Skírði karakterana eftir kennurum sonarins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. október 2017 10:15 Í leikskólanum Jörfa. Bergljót Jóhannsdóttir leikskólastjóri bíður eftir að taka við fyrsta eintakinu frá Ástu Rún. Mynd/Anna Lea „Mér líður vel yfir að hafa náð að unga út þessari bók. Er eiginlega í skýjunum,“ segir Ásta Rún Valgerðardóttir sálfræðingur um fyrstu bók sína, Fjölskyldan mín. Hún kveðst hafa gengið með efnið í kollinum frekar lengi. „Þegar ég var ólétt fyrir þremur árum fór ég að svipast um eftir barnabókum um margvísleg fjölskyldumynstur en fann engar, svo fæddist sonurinn og var mjög erfitt ungabarn svo þá varð lítill tími til skrifta. En um hver áramót setjumst við niður, ég og konan mín, lítum yfir árið sem er að baki og setjum okkur markmið fyrir það næsta. Um síðustu áramót hvatti hún mig til að byrja á þessu verkefni sem ég var oft búin að tala um, þannig ég byrjaði bara í janúar á þessu ári en hafði mótað efnið í huganum áður. Svo fékk ég gott fólk til að lesa yfir og koma með ábendingar, til dæmis samkynhneigða kunningja mína sem eiga börn, systur mína leikskólakennarann, vinkonu mína barnasálfræðinginn og systur hennar sem er kennari í barnabókmenntum. Handritið tók því miklum breytingum áður en ég fór með það til Sölku sem gefur bókina út.“ Lára Garðarsdóttir myndskreytti bókina og Ásta Rún er ánægð með hennar þátt. „Lára er myndhöfundur og gerir hlutina með sínum stíl. Það var ótrúlega gaman að sjá hvernig allt lifnaði við.“ Bókin Fjölskyldan mín fer í alla leikskóla landsins, hvað kemur til? „Samfélagssjóður Valitors veitti okkur styrk sem dugði til að gefa bókina í alla leikskólana, rúmlega 250 talsins.“ Sonur Ástu Rúnar er á leikskólanum Jörfa og er eina barnið þar sem á samkynhneigða foreldra, að sögn móðurinnar. „En þar eru börn sem eiga foreldra frá öðrum löndum og börn sem eiga foreldra sem hafa skilið svo þar er fjölbreytileiki eins og annars staðar,“ lýsir Ásta Rún sem afhenti fyrsta eintak bókarinnar í Jörfa og las fyrir krakkana. „Leikskólakennararnir þar sjá um barnið mitt allan daginn og í þakklætisskyni ákvað ég að heiðra þá með því að skíra karaktera bókarinnar eftir þeim.“ Bókmenntir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
„Mér líður vel yfir að hafa náð að unga út þessari bók. Er eiginlega í skýjunum,“ segir Ásta Rún Valgerðardóttir sálfræðingur um fyrstu bók sína, Fjölskyldan mín. Hún kveðst hafa gengið með efnið í kollinum frekar lengi. „Þegar ég var ólétt fyrir þremur árum fór ég að svipast um eftir barnabókum um margvísleg fjölskyldumynstur en fann engar, svo fæddist sonurinn og var mjög erfitt ungabarn svo þá varð lítill tími til skrifta. En um hver áramót setjumst við niður, ég og konan mín, lítum yfir árið sem er að baki og setjum okkur markmið fyrir það næsta. Um síðustu áramót hvatti hún mig til að byrja á þessu verkefni sem ég var oft búin að tala um, þannig ég byrjaði bara í janúar á þessu ári en hafði mótað efnið í huganum áður. Svo fékk ég gott fólk til að lesa yfir og koma með ábendingar, til dæmis samkynhneigða kunningja mína sem eiga börn, systur mína leikskólakennarann, vinkonu mína barnasálfræðinginn og systur hennar sem er kennari í barnabókmenntum. Handritið tók því miklum breytingum áður en ég fór með það til Sölku sem gefur bókina út.“ Lára Garðarsdóttir myndskreytti bókina og Ásta Rún er ánægð með hennar þátt. „Lára er myndhöfundur og gerir hlutina með sínum stíl. Það var ótrúlega gaman að sjá hvernig allt lifnaði við.“ Bókin Fjölskyldan mín fer í alla leikskóla landsins, hvað kemur til? „Samfélagssjóður Valitors veitti okkur styrk sem dugði til að gefa bókina í alla leikskólana, rúmlega 250 talsins.“ Sonur Ástu Rúnar er á leikskólanum Jörfa og er eina barnið þar sem á samkynhneigða foreldra, að sögn móðurinnar. „En þar eru börn sem eiga foreldra frá öðrum löndum og börn sem eiga foreldra sem hafa skilið svo þar er fjölbreytileiki eins og annars staðar,“ lýsir Ásta Rún sem afhenti fyrsta eintak bókarinnar í Jörfa og las fyrir krakkana. „Leikskólakennararnir þar sjá um barnið mitt allan daginn og í þakklætisskyni ákvað ég að heiðra þá með því að skíra karaktera bókarinnar eftir þeim.“
Bókmenntir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira