Heldur kosningapartí á Tenerife Guðný Hrönn skrifar 27. október 2017 12:15 Herdís og Sævar fá gesti á öllum aldri á Nostalgiu. Hér eru þau ásamt yngsta gestinum sem heimsótt hefur barinn. „Við hjónin komum hingað í frí tveimur árum áður en við fluttum hingað. Og þetta var í fyrsta skipti sem ég kom á stað og hugsaði með mér: Hér gæti ég búið,“ segir Herdís Árnadóttir sem sagði skilið við lífið á Íslandi fyrir rúmu ári til að flytja til Tenerife. Þar rekur hún Íslendingabarinn Nostalgiu ásamt manni sínum, Sævari Lúðvíkssyni. „Við vildum bara prófa eitthvað nýtt,“ segir Herdís spurð út í af hverju hún ákvað að flytja frá Íslandi. „Ég var í fínni vinnu og lifði góðu lífi á Íslandi, það var ekki málið. En mig langaði bara að gera eitthvað nýtt, á meðan ég hefði tækifæri til.“ Herdís hafði aldrei unnið á bar né í veitingageiranum áður en þau hjónin opnuðu Nostalgiu en í dag er hún komin upp á lagið með allt sem felst í því að reka og vinna á bar. „Ég hafði bara verið fyrir framan barinn,“ segir hún og hlær. „En ég vissi að ég gæti lært þetta eins og allt annað. Lykilatriðið er bara að hafa gaman af fólki.“ Skötuveisla, kosningavaka og landsleikirAðspurð hvort það sé hennar upplifun að Íslendingar vilji hitta samlanda sína á meðan þeir eru í fríi í útlöndum segir Herdís: „Já, þetta er rosalega áhugavert. Sumir vilja auðvitað ekki fara til útlanda til að hitta Íslendinga né skemmta sér með öðrum Íslendingum en fólk er almennt áhugasamt og rosalega ánægt með að við skyldum hafa gert þetta.“Íslendingar flykkjast alltaf á barinn til að horfa á landsleiki.Herdís segir mörgu fólki þykja mikilvægt að komast í íslenska stemningu á íslenskum hátíðisdögum til dæmis. „Fólk sem er á Tenerife yfir jól og áramót kemur til að mynda til okkar í skötuveislu. Og eins með alla landsleiki, fólk vill heyra í íslenskum þulum lýsa leikjum og fagna með öðrum Íslendingum. Fólk getur kannski alveg lifað án Íslands í nokkrar vikur en þetta er bara eins og skemmtileg félagsmiðstöð,“ segir hún glöð í bragði. Um helgina verður haldið kosningapartí á Nostalgiu. „Í fyrra mættu um 200 manns á kosningavöku hjá okkur,“ útskýrir Herdís og dæsir enda bíður hennar mikil vinna. „Í ár erum við að búast við mjög mörgum. Það er orðið uppselt í matinn hjá okkur um kvöldið, sem þýðir 60 manns.“„Við búumst svo við nokkur hundruð manns síðar um kvöldið vegna kosninganna. Hér verður gleði fram á nótt.“ Spurð út í hvort hún sjái sjálfa sig fyrir sér á Tenerife í mörg ár til viðbótar segir Herdís: „Ég ætla að vera eins lengi og ég hef áhuga á. Og ég hef rosalega gaman af þessu núna,“ útskýrir Herdís sem sat úti á svölum í 24 stiga hita þegar blaðamaður sló á þráðinn. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
„Við hjónin komum hingað í frí tveimur árum áður en við fluttum hingað. Og þetta var í fyrsta skipti sem ég kom á stað og hugsaði með mér: Hér gæti ég búið,“ segir Herdís Árnadóttir sem sagði skilið við lífið á Íslandi fyrir rúmu ári til að flytja til Tenerife. Þar rekur hún Íslendingabarinn Nostalgiu ásamt manni sínum, Sævari Lúðvíkssyni. „Við vildum bara prófa eitthvað nýtt,“ segir Herdís spurð út í af hverju hún ákvað að flytja frá Íslandi. „Ég var í fínni vinnu og lifði góðu lífi á Íslandi, það var ekki málið. En mig langaði bara að gera eitthvað nýtt, á meðan ég hefði tækifæri til.“ Herdís hafði aldrei unnið á bar né í veitingageiranum áður en þau hjónin opnuðu Nostalgiu en í dag er hún komin upp á lagið með allt sem felst í því að reka og vinna á bar. „Ég hafði bara verið fyrir framan barinn,“ segir hún og hlær. „En ég vissi að ég gæti lært þetta eins og allt annað. Lykilatriðið er bara að hafa gaman af fólki.“ Skötuveisla, kosningavaka og landsleikirAðspurð hvort það sé hennar upplifun að Íslendingar vilji hitta samlanda sína á meðan þeir eru í fríi í útlöndum segir Herdís: „Já, þetta er rosalega áhugavert. Sumir vilja auðvitað ekki fara til útlanda til að hitta Íslendinga né skemmta sér með öðrum Íslendingum en fólk er almennt áhugasamt og rosalega ánægt með að við skyldum hafa gert þetta.“Íslendingar flykkjast alltaf á barinn til að horfa á landsleiki.Herdís segir mörgu fólki þykja mikilvægt að komast í íslenska stemningu á íslenskum hátíðisdögum til dæmis. „Fólk sem er á Tenerife yfir jól og áramót kemur til að mynda til okkar í skötuveislu. Og eins með alla landsleiki, fólk vill heyra í íslenskum þulum lýsa leikjum og fagna með öðrum Íslendingum. Fólk getur kannski alveg lifað án Íslands í nokkrar vikur en þetta er bara eins og skemmtileg félagsmiðstöð,“ segir hún glöð í bragði. Um helgina verður haldið kosningapartí á Nostalgiu. „Í fyrra mættu um 200 manns á kosningavöku hjá okkur,“ útskýrir Herdís og dæsir enda bíður hennar mikil vinna. „Í ár erum við að búast við mjög mörgum. Það er orðið uppselt í matinn hjá okkur um kvöldið, sem þýðir 60 manns.“„Við búumst svo við nokkur hundruð manns síðar um kvöldið vegna kosninganna. Hér verður gleði fram á nótt.“ Spurð út í hvort hún sjái sjálfa sig fyrir sér á Tenerife í mörg ár til viðbótar segir Herdís: „Ég ætla að vera eins lengi og ég hef áhuga á. Og ég hef rosalega gaman af þessu núna,“ útskýrir Herdís sem sat úti á svölum í 24 stiga hita þegar blaðamaður sló á þráðinn.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira