Katalónska þingið samþykkir að lýsa yfir sjálfstæði Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2017 13:37 Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, skilar atkvæði sínu. Vísir/AFP Katalónska þingið hefur samþykkt ályktun um að Katalónía lýsi yfir sjálfstæði. Þetta er samþykkt á sama tíma og öldungadeild Spánarþings í Madríd ræði hvort að Spánarstjórn eigi að taka yfir stjórn héraðsins. Í leynilegri kosningu á katalónska þinginu greiddu sjötíu þingmenn með tillögunni, tíu gegn og tveir skiluðu auðu. Í frétt Reuters kemur fram að líklegt þyki að stjórnlagadómstóll Spánar dæmi atkvæðagreiðsluna ólöglega. El Pais greinir frá því að ríkisstjórn Spánar muni koma saman til neyðarfundar nú síðdegis vegna málsins. Þingmenn Sósíalistaflokksins, Þjóðarflokksins (PP) og Ciudadanos yfirgáfu þingsalinn í mótmælaskyni áður en atkvæðagreiðslan hófst. Alls eiga 135 þingmenn sæti í katalónska héraðsþinginu. Þegar búið var að lesa upp atkvæði þingmannanna stóðu þeir þingmenn sem eftir voru í salnum upp og sungu þjóðsöng Katalóníu, „Els segadors“ og hrópuðu svo „Visca Catalunya!“ – Lifi Katalónía!Spánarstjórn taki yfir stjórn Katalóníu Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hvatti í morgun öldungadeildarþingmenn Spánarþings til að samþykkja tillögu um að Spánarstjórn taki yfir stjórn Katalónu. Í ræðu sinni sagði Rajoy nauðsynlegt að koma Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, varaforsetanum og öllum ráðherrum héraðsstjórnarinnar frá völdum. Nauðsynlegt væri að koma á lögum, lýðræði og stöðugleika í Katalóníu á nýjan leik. Mikil spenna hefur verið í samskiptum héraðsstjórnar Katalóníu og Spánarstjórnar í Madríd eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í upphafi mánaðar þar sem mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku greiddu atkvæði með því að lýsa yfir sjálfstæði. Kosningaþátttakan var 43 prósent. Stjórnlagadómstóll Spánar hafi dæmt atkvæðagreiðsluna ógilda. Öldungadeild Spánarþings á enn eftir að greiða atkvæði um hvort beita skuli 155. Grein sæpnsku stjórnarskrárinnar sem myndi afturkalla sjálfstjórn héraðsins. Stjórn fjármála, lögreglu og fjölmiðla héraðsins myndi þá falla í skaut Spánarstjórnar. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Hvetur þingmenn til að samþykkja beina stjórn yfir Katalóníu Forsætisráðherra Spánar segist vilja koma Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, varaforsetanum og öllum ráðherrum héraðsstjórnarinnar frá völdum. 27. október 2017 10:27 Spánverjar kjósa um sviptingu sjálfsstjórnar Kataloníu í dag Öldungadeild spænska þingsins kýs um hvort virkja skuli 155. grein stjórnarskrárinnar og svipta Katalóníu sjálfstæði. 27. október 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Katalónska þingið hefur samþykkt ályktun um að Katalónía lýsi yfir sjálfstæði. Þetta er samþykkt á sama tíma og öldungadeild Spánarþings í Madríd ræði hvort að Spánarstjórn eigi að taka yfir stjórn héraðsins. Í leynilegri kosningu á katalónska þinginu greiddu sjötíu þingmenn með tillögunni, tíu gegn og tveir skiluðu auðu. Í frétt Reuters kemur fram að líklegt þyki að stjórnlagadómstóll Spánar dæmi atkvæðagreiðsluna ólöglega. El Pais greinir frá því að ríkisstjórn Spánar muni koma saman til neyðarfundar nú síðdegis vegna málsins. Þingmenn Sósíalistaflokksins, Þjóðarflokksins (PP) og Ciudadanos yfirgáfu þingsalinn í mótmælaskyni áður en atkvæðagreiðslan hófst. Alls eiga 135 þingmenn sæti í katalónska héraðsþinginu. Þegar búið var að lesa upp atkvæði þingmannanna stóðu þeir þingmenn sem eftir voru í salnum upp og sungu þjóðsöng Katalóníu, „Els segadors“ og hrópuðu svo „Visca Catalunya!“ – Lifi Katalónía!Spánarstjórn taki yfir stjórn Katalóníu Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hvatti í morgun öldungadeildarþingmenn Spánarþings til að samþykkja tillögu um að Spánarstjórn taki yfir stjórn Katalónu. Í ræðu sinni sagði Rajoy nauðsynlegt að koma Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, varaforsetanum og öllum ráðherrum héraðsstjórnarinnar frá völdum. Nauðsynlegt væri að koma á lögum, lýðræði og stöðugleika í Katalóníu á nýjan leik. Mikil spenna hefur verið í samskiptum héraðsstjórnar Katalóníu og Spánarstjórnar í Madríd eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í upphafi mánaðar þar sem mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku greiddu atkvæði með því að lýsa yfir sjálfstæði. Kosningaþátttakan var 43 prósent. Stjórnlagadómstóll Spánar hafi dæmt atkvæðagreiðsluna ógilda. Öldungadeild Spánarþings á enn eftir að greiða atkvæði um hvort beita skuli 155. Grein sæpnsku stjórnarskrárinnar sem myndi afturkalla sjálfstjórn héraðsins. Stjórn fjármála, lögreglu og fjölmiðla héraðsins myndi þá falla í skaut Spánarstjórnar.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Hvetur þingmenn til að samþykkja beina stjórn yfir Katalóníu Forsætisráðherra Spánar segist vilja koma Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, varaforsetanum og öllum ráðherrum héraðsstjórnarinnar frá völdum. 27. október 2017 10:27 Spánverjar kjósa um sviptingu sjálfsstjórnar Kataloníu í dag Öldungadeild spænska þingsins kýs um hvort virkja skuli 155. grein stjórnarskrárinnar og svipta Katalóníu sjálfstæði. 27. október 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Hvetur þingmenn til að samþykkja beina stjórn yfir Katalóníu Forsætisráðherra Spánar segist vilja koma Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, varaforsetanum og öllum ráðherrum héraðsstjórnarinnar frá völdum. 27. október 2017 10:27
Spánverjar kjósa um sviptingu sjálfsstjórnar Kataloníu í dag Öldungadeild spænska þingsins kýs um hvort virkja skuli 155. grein stjórnarskrárinnar og svipta Katalóníu sjálfstæði. 27. október 2017 06:00