Segir Le Monde hafa misskilið ummæli sín um Miðflokkinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2017 18:31 Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir blaðamann franska dagblaðsins Le Monde hafa misskilið ummæli sín um „Trump-isma“ í umfjöllun blaðsins um alþingiskosningarnar á Íslandi, sem birt var í dag. Hann hafi sagt að áhrifa Bandaríkjaforsetans Donalds Trump, ef einhverra, hefði helst gætt í kosningabaráttu Miðflokksins en ekki Sjálfstæðisflokksins, eins og blaðamaður hafði eftir honum. Í frétt Le Monde var Helgi sagður telja „íhaldsmenn“, Sjálfstæðisflokkinn, hafa rekið kosningabaráttu í anda Donalds Trump Bandaríkjaforseta og „lagt áherslu á ósannindi og ófrægingu.“ „Það sem ég átti við með „Trump-faktorinn“, það var Miðflokkurinn,“ segir Helgi í samtali við Vísi. „Við vorum að tala um hvort að við fyndum fyrir einhverjum Trump-áhrifum á Íslandi og ég sagði að við værum nú að mestu laus við það og popúlisma, eins og þetta væri plága í Evrópu og Bandaríkjunum, en það væri svona smá Trump-faktor í „Center Party“, eða Miðflokknum. Þar væru merki um þessi áhrif, í framboði Miðflokksins,“ segir Helgi Gunnlaugsson í samtali við Vísi í dag.Umfjöllun fjölmiðla yfirleitt nokkuð neikvæð Helgi segir blaðakonuna greinilega hafa misskilið sig og sett ummælin í samhengi við umræðu um „Indipendence-party“, eða Sjálfstæðisflokkinn, en viðtalið fór fram á ensku. Erlendir fjölmiðlar hafa margir fjallað um alþingiskosningarnar á Íslandi í dag og í aðraganda kosninganna og oft er dregin upp nokkuð ófögur mynd af stjórnmálum á Íslandi. Auk Le Monde hafa hið bandaríska New York Times og hið sænska Aftonbladet til að mynda fjallað um kosningarna. Í grein New York Times líkti fréttamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson Sigmund Davíð, formanni Miðflokksins, við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þá birtir fastur pistlahöfundur sænska Aftonbladet pistil í dag með mynd af Sigmundi og Bjarna Benediktssyni og fyrirsögninni „Norður-Kórea Norðurlanda?“. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Le Monde: Líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Trumps Félagsfræðingurinn Helgi Gunnlaugsson líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 28. október 2017 15:00 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir blaðamann franska dagblaðsins Le Monde hafa misskilið ummæli sín um „Trump-isma“ í umfjöllun blaðsins um alþingiskosningarnar á Íslandi, sem birt var í dag. Hann hafi sagt að áhrifa Bandaríkjaforsetans Donalds Trump, ef einhverra, hefði helst gætt í kosningabaráttu Miðflokksins en ekki Sjálfstæðisflokksins, eins og blaðamaður hafði eftir honum. Í frétt Le Monde var Helgi sagður telja „íhaldsmenn“, Sjálfstæðisflokkinn, hafa rekið kosningabaráttu í anda Donalds Trump Bandaríkjaforseta og „lagt áherslu á ósannindi og ófrægingu.“ „Það sem ég átti við með „Trump-faktorinn“, það var Miðflokkurinn,“ segir Helgi í samtali við Vísi. „Við vorum að tala um hvort að við fyndum fyrir einhverjum Trump-áhrifum á Íslandi og ég sagði að við værum nú að mestu laus við það og popúlisma, eins og þetta væri plága í Evrópu og Bandaríkjunum, en það væri svona smá Trump-faktor í „Center Party“, eða Miðflokknum. Þar væru merki um þessi áhrif, í framboði Miðflokksins,“ segir Helgi Gunnlaugsson í samtali við Vísi í dag.Umfjöllun fjölmiðla yfirleitt nokkuð neikvæð Helgi segir blaðakonuna greinilega hafa misskilið sig og sett ummælin í samhengi við umræðu um „Indipendence-party“, eða Sjálfstæðisflokkinn, en viðtalið fór fram á ensku. Erlendir fjölmiðlar hafa margir fjallað um alþingiskosningarnar á Íslandi í dag og í aðraganda kosninganna og oft er dregin upp nokkuð ófögur mynd af stjórnmálum á Íslandi. Auk Le Monde hafa hið bandaríska New York Times og hið sænska Aftonbladet til að mynda fjallað um kosningarna. Í grein New York Times líkti fréttamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson Sigmund Davíð, formanni Miðflokksins, við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þá birtir fastur pistlahöfundur sænska Aftonbladet pistil í dag með mynd af Sigmundi og Bjarna Benediktssyni og fyrirsögninni „Norður-Kórea Norðurlanda?“.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Le Monde: Líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Trumps Félagsfræðingurinn Helgi Gunnlaugsson líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 28. október 2017 15:00 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Sjá meira
Le Monde: Líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Trumps Félagsfræðingurinn Helgi Gunnlaugsson líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 28. október 2017 15:00