Vefsíða tengd repúblikönum greiddi fyrst fyrir rannsókn sem varð að Rússaskýrslu um Trump Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2017 23:38 Repúblikanar og demókrata réðu sama fyrirtækið til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um Trump í kosningabaráttunni. Vísir/Getty Upplýsingaöflunin sem leiddi á endanum til alræmdrar skýrslu bresks leyniþjónustumanns um Donald Trump var upphaflega fjármögnuð af vefsíðu sem stór fjárhagslegur bakhjarl Repúblikanaflokksins heldur uppi. Greint var frá því í vikunni að landsnefnd Demókrataflokksins og forsetaframboð Hillary Clinton greiddi fyrir rannsóknina á Trump sem gat af sér skýrslu þar sem því er meðal annars haldið fram að Bandaríkjaforseti hafi átt samneyti við vændiskonur í Rússlandi á árum áður. Allt frá upphafi hefur verið vitað að upphaflega voru það andstæðingar Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar sem réðu fyrirtæki til að afla upplýsinga um hann. Slíkar rannsóknir á pólitískum andstæðingum eru algengar í kosningabaráttum vestanhafs. Það hafi svo verið demókratar sem hafi haldið áfram að fjármagna rannsóknina eftir að Trump hafði tryggt sér útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi hans. Fyrir þessa viku hafði ekki verið greint frá því hverjir áttu þar nákvæmlega hlut að máli.Nú greinir New York Times frá því að repúblikanarnir sem báðu upphaflega um rannsóknina á Trump hafi verið The Washington Free Beacon, vefsíða íhaldsmanna sem Paul Singer, milljarðamæringur úr heimi vogunarsjóða í New York og stór fjárhagslegur bakhjarl Repúblikanaflokksins, fjármagnar.Vissu ekki af skýrslunni fyrr en á þessu áriVefsíðan réði fyrirtækið Fusion GPS til þess að grafa upp skaðlegar upplýsingar um nokkra frambjóðendur í forvali repúblikana, þar á meðal Trump í október 2015. Óskaði hún eftir að rannsókninni yrði hætt í maí 2016 þegar Trump var að landa sigri í forvalinu. Í apríl réði framboð Clinton og landsnefnd Demókrataflokksins Fusion GPS til að rannsaka möguleg tengsl Trump, fyrirtækja hans eða framboðs við Rússland. Í framhaldinu réð Fusion GPS Christopher Steele, breskan fyrrverandi leyniþjónustumann til að afla upplýsinga. Steele vann í framhaldinu skýrslu þar sem leiddar voru líkur að því að Trump hefði átt í samráði við Rússa um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra auk safaríkari sögusagna sem hafa ekki verið staðfestar. Í umfjöllun New York Times kemur fram að hvorki Clinton, Demókrataflokkurinn né íhaldsmennirnir sem réðu Fusion GPS upphaflega hafi vitað af skýrslu Steele fyrr en Buzzfeed gerði efni hennar opinbert í byrjun þessa árs. Donald Trump Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Upplýsingaöflunin sem leiddi á endanum til alræmdrar skýrslu bresks leyniþjónustumanns um Donald Trump var upphaflega fjármögnuð af vefsíðu sem stór fjárhagslegur bakhjarl Repúblikanaflokksins heldur uppi. Greint var frá því í vikunni að landsnefnd Demókrataflokksins og forsetaframboð Hillary Clinton greiddi fyrir rannsóknina á Trump sem gat af sér skýrslu þar sem því er meðal annars haldið fram að Bandaríkjaforseti hafi átt samneyti við vændiskonur í Rússlandi á árum áður. Allt frá upphafi hefur verið vitað að upphaflega voru það andstæðingar Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar sem réðu fyrirtæki til að afla upplýsinga um hann. Slíkar rannsóknir á pólitískum andstæðingum eru algengar í kosningabaráttum vestanhafs. Það hafi svo verið demókratar sem hafi haldið áfram að fjármagna rannsóknina eftir að Trump hafði tryggt sér útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi hans. Fyrir þessa viku hafði ekki verið greint frá því hverjir áttu þar nákvæmlega hlut að máli.Nú greinir New York Times frá því að repúblikanarnir sem báðu upphaflega um rannsóknina á Trump hafi verið The Washington Free Beacon, vefsíða íhaldsmanna sem Paul Singer, milljarðamæringur úr heimi vogunarsjóða í New York og stór fjárhagslegur bakhjarl Repúblikanaflokksins, fjármagnar.Vissu ekki af skýrslunni fyrr en á þessu áriVefsíðan réði fyrirtækið Fusion GPS til þess að grafa upp skaðlegar upplýsingar um nokkra frambjóðendur í forvali repúblikana, þar á meðal Trump í október 2015. Óskaði hún eftir að rannsókninni yrði hætt í maí 2016 þegar Trump var að landa sigri í forvalinu. Í apríl réði framboð Clinton og landsnefnd Demókrataflokksins Fusion GPS til að rannsaka möguleg tengsl Trump, fyrirtækja hans eða framboðs við Rússland. Í framhaldinu réð Fusion GPS Christopher Steele, breskan fyrrverandi leyniþjónustumann til að afla upplýsinga. Steele vann í framhaldinu skýrslu þar sem leiddar voru líkur að því að Trump hefði átt í samráði við Rússa um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra auk safaríkari sögusagna sem hafa ekki verið staðfestar. Í umfjöllun New York Times kemur fram að hvorki Clinton, Demókrataflokkurinn né íhaldsmennirnir sem réðu Fusion GPS upphaflega hafi vitað af skýrslu Steele fyrr en Buzzfeed gerði efni hennar opinbert í byrjun þessa árs.
Donald Trump Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira