Innlent

Hafa aldrei sundrað fleiri nýrnasteinum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Landspítalinn.
Landspítalinn. vísir/gva
„Það stefnir í met í fjölda meðferða með steinbrjóti á Landspítala,“ segir á vef spítalans.

„Um 250 meðferðir við nýrnasteinum hafa verið árlega með steinbrjóti en þörfin hefur farið vaxandi. Árið 2016 voru yfir 340 meðferðir og Landspítali endurnýjaði steinbrjótstækið sumarið 2017,“ segir á landspitali.is.

Steinbrjótstæknin felst í að hljóðhöggbylgjum er safnað saman í lítinn punkt þar sem steinn er og þær sundra honum án opinnar skurðaðgerðar. „Fyrir daga þessarar tækni voru opnar aðgerðir til að fjarlægja nýrnasteina algengustu aðgerðir þvagfæraskurðlækna en nú er þjónustan á göngudeildarformi og þjóðhagslegur ávinningur gríðarlegur þar sem ekki kemur þá til innlagnar.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×