Gylfi byrjaði á bekknum í enn einu tapi Everton Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. október 2017 17:45 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Vandræði Everton aukast enn en í dag tapaði liðið 2-0 fyrir Leicester City á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var sjötta tap Everton í 10 leikjum á tímabilinu. Liðið er í 18. sæti deildarinnar með aðeins átta stig. David Unsworth stýrði Everton í fyrsta sinn í deildarleik í dag. Hann byrjaði með Gylfa Þór Sigurðsson á bekknum og setti hann ekki inn á fyrr en 16 mínútur voru til leiksloka. Unsworth hefur áhuga á taka við Everton til frambúðar en miðað við frammistöðuna í dag er ekki líklegt að hann fái starfið. Claude Puel stýrði Leicester í fyrsta sinn í dag og hans menn byrjuðu leikinn af miklum krafti. Jamie Vardy kom heimamönnum yfir á 18. mínútu og 11 mínútum síðar bætti Demarai Gray öðru marki við. Fleiri urðu mörkin ekki og Leicester fagnaði sínum öðrum sigri í röð. Leicester er í 11. sæti deildarinnar með 12 stig. Enski boltinn
Vandræði Everton aukast enn en í dag tapaði liðið 2-0 fyrir Leicester City á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var sjötta tap Everton í 10 leikjum á tímabilinu. Liðið er í 18. sæti deildarinnar með aðeins átta stig. David Unsworth stýrði Everton í fyrsta sinn í deildarleik í dag. Hann byrjaði með Gylfa Þór Sigurðsson á bekknum og setti hann ekki inn á fyrr en 16 mínútur voru til leiksloka. Unsworth hefur áhuga á taka við Everton til frambúðar en miðað við frammistöðuna í dag er ekki líklegt að hann fái starfið. Claude Puel stýrði Leicester í fyrsta sinn í dag og hans menn byrjuðu leikinn af miklum krafti. Jamie Vardy kom heimamönnum yfir á 18. mínútu og 11 mínútum síðar bætti Demarai Gray öðru marki við. Fleiri urðu mörkin ekki og Leicester fagnaði sínum öðrum sigri í röð. Leicester er í 11. sæti deildarinnar með 12 stig.