Lögbannið á Stundina í gildi mánuðum saman Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. október 2017 06:00 Höfuðstöðvar Glitnis voru við Kirkjusand. Vísir/valli Þrátt fyrir að flestir lögfræðingar sem tjáð sig hafa um lögbann á fréttaflutning Stundarinnar telji einsýnt að því verði hnekkt fyrir dómstólum geta margir mánuðir liðið áður en úr því verður endanlega skorið með dómi. Á meðan gildir bannið. Í máli sem Jónína Benediktsdóttir höfðaði gegn blaðamanni Fréttablaðsins og 365-prentmiðlum ehf. árið 2005 var kröfu um staðfestingu á lögbanni synjað á báðum dómstigum. Þrátt fyrir að héraðsdómur hafi synjað kröfu Jónínu um staðfestingu lögbannsins stóð bannið óhaggað allt þar til niðurstaða Hæstaréttar lá fyrir tæpu hálfu ári síðar. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu héraðsdóms um að skilyrði lögbannsins hefðu ekki verið uppfyllt. Málsmeðferðin tók átta mánuði og lögbannið var í fullu gildi allan þann tíma.Sigriður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, mætti á fund Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar 18. október síðastliðinn.vísir/eyþórLögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við segja ákvæði um flýtimeðferð í lögum um meðferð einkamála ekki taka til lögbanns á fréttaflutning enda er það eingöngu sá sem höfðar mál sem óskað getur flýtimeðferðar, í því tilviki sem hér um ræðir sá aðili sem höfðar mál til staðfestingar á lögbanni, en ekki sá sem þola þarf lögbannið. Aðspurð um málshraða þessara mála og málsmeðferð segir Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, að rétt væri að færa valdið til að leggja lögbann á fréttaflutning frá sýslumanni til dómstóla.Atburðarásin„Við mat á því hvort takmarka eigi tjáningu þarf sá sem vill takmarka tjáninguna að sýna fram á knýjandi samfélagslega þörf til takmörkunarinnar. Ekki er gerð sambærileg krafa að lögum að sá sem tjáir sig þurfi að sýna fram á knýjandi samfélagslega þörf til tjáningarinnar,“ segir Sigríður Rut og bætir við: „Í stað þess að lögin kveði á um að beiðni sé beint til sýslumanns ættu lögin að kveða á um að henni sé beint til héraðsdóms og dómara verði þannig falið að meta þetta út frá ákvæðum sem gilda um lögbann með hliðsjón af ákvæði stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi.“ Sigríður Rut segir stóraukið réttaröryggi felast í því að færa vald til að leggja lögbann á fjölmiðlaumfjöllun frá fulltrúa framkvæmdarvalds til dómstóla og vísar til mikilvægis réttinda fjölmiðla til að miðla fréttum og skyldu þeirra til að upplýsa almenning. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Þrátt fyrir að flestir lögfræðingar sem tjáð sig hafa um lögbann á fréttaflutning Stundarinnar telji einsýnt að því verði hnekkt fyrir dómstólum geta margir mánuðir liðið áður en úr því verður endanlega skorið með dómi. Á meðan gildir bannið. Í máli sem Jónína Benediktsdóttir höfðaði gegn blaðamanni Fréttablaðsins og 365-prentmiðlum ehf. árið 2005 var kröfu um staðfestingu á lögbanni synjað á báðum dómstigum. Þrátt fyrir að héraðsdómur hafi synjað kröfu Jónínu um staðfestingu lögbannsins stóð bannið óhaggað allt þar til niðurstaða Hæstaréttar lá fyrir tæpu hálfu ári síðar. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu héraðsdóms um að skilyrði lögbannsins hefðu ekki verið uppfyllt. Málsmeðferðin tók átta mánuði og lögbannið var í fullu gildi allan þann tíma.Sigriður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, mætti á fund Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar 18. október síðastliðinn.vísir/eyþórLögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við segja ákvæði um flýtimeðferð í lögum um meðferð einkamála ekki taka til lögbanns á fréttaflutning enda er það eingöngu sá sem höfðar mál sem óskað getur flýtimeðferðar, í því tilviki sem hér um ræðir sá aðili sem höfðar mál til staðfestingar á lögbanni, en ekki sá sem þola þarf lögbannið. Aðspurð um málshraða þessara mála og málsmeðferð segir Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, að rétt væri að færa valdið til að leggja lögbann á fréttaflutning frá sýslumanni til dómstóla.Atburðarásin„Við mat á því hvort takmarka eigi tjáningu þarf sá sem vill takmarka tjáninguna að sýna fram á knýjandi samfélagslega þörf til takmörkunarinnar. Ekki er gerð sambærileg krafa að lögum að sá sem tjáir sig þurfi að sýna fram á knýjandi samfélagslega þörf til tjáningarinnar,“ segir Sigríður Rut og bætir við: „Í stað þess að lögin kveði á um að beiðni sé beint til sýslumanns ættu lögin að kveða á um að henni sé beint til héraðsdóms og dómara verði þannig falið að meta þetta út frá ákvæðum sem gilda um lögbann með hliðsjón af ákvæði stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi.“ Sigríður Rut segir stóraukið réttaröryggi felast í því að færa vald til að leggja lögbann á fjölmiðlaumfjöllun frá fulltrúa framkvæmdarvalds til dómstóla og vísar til mikilvægis réttinda fjölmiðla til að miðla fréttum og skyldu þeirra til að upplýsa almenning.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira