Ég er að rýna í samfélagshjartað Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. október 2017 09:30 "Mér er eðlislægt að vinna svona, pæla í af hverju fólk gerir það sem það gerir, af hverju það býr þar sem það býr,“ segir Karna. Vísir/Anton Brink Myndin er eins og smásagnasafn, litlar frásagnir margra íbúa Vopnafjarðar. Svo er ung stúlka, Guðný Alma Haraldsdóttir, sem tengir allt efnið með söng og túlkar þannig ferðalag sitt gegnum lífið þau fjögur ár sem myndin var í tökum. Hún var níu ára þegar ég byrjaði að vinna með henni og er 13 ára núna,“ segir Karna Sigurðardóttir um mynd sína 690 Vopnafjörður sem frumsýnd er í Bíói Paradís í kvöld. Karna er uppalin í Fellum á Fljótsdalshéraði en býr í Neskaupstað og starfar sem menningarfulltrúi Fjarðabyggðar auk þess að kenna við Listaháskóla Íslands. Það var undir lok ársins 2012 sem hún kveðst hafa byrjað að kynnast samfélaginu á Vopnafirði, skref fyrir skref – og tökur hófust. „Langamma og langafi áttu heima á Vopnafirði en ég þekkti engan þar þegar ég kom fyrst og var því með algert gestsauga gagnvart öllu þar. Það þögnuðu allir í búðinni þegar ég birtist þar fyrst, sem var að vetri til. Nú fæ ég hlýlegar kveðjur eins og: „Jæja, farfuglinn kominn,“ eða álíka, því ég er svo oft á ferðinni. Upphaflega ætlaði ég að gera lítil ljósmynda- og stuttmyndaverkefni en á endanum varð það að klukkutíma heimildarmynd. Auðvitað er fallegt en líka tilfinningalega strembið fyrir íbúana að fá mynd um sjálfa sig og samfélagið sitt. Þeir hafa líka fylgst með breytingum í mínu lífi, ég er búin að eignast tvö börn meðan á ferlinu stóð.“ Karna segir traust hafa byggst upp milli sín og Vopnfirðinga og kveðst vona að þeir séu tilbúnir að ræða um myndina eftir að hafa séð hana. „Auðvitað vissu allir að það yrði til mynd úr þessari vinnu og það er ekki eins og ég sé að segja öll leyndarmálin sem fólkið sagði mér. En heimildarmyndir geta gengið nærri fólki og ég er að sýna litróf Vopnafjarðar eins og ég upplifi það.Karna og myndatökumaðurinn Sebastian Ziegler. Fréttablaðið/Anton BrinkMyndin er viss mannfræðirannsókn. Ég er að rýna í samfélagshjartað, hvernig það slær,“ segir Karna sem er þó ekki mannfræðingur heldur hönnuður. „Mér er eðlislægt að vinna svona, pæla í af hverju fólk gerir það sem það gerir, af hverju það býr þar sem það býr og hvernig það mótar sjálft sig innan þess samfélags. Það fóru allir í þetta verkefni af ótrúlega miklu hugrekki og enginn hefur hætt við á miðri leið heldur hafa allir staðið með því frá upphafi til enda. Ég er rosalega þakklát öllu fólkinu sem ég vann með og deildi með mér tilfinningum sínum.“ Myndatöku annaðist Sebastian Ziegler og Karna segir þau hafa fengið góða menn með sér, Kristján Loðmfjörð sem sá um klippingu og Kjartan Kjartansson hljóðhönnuð. „Þetta er fámennt teymi. Það skipti mestu máli að við vorum öll trú verkefninu og höfðum tilfinningu fyrir því enda vildum við halda nánd og nálægð við viðfangsefnið.“ Karna kveðst hafa farið með 690 Vopnafjörður til Malmö á Nordisk Panorama-markaðinn í september. „Myndin var ein af tólf sem valdar voru úr mörg hundruð myndum til að fara á franska kvikmyndahátíð sjónvarpsstöðva í janúar. Ég var líka með hana á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði og fékk góð viðbrögð þar. Ef manni tekst að fanga kjarna viðfangsefnis, þó sértækt sé, þá nær það til almennings.