Meira af því sama eða eitthvað nýtt? Starri Reynisson skrifar 27. október 2017 15:06 Stöðugleiki er eitt ofnotaðasta orð í íslenskum stjórnmálum. Svo ofnotað að það er nánast orðið merkingarlaust. Því hefur að miklu leiti verið rænt af stjórnmálamönnum sem stuðla að þveröfugri þróun í samfélaginu, þ.e. sundrungu og óstöðugleika jafnt efnahagslegum og pólitískum. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í pólitíska óstöðugleikann, það er nóg að skoða samsetningu þeirra þriggja ríkisstjórna sem hafa sprungið á síðustu tíu árum til að komast að rót hans. Ég ætla hins vegar að ræða aðeins um efnahagslegan stöðugleika. Þeir stjórnmálamenn sem tala hvað mest og hæst um mikilvægi efnahagslegs stöðugleika eru jafnframt dyggir stuðningsmenn íslensku krónunnar. Þetta tvennt fer ekki saman. Að halda úti óstöðugri örmynt sem kostar skattgreiðendur milljarða á ári hefur þveröfug áhrif. Íslenska krónan étur upp launhækkanir nánast jafnóðum og kemur þannig í veg fyrir flesta möguleika á raunverulegum kjarabótum. Hún kemur í veg fyrir að hægt sé að koma á eðlilegu vaxtastigi á lánamarkaði og er grunnorsök þess að við erum með hina margumræddu verðtryggingu. Svo gerir hún líka ferðaþjónustunni og útflutningsgreinunum ákaflega erfitt fyrir. Íslenska krónan er einn helsti óvinur efnahagslegs stöðugleika á Íslandi og þar af leiðandi eru hennar stuðningsmenn það líka. Það er morgunljóst að ef við ætlum okkur að byggja upp blómlegt samfélag þar sem efnahagslegur stöðugleiki endist, þá verðum við að henda krónunni í ruslið og taka upp annan gjaldmiðil. Nærtækasta lausnin væri að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Enn eina ferðina höfum við val um hvaða stefnu við viljum taka sem samfélag. Í þetta skipti skulum við hafna þeim sem vilja viðhalda sundrungu og óstöðugleika í samfélaginu og gefa einhverju öðru raunverulegan séns. Meira af því sama þýðir meira af því sama, verum hugrökk og prófum eitthvað nýtt.Starri ReynissonHöfundur er í 3. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Starri Reynisson Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Stöðugleiki er eitt ofnotaðasta orð í íslenskum stjórnmálum. Svo ofnotað að það er nánast orðið merkingarlaust. Því hefur að miklu leiti verið rænt af stjórnmálamönnum sem stuðla að þveröfugri þróun í samfélaginu, þ.e. sundrungu og óstöðugleika jafnt efnahagslegum og pólitískum. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í pólitíska óstöðugleikann, það er nóg að skoða samsetningu þeirra þriggja ríkisstjórna sem hafa sprungið á síðustu tíu árum til að komast að rót hans. Ég ætla hins vegar að ræða aðeins um efnahagslegan stöðugleika. Þeir stjórnmálamenn sem tala hvað mest og hæst um mikilvægi efnahagslegs stöðugleika eru jafnframt dyggir stuðningsmenn íslensku krónunnar. Þetta tvennt fer ekki saman. Að halda úti óstöðugri örmynt sem kostar skattgreiðendur milljarða á ári hefur þveröfug áhrif. Íslenska krónan étur upp launhækkanir nánast jafnóðum og kemur þannig í veg fyrir flesta möguleika á raunverulegum kjarabótum. Hún kemur í veg fyrir að hægt sé að koma á eðlilegu vaxtastigi á lánamarkaði og er grunnorsök þess að við erum með hina margumræddu verðtryggingu. Svo gerir hún líka ferðaþjónustunni og útflutningsgreinunum ákaflega erfitt fyrir. Íslenska krónan er einn helsti óvinur efnahagslegs stöðugleika á Íslandi og þar af leiðandi eru hennar stuðningsmenn það líka. Það er morgunljóst að ef við ætlum okkur að byggja upp blómlegt samfélag þar sem efnahagslegur stöðugleiki endist, þá verðum við að henda krónunni í ruslið og taka upp annan gjaldmiðil. Nærtækasta lausnin væri að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Enn eina ferðina höfum við val um hvaða stefnu við viljum taka sem samfélag. Í þetta skipti skulum við hafna þeim sem vilja viðhalda sundrungu og óstöðugleika í samfélaginu og gefa einhverju öðru raunverulegan séns. Meira af því sama þýðir meira af því sama, verum hugrökk og prófum eitthvað nýtt.Starri ReynissonHöfundur er í 3. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar