Fjölga þurfi jöfnunarsætum í fimmtán Ingvar Þór Björnsson skrifar 29. október 2017 21:33 Þorsteinn Helgason, prófessor í stærðfræði, hefur talað fyrir því að það þurfi að vera fimmtán jöfnunarsæti. Stöð 2/Grafík Sökum kjördæmaskiptingar fær Framsókn einum fleiri þingmann en Miðflokkurinn og Samfylkingin þrátt fyrir að vera með minna fylgi. Samfylkingin fengi því einn þingmann til viðbótar á kostnað Framsóknarflokksins ef landið væri eitt kjördæmi. Í kosningunum í fyrra hefði einn maður færst frá Sjálfstæðisflokknum til Vinstri grænna og árið 2013 hefði Framsóknarflokkurinn misst einn mann yfir til vinstri grænna.Níu jöfnunarsæti duga ekki tilGrétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri segir í samtali við Vísi að það þurfi ekki að gera landið að einu kjördæmi til að jafna vægi atkvæða. „Við höfum níu jöfnunarmenn og það sem gerðist núna var að það voru ekki til nægilega margir jöfnunarmenn til þess að jafna vægi atkvæða. Ef jöfnunarsæti væru fleiri værum við að minnka líkurnar á að svona gerist.“ Þá segir hann að Þorsteinn Helgason, prófessor í stærðfræði, hafi lengi talað fyrir því að það þyrftu að vera fimmtán jöfnunarsæti. „Ég veit að Þorsteinn Helgason sem er náttúrulega guðfaðir þessa kerfis hefur sagt það að það þyrftu að vera 15 jöfnunarsæti til þess að koma í veg fyrir að svona lagað gerist,“ segir hann. Grétar segir jafnframt að þetta sé að verða meira áberandi þegar flokkunum er að fjölga. „Þess vegna hefur þetta ekki verið jafn mikið í umræðunni fyrr en núna á síðustu árum og þarna blasir við okkur hvernig kerfið sem við erum með veldur óréttlæti í skiptingu þingsæta.“ Kosningar 2017 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Sökum kjördæmaskiptingar fær Framsókn einum fleiri þingmann en Miðflokkurinn og Samfylkingin þrátt fyrir að vera með minna fylgi. Samfylkingin fengi því einn þingmann til viðbótar á kostnað Framsóknarflokksins ef landið væri eitt kjördæmi. Í kosningunum í fyrra hefði einn maður færst frá Sjálfstæðisflokknum til Vinstri grænna og árið 2013 hefði Framsóknarflokkurinn misst einn mann yfir til vinstri grænna.Níu jöfnunarsæti duga ekki tilGrétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri segir í samtali við Vísi að það þurfi ekki að gera landið að einu kjördæmi til að jafna vægi atkvæða. „Við höfum níu jöfnunarmenn og það sem gerðist núna var að það voru ekki til nægilega margir jöfnunarmenn til þess að jafna vægi atkvæða. Ef jöfnunarsæti væru fleiri værum við að minnka líkurnar á að svona gerist.“ Þá segir hann að Þorsteinn Helgason, prófessor í stærðfræði, hafi lengi talað fyrir því að það þyrftu að vera fimmtán jöfnunarsæti. „Ég veit að Þorsteinn Helgason sem er náttúrulega guðfaðir þessa kerfis hefur sagt það að það þyrftu að vera 15 jöfnunarsæti til þess að koma í veg fyrir að svona lagað gerist,“ segir hann. Grétar segir jafnframt að þetta sé að verða meira áberandi þegar flokkunum er að fjölga. „Þess vegna hefur þetta ekki verið jafn mikið í umræðunni fyrr en núna á síðustu árum og þarna blasir við okkur hvernig kerfið sem við erum með veldur óréttlæti í skiptingu þingsæta.“
Kosningar 2017 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira