Gráttu fyrir mig Katalónía Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 10. október 2017 07:00 Mér þykir Spánn óskaplega spennandi eins og hann er með sín þrjú tungumál og óteljandi mállýskur. Svo er það þessi margfrægi núningur milli borga og landshluta sem virkar á mig eins og uppörvandi andstæða við einsleitnina í mínu heimalandi þar sem Stór-Reykjavíkursvæðið er alfa, ómega og amen eftir efninu. Mér þykir líka óendanlega vænt um lýðræðið þannig að ég hef lengi verið að vonast eftir því að íbúar Katalóníu fái að ákveða framtíð sína í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég er því nokkuð daufur í dálkinn þessa dagana þegar ýmislegt bendir til þess að Katalónía sverji sig frá Spáni án þess að Katalóníumenn fái að útkljá það mál með lýðræðislegum hætti. Þá ber þess fyrst að geta að „þjóðaratkvæðagreiðslan“ sem fór fram þann fyrsta þessa mánaðar stendur ekki undir nafni en það var síður en svo lýðræðislega að henni staðið. Hún var undirbúin með leyndarhyggju og af þvermóðsku; lög um hana samþykkt með ónægum meirihluta og stór hluti Katalóníumanna taldi hana fúsk og sat því heima. Til að bæta gráu ofan á svart mætti Rajoy forsætisráðherra þessu með þjóðaröryggislögreglunni, grárri fyrir járnum, svo úr varð hin hræðilegasta niðurlæging fyrir gjörvalla þjóðina. Það sorglega í þessu er að líklegast myndi hann leggja drög að alvöru þjóðaratkvæðagreiðslu í Katalóníu ef hreðjum og lýðræðisvitund væri fyrir að fara. Það ætlar því að vera þvergirðingsháttur stjórnmálamanna sem tvinna örlög Katalóníu og eflaust munu stórfyrirtæki og bankar hafa sitt að segja en íbúarnir fá engu um ráðið. En til hvers er ég nú að masa þetta? Jú, svo að fólk vandi sig nú við að kjósa því, eins og dæmin sanna, getur það leitt hinar bestu þjóðir í hrikaleg öngstræti þegar kosnir eru forhertir ónytjungar til forystu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Mér þykir Spánn óskaplega spennandi eins og hann er með sín þrjú tungumál og óteljandi mállýskur. Svo er það þessi margfrægi núningur milli borga og landshluta sem virkar á mig eins og uppörvandi andstæða við einsleitnina í mínu heimalandi þar sem Stór-Reykjavíkursvæðið er alfa, ómega og amen eftir efninu. Mér þykir líka óendanlega vænt um lýðræðið þannig að ég hef lengi verið að vonast eftir því að íbúar Katalóníu fái að ákveða framtíð sína í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég er því nokkuð daufur í dálkinn þessa dagana þegar ýmislegt bendir til þess að Katalónía sverji sig frá Spáni án þess að Katalóníumenn fái að útkljá það mál með lýðræðislegum hætti. Þá ber þess fyrst að geta að „þjóðaratkvæðagreiðslan“ sem fór fram þann fyrsta þessa mánaðar stendur ekki undir nafni en það var síður en svo lýðræðislega að henni staðið. Hún var undirbúin með leyndarhyggju og af þvermóðsku; lög um hana samþykkt með ónægum meirihluta og stór hluti Katalóníumanna taldi hana fúsk og sat því heima. Til að bæta gráu ofan á svart mætti Rajoy forsætisráðherra þessu með þjóðaröryggislögreglunni, grárri fyrir járnum, svo úr varð hin hræðilegasta niðurlæging fyrir gjörvalla þjóðina. Það sorglega í þessu er að líklegast myndi hann leggja drög að alvöru þjóðaratkvæðagreiðslu í Katalóníu ef hreðjum og lýðræðisvitund væri fyrir að fara. Það ætlar því að vera þvergirðingsháttur stjórnmálamanna sem tvinna örlög Katalóníu og eflaust munu stórfyrirtæki og bankar hafa sitt að segja en íbúarnir fá engu um ráðið. En til hvers er ég nú að masa þetta? Jú, svo að fólk vandi sig nú við að kjósa því, eins og dæmin sanna, getur það leitt hinar bestu þjóðir í hrikaleg öngstræti þegar kosnir eru forhertir ónytjungar til forystu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun