Spánverjar kjósa um sviptingu sjálfsstjórnar Kataloníu í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. október 2017 06:00 Carles Puigdemont hélt ræðu í gær en dagurinn var erfiður fyrir héraðsforsetann. Nordicphotos/AFP Til stendur að öldungadeild spænska þingsins komi saman í dag til þess að kjósa um hvort virkja skuli 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar og þar af leiðandi svipta Katalóníu sjálfsstjórnarvöldum. Þannig gætu yfirvöld í Madríd tekið yfir katalónskar stofnanir, lögreglu og stýrt fjármálum héraðsins. Yfirvöld á Spáni hafa hótað þessum aðgerðum allt frá því kosið var um sjálfstæði í Katalóníu þann 1. október síðastliðinn. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur ekki orðið við kröfum Spánverja og hefur ekki dregið sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins til baka þótt hann hafi að vísu frestað gildistöku hennar. Spænskir fjölmiðlar hafa sagt líklegt að Puigdemont dragi yfirlýsinguna til baka og boði til héraðsþingkosninga til að koma í veg fyrir sviptingu sjálfsstjórnar en í gær tilkynnti forsetinn að það myndi ekki gerast. Það væri undir héraðsþinginu komið hvernig bregðast ætti við virkjun 155. greinarinnar. Gærdagurinn var afar óljós hjá Puigdemont. Hann boðaði í gærmorgun til fundar, hætti síðan við fundinn og boðaði loks til hans á ný. Í ræðu sinni var forsetinn harðorður í garð ríkisstjórnar Mariano Rajoy forsætisráðherra og sagði hana stjórna með harðri hendi. Puigdemont endurnýjaði hins vegar ekki kröfuna um sjálfstæði í ræðu sinni og þykir það benda til þess að hann reyni að koma í veg fyrir að Rajoy ákveði að virkja 155. greinina. Katalónskir miðlar héldu því í kjölfarið fram að breiðfylking aðskilnaðarsinna á þinginu, undir forystu Puigdemont, hafi ekki viljað að boðað yrði til kosninga. Talsmaður ERC, flokks eindreginna aðskilnaðarsinna, sagði flokkinn hafa hótað því að draga stuðning sinn við Puigdemont til baka ef hann boðaði til kosninga. Undanfarnar vikur hafa verið afar erfiðar fyrir héraðsforsetann. Á meðan Spánverjar hafa krafist þess að sjálfstæði verði ekki lýst yfir, og að hin frestaða yfirlýsing verði dregin til baka, hafa aðskilnaðarsinnar úthrópað Puigdemont sem föðurlandssvikara.Hver eru sjálfsstjórnarvöld Katalóníu?Katalónía er það hérað Spánar sem hefur einna mesta sjálfsstjórn. Þar má finna héraðsþing, héraðsstjórn, forseta, lögreglu og héraðsfjölmiðil. Hefur héraðið völd yfir menningarmálum, umhverfismálum, samgöngumálum, efnahagsmálum og öryggismálum. Hins vegar fer spænska ríkið með völdin þegar kemur að utanríkismálum, hernaði og stærri stefnumótun í efnahagsmálum. Carles Puigdemont er forseti héraðsstjórnarinnar en tólf ráðherrar skipa stjórnina. Sex flokkar sitja á katalónska héraðsþinginu og eru þrír þeirra hlynntir aðskilnaði. 135 sæti eru á þinginu og stærsti þingflokkurinn er bandalag tveggja aðskilnaðarflokka. Fengu þeir 62 sæti í kosningum árið 2015. Alls eru opinberir starfsmenn héraðsins 28.677. Margir þeirra vinna fyrir katalónsku lögregluna, Mossos d'Esquadra, eða rúmlega 17.000. Þrátt fyrir tilvist katalónsku lögreglunnar starfar spænska lögreglan einnig í héraðinu og hefur yfirumsjón með málum sem tengjast hryðjuverkum og innflytjendum. Fjöldi vinnur einnig hjá CCMA, katalónska héraðsfjölmiðlinum, eða 2.319 manns. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Til stendur að öldungadeild spænska þingsins komi saman í dag til þess að kjósa um hvort virkja skuli 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar og þar af leiðandi svipta Katalóníu sjálfsstjórnarvöldum. Þannig gætu yfirvöld í Madríd tekið yfir katalónskar stofnanir, lögreglu og stýrt fjármálum héraðsins. Yfirvöld á Spáni hafa hótað þessum aðgerðum allt frá því kosið var um sjálfstæði í Katalóníu þann 1. október síðastliðinn. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur ekki orðið við kröfum Spánverja og hefur ekki dregið sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins til baka þótt hann hafi að vísu frestað gildistöku hennar. Spænskir fjölmiðlar hafa sagt líklegt að Puigdemont dragi yfirlýsinguna til baka og boði til héraðsþingkosninga til að koma í veg fyrir sviptingu sjálfsstjórnar en í gær tilkynnti forsetinn að það myndi ekki gerast. Það væri undir héraðsþinginu komið hvernig bregðast ætti við virkjun 155. greinarinnar. Gærdagurinn var afar óljós hjá Puigdemont. Hann boðaði í gærmorgun til fundar, hætti síðan við fundinn og boðaði loks til hans á ný. Í ræðu sinni var forsetinn harðorður í garð ríkisstjórnar Mariano Rajoy forsætisráðherra og sagði hana stjórna með harðri hendi. Puigdemont endurnýjaði hins vegar ekki kröfuna um sjálfstæði í ræðu sinni og þykir það benda til þess að hann reyni að koma í veg fyrir að Rajoy ákveði að virkja 155. greinina. Katalónskir miðlar héldu því í kjölfarið fram að breiðfylking aðskilnaðarsinna á þinginu, undir forystu Puigdemont, hafi ekki viljað að boðað yrði til kosninga. Talsmaður ERC, flokks eindreginna aðskilnaðarsinna, sagði flokkinn hafa hótað því að draga stuðning sinn við Puigdemont til baka ef hann boðaði til kosninga. Undanfarnar vikur hafa verið afar erfiðar fyrir héraðsforsetann. Á meðan Spánverjar hafa krafist þess að sjálfstæði verði ekki lýst yfir, og að hin frestaða yfirlýsing verði dregin til baka, hafa aðskilnaðarsinnar úthrópað Puigdemont sem föðurlandssvikara.Hver eru sjálfsstjórnarvöld Katalóníu?Katalónía er það hérað Spánar sem hefur einna mesta sjálfsstjórn. Þar má finna héraðsþing, héraðsstjórn, forseta, lögreglu og héraðsfjölmiðil. Hefur héraðið völd yfir menningarmálum, umhverfismálum, samgöngumálum, efnahagsmálum og öryggismálum. Hins vegar fer spænska ríkið með völdin þegar kemur að utanríkismálum, hernaði og stærri stefnumótun í efnahagsmálum. Carles Puigdemont er forseti héraðsstjórnarinnar en tólf ráðherrar skipa stjórnina. Sex flokkar sitja á katalónska héraðsþinginu og eru þrír þeirra hlynntir aðskilnaði. 135 sæti eru á þinginu og stærsti þingflokkurinn er bandalag tveggja aðskilnaðarflokka. Fengu þeir 62 sæti í kosningum árið 2015. Alls eru opinberir starfsmenn héraðsins 28.677. Margir þeirra vinna fyrir katalónsku lögregluna, Mossos d'Esquadra, eða rúmlega 17.000. Þrátt fyrir tilvist katalónsku lögreglunnar starfar spænska lögreglan einnig í héraðinu og hefur yfirumsjón með málum sem tengjast hryðjuverkum og innflytjendum. Fjöldi vinnur einnig hjá CCMA, katalónska héraðsfjölmiðlinum, eða 2.319 manns.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent