Innlent

Ferðum Herjólfs verði fjölgað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eimskip rekur Herjólf í dag.
Eimskip rekur Herjólf í dag. Vísir/óskar p. friðriksson
Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, stefna á að undirrita samning þann 1. desember næstkomandi um að bærinn taki við rekstri Herjólfs.

Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing þar sem helstu markmið samningsins koma fram. Meðal annars að skipið verði nýtt til siglinga lengur hvern sólarhring en nú er og fari allt að átta ferðir.

Einnig að núverandi Herjólfur verði nýttur sem varaskip til ferjusiglinga í landinu eftir að nýr Herjólfur er kominn til landsins. Þá er gerð krafa um að rekstrarhagræðis verði gætt til hins ítrasta. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×