Hélt að hún yrði bara þingmaður í sex klukkutíma Bjarki Ármannsson skrifar 29. október 2017 12:53 Bolvíkingurinn Halla Signý Kristjánsdóttir er nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins í norðvesturkjördæmi. Vísir/Pjetur „Ég hélt á tímabili að ég yrði bara þingmaður í sex klukkutíma,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir, nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins í norðvesturkjördæmi. Halla er ein nítján nýrra þingmanna sem munu taka sæti á næsta þingi. Halla krækti í síðasta kjördæmakjörna sætið í boði og var í raun ekki alveg örugg með sæti sitt fyrr en lokatölur bárust frá norðvesturkjördæmi klukkan tíu í morgun. „Í tvo, þrjá tíma voru bara 47 atkvæði á milli okkar Bjarna Jónssonar,“ segir Halla, sem fylgdist með í alla nótt. „Síðan klukkan tíu í morgun, loksins þegar lokatölur komu, þá skýrðist þetta.“ Halla, sem er fyrrverandi bóndi á Kirkjubóli í Bjarnardal en hefur undanfarin tólf ár starfað sem fjármálastjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, er ánægð með árangur Framsóknarflokksins í nótt. Hún bendir á að flokkurinn heldur sínum tveimur þingsætum í kjördæminu, þó hvorugur þingmaðurinn frá því í fyrra hafi boðið sig fram aftur. Gunnar Bragi Sveinsson fór í Miðflokkinn og Elsa Lára Arnardóttir sóttist ekki eftir endurkjöri. „Þannig að við megum vel við una, svona miðað við að það var klofningur, að tapa ekki nema tveimur prósentum,“ segir Halla. „Við erum bara rosalega ánægð.“ Halla náði ekkert að sofa í nótt en aðspurð segist hún ekki hafa neinn tíma til að slaka á nú þegar kosningabaráttunni er lokið. „Nú er bara aðeins lengra í vinnuna,“ segir hún. „Ég er bara núna að pakka niður í tösku og fara suður. Ég verð að vera tilbúin á morgun.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Uppbótarþingmaður Samfylkingarinnar: „Vildi ekki gera neitt til að „jinxa“ þetta“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir náði kjöri í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Hún er ein af nýju þingmönnunum sem aldrei hefur tekið sæti á Alþingi áður. 29. október 2017 11:55 Nítján nýir þingmenn taka sæti Þónokkrar breytingar urðu á þingmannaskipan í nótt. 29. október 2017 10:48 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Sjá meira
„Ég hélt á tímabili að ég yrði bara þingmaður í sex klukkutíma,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir, nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins í norðvesturkjördæmi. Halla er ein nítján nýrra þingmanna sem munu taka sæti á næsta þingi. Halla krækti í síðasta kjördæmakjörna sætið í boði og var í raun ekki alveg örugg með sæti sitt fyrr en lokatölur bárust frá norðvesturkjördæmi klukkan tíu í morgun. „Í tvo, þrjá tíma voru bara 47 atkvæði á milli okkar Bjarna Jónssonar,“ segir Halla, sem fylgdist með í alla nótt. „Síðan klukkan tíu í morgun, loksins þegar lokatölur komu, þá skýrðist þetta.“ Halla, sem er fyrrverandi bóndi á Kirkjubóli í Bjarnardal en hefur undanfarin tólf ár starfað sem fjármálastjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, er ánægð með árangur Framsóknarflokksins í nótt. Hún bendir á að flokkurinn heldur sínum tveimur þingsætum í kjördæminu, þó hvorugur þingmaðurinn frá því í fyrra hafi boðið sig fram aftur. Gunnar Bragi Sveinsson fór í Miðflokkinn og Elsa Lára Arnardóttir sóttist ekki eftir endurkjöri. „Þannig að við megum vel við una, svona miðað við að það var klofningur, að tapa ekki nema tveimur prósentum,“ segir Halla. „Við erum bara rosalega ánægð.“ Halla náði ekkert að sofa í nótt en aðspurð segist hún ekki hafa neinn tíma til að slaka á nú þegar kosningabaráttunni er lokið. „Nú er bara aðeins lengra í vinnuna,“ segir hún. „Ég er bara núna að pakka niður í tösku og fara suður. Ég verð að vera tilbúin á morgun.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Uppbótarþingmaður Samfylkingarinnar: „Vildi ekki gera neitt til að „jinxa“ þetta“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir náði kjöri í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Hún er ein af nýju þingmönnunum sem aldrei hefur tekið sæti á Alþingi áður. 29. október 2017 11:55 Nítján nýir þingmenn taka sæti Þónokkrar breytingar urðu á þingmannaskipan í nótt. 29. október 2017 10:48 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Sjá meira
Uppbótarþingmaður Samfylkingarinnar: „Vildi ekki gera neitt til að „jinxa“ þetta“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir náði kjöri í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Hún er ein af nýju þingmönnunum sem aldrei hefur tekið sæti á Alþingi áður. 29. október 2017 11:55
Nítján nýir þingmenn taka sæti Þónokkrar breytingar urðu á þingmannaskipan í nótt. 29. október 2017 10:48