FH vill taka vítin í Helsinki Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. október 2017 16:40 Ásbjörn Friðriksson tekur hér víti fyrir FH. Hann fer líklega á punktinn gegn St. Petersburg. vísir/ernir Eins og fram kom í dag þá hefur Áfrýjunardómstóll EHF úrskurðað að FH og St. Petersburg skuli mætast í vítakastkeppni til að skera úr um hvort liðið fari í þriðju umferð EHF-bikarsins. Mistök voru gerð í síðari leik liðanna í Rússlandi er leikurinn var sendur í framlengingu en ekki í vítakeppni eins og lög gera ráð fyrir. Þar hafði FH betur en málið var kært og EHF breytti úrslitunum. Liðin þurfa að hittast aftur til þess að fara í vítakeppni. „Það er hægt að áfrýja þessu til annars dómsstigs en það er ekki til neins. Nú verðum við bara að taka þessu og finna út úr því hvernig sé best að gera þetta,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, og er eðlilega ósáttur. Í dómnum kemur ekki fram hvar og hvenær þessi sögulegi viðburður eigi að fara fram. Ásgeir mun ræða það mál við EHF og rússneska félagið á morgun. „Við munum leggja það til að vítakastkeppnin fari fram í Helsinki. Það er þriggja og hálfs tíma lest fyrir þá og þriggja tíma flug fyrir okkur. Þá losnum við líka við tíu daga vegabréfsumsóknir til Rússlands. Að klára þetta í Helsinki væri sanngjarnt. Það er stórmál að fara alla leið aftur til Rússlands,“ segir Ásgeir. EHF ætlar að bera kostnaðinn vegna þessa klúðurs. FH-ingar segja að alls konar kostnaður komi til út af þessu og þeir vilja fá endurgreidda hverja einustu krónu. „Við munum leggja fram kostnaðaráætlun um allt sem viðkemur nýrri ferð. Ofan á ferðakostnaðinn er líka vinnutap meðal annars. Ef við förum áfram viljum við líka skaðabætur því það er ljóst að það er orðið dýrara að bóka flug og hótel núna. Það kemur skýrt fram að þeir munu bera allan kostnað sem og afleiðingakostnað. Við erum ekki að fara fram á neitt óeðlilegt. Við viljum bara að allir fái sitt því þetta er verulegt tjón fyrir okkur. Við munum sækja það af fullri hörku.“ Handbolti Tengdar fréttir Starfsmaður EHF um vítakastkeppnina: „Svona eru bara reglurnar“ Eftirlitsmaður evrópska handknattleikssambandsins gerði mistök sem urðu til þess að FH þarf að fara aftur til Rússlands. 18. október 2017 12:19 Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, á ekki orð yfir úrskurð EHF í stóra vítakastmálinu. 18. október 2017 10:44 3.000 km fyrir þrjár mínútur FH þarf að fara aftur til St. Pétursborgar í Rússlandi til þess að taka eina vítakastkeppni. Ekki gott mál fyrir íþróttina segir formaður handboltans hjá FH. 19. október 2017 06:00 Íslendingar á Twitter undra sig á ákvörðun EHF: Þetta eru hálfvitar að störfum Margir furða sig á afar sérstakri ákvörðun EHF, evrópska handknattleikssambandsins, um að knýja þurfi fram úrslit í viðureign FH og St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins með vítakastkeppni. 18. október 2017 10:58 FH áfrýjar úrskurði EHF FH hefur ákveðið að áfrýja úrskurði dómstóls EHF, evrópska handknattleikssambandsins, er varðar seinni leik liðsins gegn St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. 19. október 2017 07:06 Ákvörðun EHF stendur | FH-ingar þurfa að fara aftur til Rússlands FH þarf að fara til Rússlands í vítakastkeppni við St. Pétursborg. 25. október 2017 15:35 FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni. 18. október 2017 10:38 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Sjá meira
Eins og fram kom í dag þá hefur Áfrýjunardómstóll EHF úrskurðað að FH og St. Petersburg skuli mætast í vítakastkeppni til að skera úr um hvort liðið fari í þriðju umferð EHF-bikarsins. Mistök voru gerð í síðari leik liðanna í Rússlandi er leikurinn var sendur í framlengingu en ekki í vítakeppni eins og lög gera ráð fyrir. Þar hafði FH betur en málið var kært og EHF breytti úrslitunum. Liðin þurfa að hittast aftur til þess að fara í vítakeppni. „Það er hægt að áfrýja þessu til annars dómsstigs en það er ekki til neins. Nú verðum við bara að taka þessu og finna út úr því hvernig sé best að gera þetta,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, og er eðlilega ósáttur. Í dómnum kemur ekki fram hvar og hvenær þessi sögulegi viðburður eigi að fara fram. Ásgeir mun ræða það mál við EHF og rússneska félagið á morgun. „Við munum leggja það til að vítakastkeppnin fari fram í Helsinki. Það er þriggja og hálfs tíma lest fyrir þá og þriggja tíma flug fyrir okkur. Þá losnum við líka við tíu daga vegabréfsumsóknir til Rússlands. Að klára þetta í Helsinki væri sanngjarnt. Það er stórmál að fara alla leið aftur til Rússlands,“ segir Ásgeir. EHF ætlar að bera kostnaðinn vegna þessa klúðurs. FH-ingar segja að alls konar kostnaður komi til út af þessu og þeir vilja fá endurgreidda hverja einustu krónu. „Við munum leggja fram kostnaðaráætlun um allt sem viðkemur nýrri ferð. Ofan á ferðakostnaðinn er líka vinnutap meðal annars. Ef við förum áfram viljum við líka skaðabætur því það er ljóst að það er orðið dýrara að bóka flug og hótel núna. Það kemur skýrt fram að þeir munu bera allan kostnað sem og afleiðingakostnað. Við erum ekki að fara fram á neitt óeðlilegt. Við viljum bara að allir fái sitt því þetta er verulegt tjón fyrir okkur. Við munum sækja það af fullri hörku.“
Handbolti Tengdar fréttir Starfsmaður EHF um vítakastkeppnina: „Svona eru bara reglurnar“ Eftirlitsmaður evrópska handknattleikssambandsins gerði mistök sem urðu til þess að FH þarf að fara aftur til Rússlands. 18. október 2017 12:19 Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, á ekki orð yfir úrskurð EHF í stóra vítakastmálinu. 18. október 2017 10:44 3.000 km fyrir þrjár mínútur FH þarf að fara aftur til St. Pétursborgar í Rússlandi til þess að taka eina vítakastkeppni. Ekki gott mál fyrir íþróttina segir formaður handboltans hjá FH. 19. október 2017 06:00 Íslendingar á Twitter undra sig á ákvörðun EHF: Þetta eru hálfvitar að störfum Margir furða sig á afar sérstakri ákvörðun EHF, evrópska handknattleikssambandsins, um að knýja þurfi fram úrslit í viðureign FH og St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins með vítakastkeppni. 18. október 2017 10:58 FH áfrýjar úrskurði EHF FH hefur ákveðið að áfrýja úrskurði dómstóls EHF, evrópska handknattleikssambandsins, er varðar seinni leik liðsins gegn St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. 19. október 2017 07:06 Ákvörðun EHF stendur | FH-ingar þurfa að fara aftur til Rússlands FH þarf að fara til Rússlands í vítakastkeppni við St. Pétursborg. 25. október 2017 15:35 FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni. 18. október 2017 10:38 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Sjá meira
Starfsmaður EHF um vítakastkeppnina: „Svona eru bara reglurnar“ Eftirlitsmaður evrópska handknattleikssambandsins gerði mistök sem urðu til þess að FH þarf að fara aftur til Rússlands. 18. október 2017 12:19
Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, á ekki orð yfir úrskurð EHF í stóra vítakastmálinu. 18. október 2017 10:44
3.000 km fyrir þrjár mínútur FH þarf að fara aftur til St. Pétursborgar í Rússlandi til þess að taka eina vítakastkeppni. Ekki gott mál fyrir íþróttina segir formaður handboltans hjá FH. 19. október 2017 06:00
Íslendingar á Twitter undra sig á ákvörðun EHF: Þetta eru hálfvitar að störfum Margir furða sig á afar sérstakri ákvörðun EHF, evrópska handknattleikssambandsins, um að knýja þurfi fram úrslit í viðureign FH og St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins með vítakastkeppni. 18. október 2017 10:58
FH áfrýjar úrskurði EHF FH hefur ákveðið að áfrýja úrskurði dómstóls EHF, evrópska handknattleikssambandsins, er varðar seinni leik liðsins gegn St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. 19. október 2017 07:06
Ákvörðun EHF stendur | FH-ingar þurfa að fara aftur til Rússlands FH þarf að fara til Rússlands í vítakastkeppni við St. Pétursborg. 25. október 2017 15:35
FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni. 18. október 2017 10:38