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Myndin er eins og smásagnasafn, litlar frásagnir margra íbúa Vopnafjarðar. Svo er ung stúlka, Guðný Alma Haraldsdóttir, sem tengir allt efnið með söng og túlkar þannig ferðalag sitt gegnum lífið þau fjögur ár sem myndin var í tökum. Hún var níu ára þegar ég byrjaði að vinna með henni og er 13 ára núna,“ segir Karna Sigurðardóttir um mynd sína 690 Vopnafjörður sem frumsýnd er í Bíói Paradís í kvöld. Karna er uppalin í Fellum á Fljótsdalshéraði en býr í Neskaupstað og starfar sem menningarfulltrúi Fjarðabyggðar auk þess að kenna við Listaháskóla Íslands. Það var undir lok ársins 2012 sem hún kveðst hafa byrjað að kynnast samfélaginu á Vopnafirði, skref fyrir skref – og tökur hófust. „Langamma og langafi áttu heima á Vopnafirði en ég þekkti engan þar þegar ég kom fyrst og var því með algert gestsauga gagnvart öllu þar. Það þögnuðu allir í búðinni þegar ég birtist þar fyrst, sem var að vetri til. Nú fæ ég hlýlegar kveðjur eins og: „Jæja, farfuglinn kominn,“ eða álíka, því ég er svo oft á ferðinni. Upphaflega ætlaði ég að gera lítil ljósmynda- og stuttmyndaverkefni en á endanum varð það að klukkutíma heimildarmynd. Auðvitað er fallegt en líka tilfinningalega strembið fyrir íbúana að fá mynd um sjálfa sig og samfélagið sitt. Þeir hafa líka fylgst með breytingum í mínu lífi, ég er búin að eignast tvö börn meðan á ferlinu stóð.“ Karna segir traust hafa byggst upp milli sín og Vopnfirðinga og kveðst vona að þeir séu tilbúnir að ræða um myndina eftir að hafa séð hana. „Auðvitað vissu allir að það yrði til mynd úr þessari vinnu og það er ekki eins og ég sé að segja öll leyndarmálin sem fólkið sagði mér. En heimildarmyndir geta gengið nærri fólki og ég er að sýna litróf Vopnafjarðar eins og ég upplifi það.Karna og myndatökumaðurinn Sebastian Ziegler. Fréttablaðið/Anton BrinkMyndin er viss mannfræðirannsókn. Ég er að rýna í samfélagshjartað, hvernig það slær,“ segir Karna sem er þó ekki mannfræðingur heldur hönnuður. „Mér er eðlislægt að vinna svona, pæla í af hverju fólk gerir það sem það gerir, af hverju það býr þar sem það býr og hvernig það mótar sjálft sig innan þess samfélags. Það fóru allir í þetta verkefni af ótrúlega miklu hugrekki og enginn hefur hætt við á miðri leið heldur hafa allir staðið með því frá upphafi til enda. Ég er rosalega þakklát öllu fólkinu sem ég vann með og deildi með mér tilfinningum sínum.“ Myndatöku annaðist Sebastian Ziegler og Karna segir þau hafa fengið góða menn með sér, Kristján Loðmfjörð sem sá um klippingu og Kjartan Kjartansson hljóðhönnuð. „Þetta er fámennt teymi. Það skipti mestu máli að við vorum öll trú verkefninu og höfðum tilfinningu fyrir því enda vildum við halda nánd og nálægð við viðfangsefnið.“ Karna kveðst hafa farið með 690 Vopnafjörður til Malmö á Nordisk Panorama-markaðinn í september. „Myndin var ein af tólf sem valdar voru úr mörg hundruð myndum til að fara á franska kvikmyndahátíð sjónvarpsstöðva í janúar. Ég var líka með hana á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði og fékk góð viðbrögð þar. Ef manni tekst að fanga kjarna viðfangsefnis, þó sértækt sé, þá nær það til almennings.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira