Opið bréf til forystumanna stjórnmálaflokkanna Vésteinn Valgarðsson skrifar 27. október 2017 11:15 Kæru forystumenn, þessa kosningabaráttu bar brátt að. Það vita líklega allir að fyrir flokk eins og Alþýðufylkinguna er framboð meiriháttar átak, því meira sem fyrirvarinn er styttri. Okkur tókst samt að bjóða fram í fjórum kjördæmum og höfum undanfarið mætt ykkur, talsmönnum hinna flokkanna, úti á vellinum. Við vitum að þið virðið það við okkur, að við erum alltaf málefnaleg í okkar málflutningi. Við höfum mæst víða, en að minnsta kosti jafnvíða höfum við ekki mæst. Eins og þið hafið örugglega orðið vör við, hefur okkur vantað á margan fundinn og stundum í fjölmiðla, þar sem annars vantar ekki aðra en okkur, og Dögun. Þetta er ekki vegna þess að okkur skorti vilja eða getu til að taka þátt. Við höfum alls boðað forföll á 2-3 fundi sem okkur hefur verið boðið á, en á hina fundina höfum við ekki mætt vegna þess að okkur hefur ekki verið boðið. Viðkvæði fjölmiðla og félagasamtaka hefur oftast verið að þau bjóði flokkum sem eru með framboð í öllum kjördæmum. Að draga línuna þar, og skilja þar með einn eða tvo flokk útundan, er lélegt. Og það er óþarfi, nema fólk óttist okkar málflutning. Af fjölmiðlum sker RÚV sig úr vegna lagaskyldu um umfjöllun um kosningar, þar sem gæta ber jafnræðisreglu, meðalhófs og fleiri góðra siða. Jafnvel þar hefur Alþýðufylkingunni þó verið mismunað. Til dæmis hafa okkar talsmenn verið klipptir grimmt niður í málefnaþáttum, jafnvel í miðri setningu. Nú í kvöld, föstudagskvöld, verður seinni leiðtogaumræða í sjónvarpi. Þar stendur til að skilja Þorvald Þorvaldsson, formann Alþýðufylkingarinnar, útundan. Við höfum mótmælt en RÚV situr fast við sinn keip. Við höfum krafist skýringa, en svörin eru að þetta hafi bara verið ákveðið. Einu rökin, ef rök skyldi kalla, eru að ÖSE hafi gert athugasemdir við að of mörg framboð saman í þætti geri umræðuna of grunna. Það er útúrsnúningur að telja það mæla með að hafa níu flokka saman í þætti en skilja tvo bara útundan! Þetta er sérlega alvarlegt í ljósi þess að margir munu móta sér þá skoðun í kvöld, sem ræður hegðun þeirra í kjörklefanum á morgun. Seinni leiðtogaumræðurnar á RÚV eru því mikilvægasti hlutinn af kosningaumfjölluninni og þeim mun alvarlegra að gera Alþýðufylkinguna ósýnilega. Við erum ekki að fara fram á neina sérmeðferð. Við viljum koma fram á jafnréttisgrundvelli og viljum ekki sæta ómálefnalegum hömlum á boðskap okkar. Það er augljóst að vegna lýðræðisins í landinu verða kjósendur að fá að kynna sér málstað þeirra sem bjóða fram. Við trúum á okkar málstað. Við trúum að okkur gangi best þegar leikreglurnar eru sanngjarnar og tækifærin jöfn. Þið hljótið líka að líta þannig á ykkar málstað. Þess vegna biðjum við ykkur: Gerið athugasemdir við að Alþýðufylkingunni sé ekki boðið að vera með. Sendið RÚV tölvupóst. Tjáið ykkur á Facebook. Nefnið það í þættinum í kvöld að þið hefðuð viljað að við værum líka með. Eða, ef þið þorið því, neitið að taka þátt í útskúfun okkar.Höfundur er varaformaður Alþýðufylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kæru forystumenn, þessa kosningabaráttu bar brátt að. Það vita líklega allir að fyrir flokk eins og Alþýðufylkinguna er framboð meiriháttar átak, því meira sem fyrirvarinn er styttri. Okkur tókst samt að bjóða fram í fjórum kjördæmum og höfum undanfarið mætt ykkur, talsmönnum hinna flokkanna, úti á vellinum. Við vitum að þið virðið það við okkur, að við erum alltaf málefnaleg í okkar málflutningi. Við höfum mæst víða, en að minnsta kosti jafnvíða höfum við ekki mæst. Eins og þið hafið örugglega orðið vör við, hefur okkur vantað á margan fundinn og stundum í fjölmiðla, þar sem annars vantar ekki aðra en okkur, og Dögun. Þetta er ekki vegna þess að okkur skorti vilja eða getu til að taka þátt. Við höfum alls boðað forföll á 2-3 fundi sem okkur hefur verið boðið á, en á hina fundina höfum við ekki mætt vegna þess að okkur hefur ekki verið boðið. Viðkvæði fjölmiðla og félagasamtaka hefur oftast verið að þau bjóði flokkum sem eru með framboð í öllum kjördæmum. Að draga línuna þar, og skilja þar með einn eða tvo flokk útundan, er lélegt. Og það er óþarfi, nema fólk óttist okkar málflutning. Af fjölmiðlum sker RÚV sig úr vegna lagaskyldu um umfjöllun um kosningar, þar sem gæta ber jafnræðisreglu, meðalhófs og fleiri góðra siða. Jafnvel þar hefur Alþýðufylkingunni þó verið mismunað. Til dæmis hafa okkar talsmenn verið klipptir grimmt niður í málefnaþáttum, jafnvel í miðri setningu. Nú í kvöld, föstudagskvöld, verður seinni leiðtogaumræða í sjónvarpi. Þar stendur til að skilja Þorvald Þorvaldsson, formann Alþýðufylkingarinnar, útundan. Við höfum mótmælt en RÚV situr fast við sinn keip. Við höfum krafist skýringa, en svörin eru að þetta hafi bara verið ákveðið. Einu rökin, ef rök skyldi kalla, eru að ÖSE hafi gert athugasemdir við að of mörg framboð saman í þætti geri umræðuna of grunna. Það er útúrsnúningur að telja það mæla með að hafa níu flokka saman í þætti en skilja tvo bara útundan! Þetta er sérlega alvarlegt í ljósi þess að margir munu móta sér þá skoðun í kvöld, sem ræður hegðun þeirra í kjörklefanum á morgun. Seinni leiðtogaumræðurnar á RÚV eru því mikilvægasti hlutinn af kosningaumfjölluninni og þeim mun alvarlegra að gera Alþýðufylkinguna ósýnilega. Við erum ekki að fara fram á neina sérmeðferð. Við viljum koma fram á jafnréttisgrundvelli og viljum ekki sæta ómálefnalegum hömlum á boðskap okkar. Það er augljóst að vegna lýðræðisins í landinu verða kjósendur að fá að kynna sér málstað þeirra sem bjóða fram. Við trúum á okkar málstað. Við trúum að okkur gangi best þegar leikreglurnar eru sanngjarnar og tækifærin jöfn. Þið hljótið líka að líta þannig á ykkar málstað. Þess vegna biðjum við ykkur: Gerið athugasemdir við að Alþýðufylkingunni sé ekki boðið að vera með. Sendið RÚV tölvupóst. Tjáið ykkur á Facebook. Nefnið það í þættinum í kvöld að þið hefðuð viljað að við værum líka með. Eða, ef þið þorið því, neitið að taka þátt í útskúfun okkar.Höfundur er varaformaður Alþýðufylkingarinnar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun