Telur lög ekki brotin með SMS sendingum Hersir Aron Ólafsson skrifar 28. október 2017 19:30 Kosningastjóri Flokks fólksins þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin þegar almenningi var sendur áróður í smáskilaboðum í nafni flokksins. Fleiri flokkar hafa einnig sent slík skilaboð í aðdraganda kosninga í dag og í gær. Stafrænn áróður hefur verið áberandi í kosningabaráttunni, bæði af hálfu flokkanna sjálfra og hulduhópa á netinu.Ljóst að talsverðir fjármunir eru lagðir í áróðurinn Áróður á samfélagsmiðlum hefur tröllriðið þeirri stuttu en snörpu kosningabaráttu sem nú ríður yfir. Fjölmargar síður hafa sprottið upp á Facebook þar sem ýmsar syndir frambjóðenda eru tíundaðar og kjósendum gefin skilaboð um hvað þeir eigi alls ekki að kjósa. Myndböndin beinast fyrst og fremst að frambjóðendum Vinstri Grænna og Samfylkingar í aðra áttina og frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í hina. Sérstaka athygli fá formennirnir Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson. Áróðurinn er jafnan nafnlaus og litlar upplýsingar að finna á vefsíðunum, þó á stöku stað komi fram að um sjálfstæða og óháða vefi sé að ræða. Mörg áróðursmyndbandanna birtast sem auglýsingar áður en horft er á efni á Youtube. Greiða þarf fyrir hverja birtingu á slíkum auglýsingum og því ljóst að talsverðir fjármunir eru lagðir í áróðurinn. Við Fésbókarsíðurnar hafa fjölmargir sett „like“, eða allt frá nokkur hundruð og upp í nokkur þúsund manns.Sendingar flokkanna teljist til „óumbeðinna fjarskipta“ Áróðurinn er þó ekki bara nafnlaus, heldur hafa flokkarnir sjálfir keppst við að nýta sér stafræna miðla í kosningabaráttunni. Nokkrir þeirra hafa hins vegar einnig sent áróður í SMS skilaboðum sem hafa vakið nokkuð hörð viðbrögð, en þannig hafa Fréttastofu borist ábendingar um slíkt hjá Flokki fólksins, Miðflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Telja má að slíkar sendingar teljist til svokallaðra „óumbeðinna fjarskipta“ sem bönnuð eru skv. 46. gr. laga um fjarskipti. Edith Alvarsdóttir, kosningastjóri Flokks fólksins, segir flokkinn hafa keypt þjónustu af fyrirtækinu 1819, sem hafi fullyrt að ekki væri um lögbrot að ræða. Þá ítrekar Edith að engra símanúmera eða upplýsinga um kjósendur hafi verið aflað af flokknum, heldur hafi framkvæmdin alfarið verið í höndum fyrirtækisins. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Kosningastjóri Flokks fólksins þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin þegar almenningi var sendur áróður í smáskilaboðum í nafni flokksins. Fleiri flokkar hafa einnig sent slík skilaboð í aðdraganda kosninga í dag og í gær. Stafrænn áróður hefur verið áberandi í kosningabaráttunni, bæði af hálfu flokkanna sjálfra og hulduhópa á netinu.Ljóst að talsverðir fjármunir eru lagðir í áróðurinn Áróður á samfélagsmiðlum hefur tröllriðið þeirri stuttu en snörpu kosningabaráttu sem nú ríður yfir. Fjölmargar síður hafa sprottið upp á Facebook þar sem ýmsar syndir frambjóðenda eru tíundaðar og kjósendum gefin skilaboð um hvað þeir eigi alls ekki að kjósa. Myndböndin beinast fyrst og fremst að frambjóðendum Vinstri Grænna og Samfylkingar í aðra áttina og frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í hina. Sérstaka athygli fá formennirnir Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson. Áróðurinn er jafnan nafnlaus og litlar upplýsingar að finna á vefsíðunum, þó á stöku stað komi fram að um sjálfstæða og óháða vefi sé að ræða. Mörg áróðursmyndbandanna birtast sem auglýsingar áður en horft er á efni á Youtube. Greiða þarf fyrir hverja birtingu á slíkum auglýsingum og því ljóst að talsverðir fjármunir eru lagðir í áróðurinn. Við Fésbókarsíðurnar hafa fjölmargir sett „like“, eða allt frá nokkur hundruð og upp í nokkur þúsund manns.Sendingar flokkanna teljist til „óumbeðinna fjarskipta“ Áróðurinn er þó ekki bara nafnlaus, heldur hafa flokkarnir sjálfir keppst við að nýta sér stafræna miðla í kosningabaráttunni. Nokkrir þeirra hafa hins vegar einnig sent áróður í SMS skilaboðum sem hafa vakið nokkuð hörð viðbrögð, en þannig hafa Fréttastofu borist ábendingar um slíkt hjá Flokki fólksins, Miðflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Telja má að slíkar sendingar teljist til svokallaðra „óumbeðinna fjarskipta“ sem bönnuð eru skv. 46. gr. laga um fjarskipti. Edith Alvarsdóttir, kosningastjóri Flokks fólksins, segir flokkinn hafa keypt þjónustu af fyrirtækinu 1819, sem hafi fullyrt að ekki væri um lögbrot að ræða. Þá ítrekar Edith að engra símanúmera eða upplýsinga um kjósendur hafi verið aflað af flokknum, heldur hafi framkvæmdin alfarið verið í höndum fyrirtækisins.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira