áhorfendum á Laugardalsvellinum í leikslok.
Í gærkvöldi náðu Frakkar að gulltryggja sinn farseðil á HM eftir 2-1 sigur á Hvíta Rússlandi. Eftir leikinn tóku frönsku landsliðsmennirnir Víkingaklappið með stuðningsmönnum sínum á Stade de France.
F R A N C E #FIERSDETREBLEUSpic.twitter.com/OfPpkmp2x6
— Equipe de France (@equipedefrance) October 10, 2017
Íslenska Víkingaklappið varð náttúrulega heimsfrægt á EM í Frakklandi þegar íslenska liðið kom öllum á óvörum og fór alla leið inn í átta liða úrslitin.
Une belle soirée! #FRABIE#FiersdetreBleuspic.twitter.com/GqtqqweyIO
— Equipe de France (@equipedefrance) October 10, 2017
Evening Standard segir frá þessu á síðu sinni og bendir þar jafnframt á þá staðreynd að margir eru ekki alltof sáttir við það að Frakkarnir séu að reyna að stela Víkingaklappinu af okkur Íslendingum.
Það má sjá nokkur dæmi um það af Twitter hér fyrir neðan.
It’s called the viking clap and you guys think it’s from France?
— Edo Scholten (@EDO_FR12) October 10, 2017
France players doing the thunder clap with the crowd Anyone other than Iceland doing it is cringey in my mind.
— Adam McPherson (@AdsMac) October 10, 2017
rance did the Icelandic clap after they qualified last night so I no longer want them to win the world cup
— Liam (@tashmanefc) October 11, 2017
NOT OK with France doing the Iceland clap!!
— Jamie Ferguson (@JamieMirror) October 11, 2017