Útlendingar í iðnnámi hafa minni rétt en nemar í háskóla Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. október 2017 06:00 Chuong Le Bui kom til Íslands árið 2015 og er á fyrstu önn í matreiðslu í Menntaskólanum í Kópavogi. Yfirmaður hennar á Nauthóli segir það undarlegt að þurfa vera í háskólanámi til að fá námsmannaleyfi. Fréttablaðið/Stefán „Mér finnst þessi ákvörðun Útlendingastofnunar fráleit og sérstaklega í ljósi þess að Chuong hafði í febrúar fengið framlengingu á námsmannaleyfinu sínu en núna á að senda hana heim,“ segir Björn Ingi Björnsson, yfirmatreiðslumaður á Nauthóli. Víetnamskur matreiðslunemi á Nauthóli, Chuong Le Bui, hefur fengið sent bréf frá Útlendingastofnun þess efnis að hún hafi ekki lengur landvistarleyfi sem námsmaður. Hún kom til landsins í febrúar 2015 og hefur verið hér á landi síðan þá og er matreiðslunemi á Nauthóli. Hún er búin með tvö ár á námssamningi hjá veitingastaðnum af fjórum og er á fyrstu önn í matreiðslu í Menntaskólanum í Kópavogi. Þrátt fyrir að hafa fengið framlengingu á dvalarleyfinu í febrúar fékk Chuong bréf hinn 9. október síðastliðinn um að hún fái ekki áframhaldandi landvistarleyfi hér á landi sem námsmaður. Í bréfinu er vísað til ákvæðis nýrra útlendingalaga sem tóku gildi hinn 1. janúar síðastliðinn. Í nýju lögunum er nám skilgreint sem samfellt nám á háskólastigi, þar með talið nám á háskólastigi sem fram fer á vinnustöðum, eða annað það nám sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Hvergi er minnst á iðnnám í nýju lögunum. Í eldri lögum var nám hins vegar skilgreint sem „samfellt nám á háskólastigi, iðnnám eða það nám annað sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi.“ „Svo virðist sem lögum hafi verið breytt um síðustu áramót þannig að þeir sem eru í iðnnámi fái ekki lengur námsmannadvalarleyfi á Íslandi. Til þess að fá námsmannaleyfi þarf fólk að vera í háskólanámi, sem mér þykir undarlegt og er í raun verið að gefa þar í skyn með lagabreytingu að iðnmenntun sé minna virði en háskólanám,“ segir Björn Ingi. Chuong var au pair hjá Ingu Lillý Brynjólfsdóttur héraðsdómslögmanni áður en hún hóf störf á Nauthóli. Hún segir breytingarnar á fyrrnefndu lagaákvæði koma sér á óvart. Inga Lillý segist hafa leitað skýringa í lögunum á því af hverju iðnnám hafi verið tekið út. Þær skýringar sé aftur á móti ekki að finna. „Það er ekkert fjallað um það og ég hefði talið eðlilegt að þeir hefðu látið framhaldsskólana, Iðuna, Matís og öll hin félögin vita. Þannig að þau hefðu getað haft tækifæri til þess að koma athugasemdum að,“ segir Inga Lillý. Ekkert bendi til þess að það hafi verið gert. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Mér finnst þessi ákvörðun Útlendingastofnunar fráleit og sérstaklega í ljósi þess að Chuong hafði í febrúar fengið framlengingu á námsmannaleyfinu sínu en núna á að senda hana heim,“ segir Björn Ingi Björnsson, yfirmatreiðslumaður á Nauthóli. Víetnamskur matreiðslunemi á Nauthóli, Chuong Le Bui, hefur fengið sent bréf frá Útlendingastofnun þess efnis að hún hafi ekki lengur landvistarleyfi sem námsmaður. Hún kom til landsins í febrúar 2015 og hefur verið hér á landi síðan þá og er matreiðslunemi á Nauthóli. Hún er búin með tvö ár á námssamningi hjá veitingastaðnum af fjórum og er á fyrstu önn í matreiðslu í Menntaskólanum í Kópavogi. Þrátt fyrir að hafa fengið framlengingu á dvalarleyfinu í febrúar fékk Chuong bréf hinn 9. október síðastliðinn um að hún fái ekki áframhaldandi landvistarleyfi hér á landi sem námsmaður. Í bréfinu er vísað til ákvæðis nýrra útlendingalaga sem tóku gildi hinn 1. janúar síðastliðinn. Í nýju lögunum er nám skilgreint sem samfellt nám á háskólastigi, þar með talið nám á háskólastigi sem fram fer á vinnustöðum, eða annað það nám sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Hvergi er minnst á iðnnám í nýju lögunum. Í eldri lögum var nám hins vegar skilgreint sem „samfellt nám á háskólastigi, iðnnám eða það nám annað sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi.“ „Svo virðist sem lögum hafi verið breytt um síðustu áramót þannig að þeir sem eru í iðnnámi fái ekki lengur námsmannadvalarleyfi á Íslandi. Til þess að fá námsmannaleyfi þarf fólk að vera í háskólanámi, sem mér þykir undarlegt og er í raun verið að gefa þar í skyn með lagabreytingu að iðnmenntun sé minna virði en háskólanám,“ segir Björn Ingi. Chuong var au pair hjá Ingu Lillý Brynjólfsdóttur héraðsdómslögmanni áður en hún hóf störf á Nauthóli. Hún segir breytingarnar á fyrrnefndu lagaákvæði koma sér á óvart. Inga Lillý segist hafa leitað skýringa í lögunum á því af hverju iðnnám hafi verið tekið út. Þær skýringar sé aftur á móti ekki að finna. „Það er ekkert fjallað um það og ég hefði talið eðlilegt að þeir hefðu látið framhaldsskólana, Iðuna, Matís og öll hin félögin vita. Þannig að þau hefðu getað haft tækifæri til þess að koma athugasemdum að,“ segir Inga Lillý. Ekkert bendi til þess að það hafi verið gert.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira