Alþingi þarf að endurspegla þjóðina Ellert B. Schram skrifar 10. október 2017 07:00 Nú er verið að kjósa enn og aftur og stjórnmálaflokkarnir hafa valið sína frambjóðendur. Ef við skoðum aldur alþingismanna í gegnum tíðina, má sjá að það er frekar sjaldgæft að fólk sem komið er á efri ár sitji á þingi. Kannski einn og einn. Nú er það hins vegar svo að fólk eldist og lifir lengur en áður. Og það við góða heilsu með reynslu, þekkingu og starfsorku. Ég er þeirrar skoðunar, með allri virðingu fyrir yngra fólki, að á löggjafarþinginu eigi að fjölga alþingismönnum, konum sem körlum, sem komin eru til ára sinna og geta miðlað af reynslu sinni út frá sjónarhorni langrar lífsgöngu. Ég, væntanlega sem formaður eldri borgara í Reykjavík, var beðinn um að gefa kost á mér, á framboðslistum, sjálfsagt vegna þess að málefni eldri borgara hafa verið í sviðsljósinu undanfarna mánuði. Umræða um hag eldri borgara, kjör og þátttöku þeirra í landsmálum hefur verið opinská og áberandi. Ég hef orðið við þeirri beiðni Samfylkingarinnar í Reykjavík að taka fjórða sæti á framboðslista hennar, ekki síst með það í huga að aldraðir eigi erindi á Alþingi, að elsta kynslóðin eigi sína fulltrúa og raddir í stjórnmálavafstrinu, í lagasetningu, umræðum og atkvæðagreiðslum, sem snerta hag landsmanna og fullorðinna. Eldri borgarar eru rúmlega fjörutíu þúsund talsins og auðvitað eiga þeir að eiga sína talsmenn á þingi. Með alla sína reynslu. Er ekki einmitt kominn tími til að brjóta þennan aldursmúr? Vekja stjórnmálaflokka til umhugsunar um þennan fjölda eldri borgara sem hafa bæði elju og vit, til að standa vörð um hagsmuni elstu kynslóðarinnar. Hvað þá um aðrar ákvarðanir, sem snerta lífið og tilveruna. Ekki það að ég sé kominn alla leið á þing, þótt ég sé á framboðslista. Kjósendur ráða því. En með framboði mínu vil ég sýna í verki, að karlar og konur, komin á efri ár, eigi fullt erindi inn á Alþingi, svo að þeim kveði og rödd þeirra heyrist. Alþingi þarf að endurspegla þjóðina. Allir aldursflokkar, konur og karlar, eiga að taka þátt í umræðum og ákvörðunum sem varða fólkið í landinu. Ég leyfi mér að fullyrða að málefni sem varða eldri borgara, hafa mörg hver gleymst, verið vanrækt og afskrifuð og það veitir ekki af, svo það sé sagt, að brjóta ísinn, gefa kost á sér, vera með, sýna fram á og minna á, að við, elsta kynslóðin, erum ekki komin fram yfir síðasta söludag. Höfundur skipar 4. sæti í Reykjavík Suður, á lista Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellert B. Schram Kosningar 2017 Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Nú er verið að kjósa enn og aftur og stjórnmálaflokkarnir hafa valið sína frambjóðendur. Ef við skoðum aldur alþingismanna í gegnum tíðina, má sjá að það er frekar sjaldgæft að fólk sem komið er á efri ár sitji á þingi. Kannski einn og einn. Nú er það hins vegar svo að fólk eldist og lifir lengur en áður. Og það við góða heilsu með reynslu, þekkingu og starfsorku. Ég er þeirrar skoðunar, með allri virðingu fyrir yngra fólki, að á löggjafarþinginu eigi að fjölga alþingismönnum, konum sem körlum, sem komin eru til ára sinna og geta miðlað af reynslu sinni út frá sjónarhorni langrar lífsgöngu. Ég, væntanlega sem formaður eldri borgara í Reykjavík, var beðinn um að gefa kost á mér, á framboðslistum, sjálfsagt vegna þess að málefni eldri borgara hafa verið í sviðsljósinu undanfarna mánuði. Umræða um hag eldri borgara, kjör og þátttöku þeirra í landsmálum hefur verið opinská og áberandi. Ég hef orðið við þeirri beiðni Samfylkingarinnar í Reykjavík að taka fjórða sæti á framboðslista hennar, ekki síst með það í huga að aldraðir eigi erindi á Alþingi, að elsta kynslóðin eigi sína fulltrúa og raddir í stjórnmálavafstrinu, í lagasetningu, umræðum og atkvæðagreiðslum, sem snerta hag landsmanna og fullorðinna. Eldri borgarar eru rúmlega fjörutíu þúsund talsins og auðvitað eiga þeir að eiga sína talsmenn á þingi. Með alla sína reynslu. Er ekki einmitt kominn tími til að brjóta þennan aldursmúr? Vekja stjórnmálaflokka til umhugsunar um þennan fjölda eldri borgara sem hafa bæði elju og vit, til að standa vörð um hagsmuni elstu kynslóðarinnar. Hvað þá um aðrar ákvarðanir, sem snerta lífið og tilveruna. Ekki það að ég sé kominn alla leið á þing, þótt ég sé á framboðslista. Kjósendur ráða því. En með framboði mínu vil ég sýna í verki, að karlar og konur, komin á efri ár, eigi fullt erindi inn á Alþingi, svo að þeim kveði og rödd þeirra heyrist. Alþingi þarf að endurspegla þjóðina. Allir aldursflokkar, konur og karlar, eiga að taka þátt í umræðum og ákvörðunum sem varða fólkið í landinu. Ég leyfi mér að fullyrða að málefni sem varða eldri borgara, hafa mörg hver gleymst, verið vanrækt og afskrifuð og það veitir ekki af, svo það sé sagt, að brjóta ísinn, gefa kost á sér, vera með, sýna fram á og minna á, að við, elsta kynslóðin, erum ekki komin fram yfir síðasta söludag. Höfundur skipar 4. sæti í Reykjavík Suður, á lista Samfylkingarinnar.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun