Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir skrifar 10. október 2017 06:00 Almenn eining ríkir um að gera þurfi betur í heilbrigðismálum. Þverpólitísk sátt náðist á Alþingi í vor þegar samþykkt var þingsályktunartillaga Framsóknarflokks um gerð heilbrigðisáætlunar. Þrjú verkefni þola ekki bið. Hjúkrunarheimilum þarf að fjölga, reisa þarf þjóðarsjúkrahús og efla þarf heilsugæslu. Fjölga hjúkrunarheimilum: Sjúklingar liggja lengur inni á Landspítalanum (LSH) en gengur og gerist annars staðar. Reisa verður fleiri hjúkrunarheimili til að fækka biðsjúklingum á LSH. Stór fjöldi sjúklinga sem lokið hefur meðferð bíður eftir því að komast að á hjúkrunarheimili. Legudeildarpláss er dýrara en pláss á öldrunarstofnun og það fer ekki eins vel um þessa sjúklinga á LSH, þar sem áreitið er meira. Það er hagur allra að bæta úr á þessu sviði og fellur undir heildstæða heilbrigðisáætlun. Framtíðarþjóðarsjúkrahúsið: Ein stærsta og merkilegasta framkvæmd á teikniborðinu er þjóðarsjúkrahúsið. Þjóðin eldist og þörfin eykst fyrir fyrsta flokks þjónustu. Þjóðarsjúkrahús á að vera miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu þar sem rými er fyrir stækkun í tímans rás. Ljóst er að fyrirhuguð uppbygging við Hringbraut byggir á margra ára gömlum hugmyndum og þarfagreiningu sem er hugsanlega ekki í takt við þarfir framtíðar. Mestu skiptir að nýtt sjúkrahús uppfylli þarfir þjóðarinnar. Eflum heilsugæslu: Ráðgjafafyrirtækið McKinsey vann úttekt um heilbrigðiskerfið haustið 2016. Heilbrigðiskerfið byggir á nokkrum samhangandi þáttum, m.a. heilsugæslu, sérfræðilæknum, LSH og hjúkrunarheimilum. Skil milli þessara þátta eru óljós. Sjúklingar liggja lengur á sjúkrahúsum hér en annars staðar, sérfræðilæknar gætu læknað sjúklinga sem heldur leita til LSH og heilsugæslan ætti að annast sjúklinga sem leita lækninga annars staðar í kerfinu. Með öðrum orðum vantar skipulag í kerfið og hægt væri að veita sömu þjónustu á hagkvæmari hátt. Ég vil nýta fjármunina sem sparast til að veita betri þjónustu. Velferðarsamfélagið okkar krefst þess að við gerum betur. Sýnum það í verki. Vinnum heildstæða heilbrigðisáætlun fyrir Ísland.Höfundur er varaformaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Almenn eining ríkir um að gera þurfi betur í heilbrigðismálum. Þverpólitísk sátt náðist á Alþingi í vor þegar samþykkt var þingsályktunartillaga Framsóknarflokks um gerð heilbrigðisáætlunar. Þrjú verkefni þola ekki bið. Hjúkrunarheimilum þarf að fjölga, reisa þarf þjóðarsjúkrahús og efla þarf heilsugæslu. Fjölga hjúkrunarheimilum: Sjúklingar liggja lengur inni á Landspítalanum (LSH) en gengur og gerist annars staðar. Reisa verður fleiri hjúkrunarheimili til að fækka biðsjúklingum á LSH. Stór fjöldi sjúklinga sem lokið hefur meðferð bíður eftir því að komast að á hjúkrunarheimili. Legudeildarpláss er dýrara en pláss á öldrunarstofnun og það fer ekki eins vel um þessa sjúklinga á LSH, þar sem áreitið er meira. Það er hagur allra að bæta úr á þessu sviði og fellur undir heildstæða heilbrigðisáætlun. Framtíðarþjóðarsjúkrahúsið: Ein stærsta og merkilegasta framkvæmd á teikniborðinu er þjóðarsjúkrahúsið. Þjóðin eldist og þörfin eykst fyrir fyrsta flokks þjónustu. Þjóðarsjúkrahús á að vera miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu þar sem rými er fyrir stækkun í tímans rás. Ljóst er að fyrirhuguð uppbygging við Hringbraut byggir á margra ára gömlum hugmyndum og þarfagreiningu sem er hugsanlega ekki í takt við þarfir framtíðar. Mestu skiptir að nýtt sjúkrahús uppfylli þarfir þjóðarinnar. Eflum heilsugæslu: Ráðgjafafyrirtækið McKinsey vann úttekt um heilbrigðiskerfið haustið 2016. Heilbrigðiskerfið byggir á nokkrum samhangandi þáttum, m.a. heilsugæslu, sérfræðilæknum, LSH og hjúkrunarheimilum. Skil milli þessara þátta eru óljós. Sjúklingar liggja lengur á sjúkrahúsum hér en annars staðar, sérfræðilæknar gætu læknað sjúklinga sem heldur leita til LSH og heilsugæslan ætti að annast sjúklinga sem leita lækninga annars staðar í kerfinu. Með öðrum orðum vantar skipulag í kerfið og hægt væri að veita sömu þjónustu á hagkvæmari hátt. Ég vil nýta fjármunina sem sparast til að veita betri þjónustu. Velferðarsamfélagið okkar krefst þess að við gerum betur. Sýnum það í verki. Vinnum heildstæða heilbrigðisáætlun fyrir Ísland.Höfundur er varaformaður Framsóknarflokksins.
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun