Höfðingjagröf á Landsímareit gæti fært bæ Ingólfs Arnarsonar á Lækjargötu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. október 2017 06:00 Séra Þórir Stephensen segir fund kumls á Landsímareit gefa vísbendingu um að bær Ingólfs Arnarsonar gæti hafi verið hér við Lækjargötu fremur en við Aðalstræti og gagnrýnir áform um framkvæmdir. vísir/anton brink „Þarna er örugglega höfðingjagröf,“ segir séra Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey, um kuml sem fannst á Landsímareitnum og er enn til rannsóknar hjá sérfræðingum. Séra Þórir er einn þeirra sem gagnrýna harðlega áform um nýja viðbyggingu við gamla Landsímahúsið fyrir 160 herbergja hótel. Með framkvæmdunum yrði raskað hinum forna Víkurgarði þar sem verið hafi grafreitur í meira en þúsund ár. Heiðið kuml sem þar fannst í fyrra undir hinum kristnu gröfum þurfi að rannsaka betur. Kumlið sé talið vera frá árunum 870 til 875. „Þetta gæti verið aðeins eitt stakt kuml en ef rannsókn undir Kirkjustræti leiðir í ljós fleiri kuml þá er kominn kumlareitur og þá þurfa menn að íhuga vel hvort ekki þurfi að færa bústað Ingólfs frá Aðalstræti og yfir í Lækjargötu,“ segir Þórir og vísar þá til minja sem fundist hafa við Iðnaðarbankahúsið svokallaða á Lækjargötu 12. Nánar útskýrir Þórir að Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður telji að fjarlægðin frá þeim stað í Aðalstræti þar sem núverandi tilgáta segir að hafi verið bæjarstæði landsnámsmannsins Ingólfs Arnarssonar sé of lítil frá kumlinu sem nú sé fundið til þess að bær Ingólfs hafi getað verið þar. Haugfé úr kumli höfðinga frá níundu öld fannst að sögn Séra Þóris Stephensen í suðvesturhorni lóðinnar, til vinstri á myndinni.vísir/anton brink „Þetta er höfðingjagröf og hún virðist ekki hafa tilheyrt þessum bæ í Aðalstræti. Hún hefur frekar tilheyrt bænum sem búið er að finna við Lækjargötu. Og þar á að fara að rífa Iðnaðarbankann og ég hef ekki heyrt hvað á að gera við þær rústir,“ segir Þórir. Um sé að tefla atriði sem skipti máli yfir söguna. „Upphaf Reykjavíkur er svo mikið púsluspil. Nú er komið í ljós að það er vafasamt að púslubitinn sem er í Aðalstræti sé bær Ingólfs. Þetta gæti verið upphafið að því að sjá að hann er ekki á réttum stað,“ segir Þórir. Margt spennandi hafi fundist í kumlinu sem ekki hafi verið sagt frá og sé enn til rannsóknar. „Þegar rannsókninni lýkur þarf að raða púsluspilinu og sjá hvernig það passar við púsluspil sagnfræðinga í Reykjavík.“ Ekki náðist í gær tal af Völu Garðarsdóttur fornleifafræðingi, stjórnanda uppgraftarins á Landsímareitnum sem gerður er á kostnað eiganda lóðarinnar, Lindarvatns ehf., í samvinnu við Minjastofnun. Vala hefur opinberlega sagt umræðuna um reitinn vera á villigötum. „Staðreyndin er nefnilega sú að í jörðinni voru sundur skornar minjar. Að púsla þeim saman með greiningum og túlkunum er og mun ætíð verða fræðilegt þrætuepli. Þessi staðreynd hryggir mig mjög en hún er staðreynd engu að síður. Þær greiningar, sem gerðar verða á þeim sýnum er tekin voru, munu kannski svara einhverjum spurningum sem brenna á mönnum í dag, en það er óraunhæft að ætlast til þess að hægt sé að fullyrða, hvað þá sanna það sem þarna var,“ skrifaði Vala í grein á vefsíðunni landsimareitur.is fyrir um hálfum öðrum mánuði. Þórir segir að endurheimta verði allt land Víkurgarðsins. „Þá getum við sett upp minningarmark um þennan ókunna höfðingja sem þarna er heygður. Að setja slíkan stað undir kjallaragólf á hóteli, sem kannski verður bara vaskahús eða ruslatunnugeymsla væri menningarlegt stórslys.“ vísir/anton brink Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
„Þarna er örugglega höfðingjagröf,“ segir séra Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey, um kuml sem fannst á Landsímareitnum og er enn til rannsóknar hjá sérfræðingum. Séra Þórir er einn þeirra sem gagnrýna harðlega áform um nýja viðbyggingu við gamla Landsímahúsið fyrir 160 herbergja hótel. Með framkvæmdunum yrði raskað hinum forna Víkurgarði þar sem verið hafi grafreitur í meira en þúsund ár. Heiðið kuml sem þar fannst í fyrra undir hinum kristnu gröfum þurfi að rannsaka betur. Kumlið sé talið vera frá árunum 870 til 875. „Þetta gæti verið aðeins eitt stakt kuml en ef rannsókn undir Kirkjustræti leiðir í ljós fleiri kuml þá er kominn kumlareitur og þá þurfa menn að íhuga vel hvort ekki þurfi að færa bústað Ingólfs frá Aðalstræti og yfir í Lækjargötu,“ segir Þórir og vísar þá til minja sem fundist hafa við Iðnaðarbankahúsið svokallaða á Lækjargötu 12. Nánar útskýrir Þórir að Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður telji að fjarlægðin frá þeim stað í Aðalstræti þar sem núverandi tilgáta segir að hafi verið bæjarstæði landsnámsmannsins Ingólfs Arnarssonar sé of lítil frá kumlinu sem nú sé fundið til þess að bær Ingólfs hafi getað verið þar. Haugfé úr kumli höfðinga frá níundu öld fannst að sögn Séra Þóris Stephensen í suðvesturhorni lóðinnar, til vinstri á myndinni.vísir/anton brink „Þetta er höfðingjagröf og hún virðist ekki hafa tilheyrt þessum bæ í Aðalstræti. Hún hefur frekar tilheyrt bænum sem búið er að finna við Lækjargötu. Og þar á að fara að rífa Iðnaðarbankann og ég hef ekki heyrt hvað á að gera við þær rústir,“ segir Þórir. Um sé að tefla atriði sem skipti máli yfir söguna. „Upphaf Reykjavíkur er svo mikið púsluspil. Nú er komið í ljós að það er vafasamt að púslubitinn sem er í Aðalstræti sé bær Ingólfs. Þetta gæti verið upphafið að því að sjá að hann er ekki á réttum stað,“ segir Þórir. Margt spennandi hafi fundist í kumlinu sem ekki hafi verið sagt frá og sé enn til rannsóknar. „Þegar rannsókninni lýkur þarf að raða púsluspilinu og sjá hvernig það passar við púsluspil sagnfræðinga í Reykjavík.“ Ekki náðist í gær tal af Völu Garðarsdóttur fornleifafræðingi, stjórnanda uppgraftarins á Landsímareitnum sem gerður er á kostnað eiganda lóðarinnar, Lindarvatns ehf., í samvinnu við Minjastofnun. Vala hefur opinberlega sagt umræðuna um reitinn vera á villigötum. „Staðreyndin er nefnilega sú að í jörðinni voru sundur skornar minjar. Að púsla þeim saman með greiningum og túlkunum er og mun ætíð verða fræðilegt þrætuepli. Þessi staðreynd hryggir mig mjög en hún er staðreynd engu að síður. Þær greiningar, sem gerðar verða á þeim sýnum er tekin voru, munu kannski svara einhverjum spurningum sem brenna á mönnum í dag, en það er óraunhæft að ætlast til þess að hægt sé að fullyrða, hvað þá sanna það sem þarna var,“ skrifaði Vala í grein á vefsíðunni landsimareitur.is fyrir um hálfum öðrum mánuði. Þórir segir að endurheimta verði allt land Víkurgarðsins. „Þá getum við sett upp minningarmark um þennan ókunna höfðingja sem þarna er heygður. Að setja slíkan stað undir kjallaragólf á hóteli, sem kannski verður bara vaskahús eða ruslatunnugeymsla væri menningarlegt stórslys.“ vísir/anton brink
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira