Innlent

Gerð skýrslu Hannesar lýkur „innan tíðar“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir umræðuna um skattamál vera á villugötum.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir umræðuna um skattamál vera á villugötum. vísir/stefán
Gerð skýrslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins mun ljúka „innan tíðar“. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata.

Í svarinu segir að samkvæmt upplýsingum frá Hannesi megi gera ráð fyrir „gerð skýrslunnar og yfirlestri ljúki innan tíðar.“

Skýrslan er nú þegar rúmlega tveimur árum eftir áætlun en Fjármálaráðuneytið gerði árið 2014 samning við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands um 10 milljón króna styrk vegna verkefnisins. Gert var ráð fyrir verklokum í júlí 2015.

Verkið hefur þó tafist en nú þegar hafa verið greiddar 7,5 milljónir vegna verkefnisins. Samkvæmt samningnum er áætluð 2,5 milljón króna greiðsla við verklok. Í svarinu kemur fram að það sé á ábyrgð Félagsvísindastofnunar hvernig skýrslan verði kynnt.


Tengdar fréttir

Hannes Hólmsteinn fenginn til að rannsaka bankahrunið

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor mun hafa umsjón með verkefni á vegum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem metnir verða erlendir áhrifaþættir bankahrunsins haustið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×